— GESTAPÓ —
Kvikmyndaatriðagetraunarleikur Illa Apans
» Gestapó   » Dægurmál, lágmenning og listir
        1, 2, 3 ... 49, 50, 51 ... 114, 115, 116  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Steinríkur 25/2/05 12:30

Þetta minnir mig á atriði úr Hitchcock-mynd.

Man þó ómögulega nafnið...

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 25/2/05 16:58

Nei, ekki er það Hitchcock mynd. Myndinn er nýrri en það, þó er hún svolítið 'retróleg' að vissu leyti, þó allir taki kannski ekki eftir því.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
B. Ewing 25/2/05 21:09

Er þetta Nicholas Cage mynd?

Siglingafræðingur Baggaflugs, teningaspilahúsasmíðameistari Baggalúts. •  • Stýrimaður Fjárfestinga og Margfeldisútvíkkunar Baggalútíska Heimsveldisins •  • Tryggingaráðherra Baggalútíu. Sendiherra S-Ameríku og Páskaeyju.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Mr. C-3PO 25/2/05 21:51

Ekki er þetta úr Mission Impossible 2?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 26/2/05 15:59

Hvorugt, ágætu herrar.

Myndin er nokkuð nýleg.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
B. Ewing 26/2/05 20:58

Er þetta ein af þessum sportbíladellumyndum?

Siglingafræðingur Baggaflugs, teningaspilahúsasmíðameistari Baggalúts. •  • Stýrimaður Fjárfestinga og Margfeldisútvíkkunar Baggalútíska Heimsveldisins •  • Tryggingaráðherra Baggalútíu. Sendiherra S-Ameríku og Páskaeyju.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 27/2/05 17:58

Alls ekki. Bílar þjóna engu sérstöku hlutverki umfram hið hefðbundna í þessari mynd.

Myndin gerist í Evrópu.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tinni 27/2/05 23:32

Er hún Evrópsk?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 28/2/05 17:12

Mmnjaaa hún er óræð, hvað land varðar. Leikstjórinn er Íri, aðalleikarinn Kani og hinir leikararnir koma frá ýmsum hornum Evrópu. Franskir leikarar eru áberandi.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Enter 1/3/05 15:08

Úff. Mér dettur í hug Ronin eða James Bond, það stemmir þó engan vegin við síðasta innlegg frá herra Hú.

Er þetta níutíuogeitthvað mynd?

Írskur leikstjóri? Eru þeir fleiri en Neil Jordan?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 1/3/05 15:31

Rónin er góð tilgáta, en röng.

Myndin er tiltölulega nýleg, frá 1. áratug þessarar aldar.

Það hljóta að vera til fleiri írskir leikstjórar en Neil Jordan, rétt eins og það hljóta að vera til fleiri en einn írskir tónlistarmenn aðrir en Van Morrison. ‹Dettur alls ekki í hug U2›

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Klaus Kinski 1/3/05 21:40

Ekki er þetta úr The Good Thief ?

Annars eru vissulega fleiri Írskir leikstjórar en Neil Jordan. Til dæmis Jim Sheridan sem gerði My Left Foot og In The Name Of Father.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 2/3/05 10:13

Það mun rétt vera. Þetta er hin fantagóða og grátlega gleymda Good Thief. Drullist út á vídeóleigu og leigið hana. Frábær mynd.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tinni 2/3/05 21:32

Og koma svo, Kláus!

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
B. Ewing 2/3/05 22:50

‹Fer út á videoleigu. Man ekki hvernig á að leigja spólu og labbar heim aftur›

Siglingafræðingur Baggaflugs, teningaspilahúsasmíðameistari Baggalúts. •  • Stýrimaður Fjárfestinga og Margfeldisútvíkkunar Baggalútíska Heimsveldisins •  • Tryggingaráðherra Baggalútíu. Sendiherra S-Ameríku og Páskaeyju.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Klaus Kinski 3/3/05 02:38

Já, ég gleymdi þessu næstum því....

Allaveganna, hér kemur sena!

Maður einn fer á klósettið og sest á setuna og er með heiftarlegan niðurgang. Kvenmaður er í sturtu á sama tíma í þessu sama baðherbergi og byrjar að flýja út. Allt í einu tekur hún eftir hring í hendi hans og telur hann vera að biðja sig um að giftast sér og verður einkar hamingjusöm við það. Ekki er ljóst hvort þetta hafi verið ætlun mannsins en þau enda engu að síður á því að gifta sig.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Gospabbi 3/3/05 12:36

Var þetta ekki fíflið hann Henry úr samnefndri mynd??‹›

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Klaus Kinski 3/3/05 15:45

Það er alveg hárrétt! Komdu nú með eina gíða.

        1, 2, 3 ... 49, 50, 51 ... 114, 115, 116  
» Gestapó   » Dægurmál, lágmenning og listir   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: