— GESTAPÓ —
Bíómyndaglápið
» Gestapó   » Dægurmál, lágmenning og listir
        1, 2, 3 ... 35, 36, 37 ... 48, 49, 50  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Mr. C-3PO 14/12/04 01:42

Var að horfa á mynd sem heitir svo mikið sem The Manchurian Candidate og í henni eru leikarar á borð við Denzel Washington sem að mínu mati er mjög leiðinlegur leikari og lítur alltaf út fyrir að vera að fara að gráta eins og Tiger Woods og
Renée Zellweger (vá hvað það fer í taugarnar á mér). Meryl Streep, Liev Schreiber sem er alltaf í sama hlutverki og er þessi gaur sem allir vita hver er en muna ekki hvað hann heitir (lék gaurinn sem allir héltu að væri morðingin í Scream). Svo var snillingurinn Jon Voight og skil ég ekki hvað hann er að gera við sína hæfileika. En eins og þið hafið kannski lesið úr þessu þá fannst mér ekki mikið í þessa mynd spunnið. Það bara gerðist ekki neitt henni hún var það þunn að það sást algerlega í gegnum hana og maður fataði plotið strax. Ég hef ekkert gott að segja um þessa mynd annað en það að þó ég myndi segja frá endinum og plotinu þá myndi það ekki eyðilegja neitt fyrir ykkur því þeir sem stóðu á bakvið myndina gerðu það fyrir mig. Og hana nú!!!!!

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Þarfagreinir 14/12/04 09:50

Manchurian Candidate er endurgerð samnefndrar og afar klassískrar myndar frá 1962 sem skartaði hvorki meira né minna mikilmenninu Frank Sinatra í aðalhlutverki.

Endurgerðir eru ömurlega leitt og grátlegt Hollywoodfyrirbæri sem er með öllu tilgangslaust. Pælið í því ... hvernig væri það til dæmis ef ég tæki mig til og endurskrifaði Moby Dick? Þar sem ég gerði Ishmael að umhverfisverndunarsinnuðum messagutta á nútíma hvalveiðiskipi, og Ahab að vondum veiðimanni sem étur selskópa í hádegismat?

Hmm, kannski væri þetta ekkert svo slæm hugmynd. Svo væri hægt að gera úr þessu prýðisgóða bíómynd, með Ben Affleck í hlutverki hetjunnar og Al Pacino í hlutverki vonda kallsins. Ég sé seðlabuntin í hillingum ...

Greifinn af Þarfaþingi • Fullur símamálaráðherra • Yfiryfirheyrslumeistari Rannsóknarréttar Skoffínsins • Sjálfskipaður últraséntilmaður og öðlingur
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
B. Ewing 11/1/05 23:01

Númi mælti:

Ég glápti á Butterfly Effect í gærkvöldi. Myndin er innblásin af óreiðukenningunni, sem er góðra gjalda verð sosum, en þarna er illa farið með skítsæmilega hugmynd sem gæti vakið mann til umhugsunar um lífið og tilveruna væri hún ekki svona fjandi illa framreidd.
Drasl.

Mæli með Alternate ending /Directors Cut útgáfunni á þessarri.

Butterfly Effect heillaði mig ekki í bíóinu, mér fannst eitthvað vanta og það vaar rétti endirinn sem vantaði. Hann er að mínu mati snilld.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 12/1/05 10:58

B. Ewing mælti:

Mæli með Alternate ending /Directors Cut útgáfunni á þessarri.

Butterfly Effect heillaði mig ekki í bíóinu, mér fannst eitthvað vanta og það vaar rétti endirinn sem vantaði. Hann er að mínu mati snilld.

Er sá endir fáanlegur á vídeóleigum eða verður maður að versla diskinn?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
B. Ewing 12/1/05 21:13

Skabbi skrumari mælti:

Er sá endir fáanlegur á vídeóleigum eða verður maður að versla diskinn?

Þetta var bara diskur úr norrænu búðarholunni ELKJÖP á Íslandi. Sama útgáfa væri hugsanlega fáanleg á góðum vídeóleigum sbr. Laugarásvídeó. Báðar útgáfur voru víst settar á sama diskinn.

Í Extra features (aukaefni) ætti að standa eitthvað á þessa leið.
Alteranate version eða Directors cut

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Klakinn 31/1/05 18:08

Ég sá hérna Lilja 4 ever í gær á rúv, verð að segja að maður varð frekar shockeraður eftir hana en ég vissi eiginlega ekki um hvað myndin var nákvæmlega fyrst, hafði bara heyrt að hún væri ógeðsleg en mjög spes mynd. En þetta er svona mynd sem menn ættu að sjá sem vilja sjá hinar verstu hliðar samfélags okkar í dag. Mjög góð mynd en ekki beint upplyftandi, ég varð að rífa mig upp og horfa á einhverja góða gamanmynd næst. En síðan fór ég að hugsa og man eftir að þeir þarna á rúv voru með aðra svona cold reality mynd um daginn en hún hét Requime for a dream og kannast kannski margir við hana en hún er einnig svona shockerandi og sýnir okkur aðra vonda hlið á okkar samfélagi. Spurning hvort rúv sé að reyna skila einhverju ákveðnu til okkar þessa dagana. En allavega þá vildi ég bara vekja athygli á þessari mynd, Lilja for ever, hún fer safnið með þeim áhrifagjörnu myndum sem ég hef séð.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Þarfagreinir 31/1/05 18:22

Liljan var alveg hreint mögnuð mynd. Ótrúlega sorgleg og óhugnaleg og vakti mann sannarlega til umhugsunar um ömurleikann sem fyrirfinnst í mannlegu samfélagi.

Satt best að segja grét ég næstum því yfir þessu öllu saman, svo mikið fékk þetta á mig. En þessi mynd er samt skylduáhorf.

Greifinn af Þarfaþingi • Fullur símamálaráðherra • Yfiryfirheyrslumeistari Rannsóknarréttar Skoffínsins • Sjálfskipaður últraséntilmaður og öðlingur
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tina St.Sebastian 31/1/05 18:26

Eins og allar myndirnar hans Lúkasar.

- Passív-aggressívur erkióvinur ritstjórnarmeðlima hverra nöfn hefjast á 'E' - •  Verndari alls karlkyns- Biskup yfir westurhluta Íslands- Umsjónarmaður, hönnuður, verktaki og æðsta yfirvald í málefnum Torgs Hinnar Heilögu Ritstjórnar-
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Þarfagreinir 31/1/05 18:27

Mikið rétt, mikið rétt. Og hér erum við ekki að tala um útlitslega fyrirmynd mína.

Greifinn af Þarfaþingi • Fullur símamálaráðherra • Yfiryfirheyrslumeistari Rannsóknarréttar Skoffínsins • Sjálfskipaður últraséntilmaður og öðlingur
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
St. Plastik 31/1/05 20:36

Ég hef aldrei komið mér til þess að horfa á Lilja-4-Ever. Mér finnst hún eitthvað svo vafasöm og döpur. En ég hef samt átt hana á tölvunni frekar lengi.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Þarfagreinir 31/1/05 22:32

Settu hana bara í gang. Þú getur hætt að horfa ef þér finnst þetta of ömurlegt. Mæli samt með að þú horfir á þetta allt. Bara ekki gera það ef þú ert niðurdreginn fyrir.

Greifinn af Þarfaþingi • Fullur símamálaráðherra • Yfiryfirheyrslumeistari Rannsóknarréttar Skoffínsins • Sjálfskipaður últraséntilmaður og öðlingur
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tina St.Sebastian 31/1/05 23:41

‹Bíður spennt eftir 'Ett hål i mitt hjärta'›

- Passív-aggressívur erkióvinur ritstjórnarmeðlima hverra nöfn hefjast á 'E' - •  Verndari alls karlkyns- Biskup yfir westurhluta Íslands- Umsjónarmaður, hönnuður, verktaki og æðsta yfirvald í málefnum Torgs Hinnar Heilögu Ritstjórnar-
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Klakinn 1/2/05 00:52

Já, ég verð að taka undir það að þessi mynd er ekki fyrir fólk sem er niðurdregið fyrirfram.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Blíða 1/2/05 12:27

Úff, ég sá Lilju líka, tárin byrjuðu að streyma um miðja mynd og stoppuðu bara ekki. Þessi mynd togar í alla strengi sem eru til í manni, ætti að vera skylduáhorf.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hilmar Harðjaxl 1/2/05 12:37

Sá Oldboy um helgina. Ég hef ekki komið svona sáttúr út úr bíói í háa herrans tíð.

Það er ekkert sem getur ekki stöðvað mig!
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst

Hvaðahvaða! ég get ekkert á horft! Ég er beinlýnis ónýt sem áhorfandi á meðan ég bíð eftir Tim Burton myndunum tveimur sem eiga að koma út í ár, og hana nú!

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst

Hilmar Harðjaxl mælti:

Sá Oldboy um helgina. Ég hef ekki komið svona sáttúr út úr bíói í háa herrans tíð.

Ég leigði hana um daginn, en komst að því, mér til mikilla vonbrigða, að annaðhvort var tölvan sem ég ætlaði að horfa á hana eitthvað herpt gagnvart fjölsvæðadiskinum, eða þá var diskurinn beinlínis ónýtur. Þetta er samt mynd sem ég mun sjá, hvort sem það verður fyrr eða síðar!

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
B. Ewing 5/2/05 01:26

Leit yfir endurgerð myndarinnar The Italian Job nýlega. Gott að vita að sumir Hollywoodframleiðendur geta borið smá virðingu fyrir frummyndinni og sett hana upp ágætlega samsettan nútímabúning.

        1, 2, 3 ... 35, 36, 37 ... 48, 49, 50  
» Gestapó   » Dægurmál, lágmenning og listir   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: