— GESTAPÓ —
Brjóstahöld og annað sem snýr að brjóstum kvenna
» Gestapó   » Vísindaakademía Baggalúts
        1, 2, 3 ... 21, 22, 23 ... 37, 38, 39  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 20/4/05 18:28

Út frá sjónarhóli vísinda var innleggið óþarft. Hins vegar var það innan siðfræðilegra marka. Innleggið uppfyllir því ekki öll skilyrði fyrir ritskoðun.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Órækja 20/4/05 19:11

Hakuchi mælti:

Út frá sjónarhóli vísinda var innleggið óþarft. Hins vegar var það innan siðfræðilegra marka. Innleggið uppfyllir því ekki öll skilyrði fyrir ritskoðun.

Sálfræði mætti oft flokka sem vísindi, enda á hún oft við kemísk efnaboð í heila. Hvað fagurfræðilega höfðar til okkar tel ég mjög vísindalegt.

Skrifandi undir síðan 2004
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Bismark XI 20/4/05 19:25

Öll þessi brjóst. ‹Fer í kalda sturtu og leggur sig síðan á sófanum›
Þetta hefur verið vísinda og málefnaleg umræða um hluti sem allir hugsa um á einn eða annan hátt um ævina.

Ég er Sonur Sólarinnar, og ég ber þess enn merki. Verndari vinstra-eyra Tigru. Rauður. Búinn að kyssa Tinu St.Sebastian. Eigandi Nýju Morgunstjörnunar.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Heidi 20/4/05 20:37

Það er eitt sem ég hef verið að velta fyrir mér með brjóstastærð. Ég hef tekið eftir því að kynsystur mínar hér í mið- og suður Evrópu virðast almennt vera með minni brjóst en ég.
Eru íslenskar og norrænar konur almennt brjóstastærri en konur í öðrum heimshlutum? Hefur einhver rannsakað þetta?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Nornin 20/4/05 20:54

Já þetta var áhugavert innlegg hjá þér Heidi.
Ég hef búið í Bandaríkjunum og Englandi og verð að segja að þar varð ég vör við þetta líka.
Ef stelpurnar voru ekki með sílíkon (BNA eingöngu n.b.) voru þær frekar brjóstasmáar. Mér leið oft á tíðum eins og ég væri eitthvað "viðundur" með mín ekta, en frekar stóru brjóst.
Var margoft spurð í BNA hvort ég væri með sílíkon.
Ætli það sé eitthvað í Íslenska vatninu sem veldur þessum mun?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
kolfinnur Kvaran 20/4/05 22:20

Ströng þjálfun og nudd frá handsterkum íslenskum karlmönnum gæti ég trúað að kæmi þar nærri.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 20/4/05 22:33

Sjálfssagt er þetta allt í genunum... á harðindatímum, þegar fólksfjöldinn hér á Íslandi fór niður undir 40 þús (ef ég man rétt)... þá hafa sjálfssagt einungis konum með mikil brjóst lifað af, þar er mikill fituforði sem hefur hjálpað til í gegnum harðindinn...

Auk þess að líklegra er að þær konur sem hafa verið með stærri brjóst hafi getað alið börn á brjósti, þarna er ég reyndar í mótsögn við þá staðreynd að konur með stór brjóst eiga stundum í vandræðum með að mjólka, en þó hljóta þær sem hafa haft stór brjóst og getað mjólkað verið feti framar en þær með minni brjóst...

Semsagt, brjóststórar konur lifðu frekar af harðindaárin og því skiluðu þær geninu áfram til ykkar valkyrjanna sem nú lifið hér á Íslandi... skál fyrir ykkur...

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Nornin 20/4/05 22:37

‹Skálar við Skabba›
Já þetta er fræðilega möguleg skýring.
En genatengingin er samt ekki alveg að virka held ég ... það eru frekar brjóstsmáar konur í mínum ættum. Við brjóstgóðu erum mikið færri.
Ætli þetta sé víkjandi gen?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 20/4/05 22:40

Jamm, líklega er þetta flóknara en mín skýring... veit einhver eitthvað um gen og erfðafræði hér?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
kolfinnur Kvaran 20/4/05 22:42

Geti mögulega verið um ófullkomið ríki að ræða hérna. ‹Starir þegjandi út í loftið›

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Limbri 20/4/05 22:56

Sé kenning Skabba rétt, þá má ímynda sér að þær brjóstsmærri konur sem lifðu einnig af harðindin hafi hreinlega verið á betri bæjum, þeas fjárhagslega og fæðuöflunarlega séð. Þær hafi því jafnvel haft kýr á bænum og fengið á margan hátt betra fæði en sumar aðrar.

-

Þorpsbúi -
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Ísdrottningin 21/4/05 00:37

Nornin mælti:

Litla Laufblaðið mælti:

Er einhver hér með reynslu af slíkum aðgerðum?

Ég er það heppin að hafa ekki þurft í neina aðgerð á neinum líkamsparti, en vinkona mín ein fór í minnkun og ég fékk auðvitað að fylgjast vel með því.
Hún lét taka tæpt kíló af sér og lyfta brjóstunum dálítið.
Hún dásamar þessa aðgerð í bak og fyrir, er loksins laus við vöðvabólgu og bakverki, örin eru minniháttar og lífið bara allt annað eftir minnkun.

Ég hef heyrt svo margar slæmar reynslusögur og svo hefur örmyndun verið vandamál hjá mér. Gróandi hefur ekki verið sem skyldi og ljót ör hafa myndast eftir aðgerðir svo að ég legg ekki í brjóstaminnkun.
Ég er skíthrædd við allar skurðaðgerðir þó ég hafi nú neyðst til að fara í nokkrar. ‹fær hroll›

-Já það er sko margt skrýtið í kýrhausnum - Æðstastrympa - Höfundur skálarinnar - Hálendismálaráðherra -
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Leynigesturinn 22/4/05 12:22

Sælt veri fólkið, og afsakið hvað ég blanda mér seint inn í umræðuna. Ég hef nefnilega haft ýmsum hnöppum að hneppa.

Ég hef lesið það sem undan fer og finnst þetta mjög áhugaverðar umræður. En nú er eitt sem ég var að velta fyrir mér. Ég hef aðeins einu sinni haft barn á brjósti, sem ég síðan gaf frá mér sökum anna. Þetta gekk alveg skelfilega illa - krakkaskrattinn vildi bara einfaldlega ekki súpa af mjólkinni! Það var alveg sama hversu lengi ég hélt á honum og reyndi að troða geirvörtunni upp í hann; hann lá bara og orgaði sáran.

Eru einhverjir fleiri sem hafa lent í þessu vandamáli? Hvernig fer maður að því að láta svona kríli drekka þennan fjára? Væri kannski ráð að kreista þetta út og kannski bragðbæta þetta einhvern veginn?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 22/4/05 13:04

Þetta er Vísindaakademía, ekki Barnaland.is.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 22/4/05 13:05

hehe... þetta var mér að kenna... Konto sjáðu til, í leynigestsleiknum...

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 22/4/05 13:09

Jæja, fyrst það ert þú.

Ég kæri mig samt ekki um einhverja kontóra af leynigestaleik hingað á háalvarlega og fræðilega Vísindaakademíuna.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 22/4/05 13:12

Hér með bið ég alla hlutaðeigandi velvirðingar á þessu axarskafti mínu... en hvað eigum við að ræða næst... vorum við búin að dekka rúmmálsmælingar brjósta?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Enter 22/4/05 13:21

Mér er spurn. Nú þykja kameldýr heppilegir reiðskjótar í eyðimörkum, því þau geta geymt ógrynni vökva í hnúðum sínum.

Er þá hérna, betra að ... ööö ... hérna til dæmis í eyðimörkum, að hérna ... ehemm, sko ef ... það er að segja ef konan er með hérna stór ... emm ... vel útilátin ... æ þið vitið ... er þá betra að hérna ... sumsé, altsvo frekar en þeim sem eru með minni, að sko ...

... æi, gleymið þessu bara.

        1, 2, 3 ... 21, 22, 23 ... 37, 38, 39  
» Gestapó   » Vísindaakademía Baggalúts   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: