— GESTAPÓ —
Kvikmyndaatriðagetraunarleikur Illa Apans
» Gestapó   » Dægurmál, lágmenning og listir
        1, 2, 3 ... 50, 51, 52 ... 114, 115, 116  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Gospabbi 4/3/05 12:11

Um er að ræða gamanmynd frá níundaáratug síðustu aldar.
Tveir menn sitja í í bíl. Sá sem keyrir bílinn er mjög þrekvaxin. Hann hagræðir sér í bílstjórasætinu og segir af innlifun: ,,Ég elska að keyra".

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Van Horn 4/3/05 22:51

Planes, Trains and Automobiles?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Gospabbi 5/3/05 11:33

Neibb. -John Candy er ekki þéttvaxni leikarinn sem um ræðir.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 5/3/05 12:40

Raising Arizona?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Steinríkur 5/3/05 13:44

Lögguskólinn?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tina St.Sebastian 6/3/05 22:59

Er John Goodman þéttvaxni leikarinn?

- Passív-aggressívur erkióvinur ritstjórnarmeðlima hverra nöfn hefjast á 'E' - •  Verndari alls karlkyns- Biskup yfir westurhluta Íslands- Umsjónarmaður, hönnuður, verktaki og æðsta yfirvald í málefnum Torgs Hinnar Heilögu Ritstjórnar-
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Heiðglyrnir 7/3/05 09:20

Twins ?

Sir Heiðglyrnir Hinn Hugdjarfi, Riddaramennska er lífsstíll.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Gospabbi 7/3/05 10:04

Hárrétt hjá Hakuchi!! Láttu nú fossa yfir okkur því góðgæti sem þú geymir í skál visku þinnar. ‹Gospabbi hellir meira af volgu rommi í glasið og kætist yfir mætti veraldavefsins ›

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 9/3/05 14:01

Maður talar, frekar lágstemmt í almenningssíma í frekar sjúskaðri byggingu. Hann er að tala við konu. Maðurinn er heldur örvæntingarfullur. Myndavélin fer af honum í miðju samtali, færist til hliðar þar sem við sjáum tóman gang. Maðurinn heyrist rausa eitthvað áfram.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tinni 9/3/05 19:27

Djöfull er þetta strembið hjá þér, en mér dettur, við fyrstu sýn, í hug breska myndin Naked.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
kokkurinn 10/3/05 09:58

Lömbin þagna

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 10/3/05 10:40

Neibb. Þetta er talsvert lykilatriði í myndinni, þó það sé kannski ekki augljóst. Kvikmyndafræðingar myndu eflaust kalla þetta 'hvörf'.

Myndin er þungt drama.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tinni 10/3/05 16:47

Er þetta eitthvað frægt "Long-shot" atriði úr einhverri Hitchcockræmu?

Ef þetta er mynd frá sjöunda áratugnum, þá giska ég á The Trial eftir Orson Welles ‹Believe it or not! Sena úr The Trial var stæld í nýlegu Britney Spears myndbandi›

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 10/3/05 17:24

Þetta er ekki endilega frægt atriði.

Hitchcock kom hvergi nærri. Flestir ættu nú að þekkja myndinna, ef þeir hafa ekki séð hana þá hljóta þeir að hafa heyrt um hana.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Enter 10/3/05 17:28

Þungt drama segirðu. Er hún svart/hvít? Þriðji maðurinn eða eitthvað í þá áttina?

Er leikarinn stórstjarna?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 10/3/05 17:31

Nei, ekki er hún svarthvít. Aðalleikarinn er stórstjarna, en á þessum tíma var hann meira svona ungur og efnilegur, en þó alls ekki óþekktur, hann hafði sannað sig í nokkrum myndum á undan.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Enter 10/3/05 17:33

Vísindaskáldskapur?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 10/3/05 17:41

Neinei, háalvarlegt drama.

        1, 2, 3 ... 50, 51, 52 ... 114, 115, 116  
» Gestapó   » Dægurmál, lágmenning og listir   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: