— GESTAPÓ —
Orðaþröngvun
» Gestapó   » Kveðist á
        1, 2, 3 ... 13, 14, 15 ... 23, 24, 25  
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Eyminginn 27/12/04 13:54

Fuglinn skrækti,
í eldstóna hrækti,
kötturinn æpti,
málmaði og flækti,
löppina í dollu,
með sjálfdauðri rollu.

áramót - Séra Jón - stígvél - hjól.

 • LOKAР•  Senda skilaboð
krummo 28/12/04 13:23

Séra Jón er sóma kall
sífelt er á hjóli.
í stigvélum datt í dall
drullugur varð þá njóli


Næst,., Katla., vetur ,. gos´,.þruma,

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
voff 28/12/04 17:00

Skelfileg er skepnan Katla
Skenkir gos til steggj´ og guma.
Svaf hjá mér en svo hjá Atla.
Svanninn er jú vetrarþruma

Næst: Richter, kvarði, Tsunami, misgengi

Throughout your life advance daily, becoming more skillful than yesterday, more skillful than today. This is never-ending.
 • LOKAР•  Senda skilaboð
krummo 28/12/04 22:14

Herra Ricter er rauna stór
reirður við kvarða lengi.
Tsunami er katta klór
kannast þú við misgengi.

Næst ´,. Bull ,,þusa,, kátur.,gustur.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Sjöleitið 2/1/05 13:29

Binda vil ég bull í orð
bragargusti af kátur.
Læsa þus í lyklaborð
og leysa vísnagátur.

moð, skjáta, mórauð, hakk

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 2/1/05 20:40

Oftast moðhaus hefur
heila sem skjáta mórauð
Hakkið görótt gefur
gáfur á við sauð

Gestur, lútur, menning, sálmur

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
GESTUR
 • LOKAР• 
Afbæjarmaður 3/1/05 12:50

Gestur yrkir ljóð á Lút,
lofar vísnamenningu,
umlar sálmaörðubút
um heilaga þrenningu.

GESTUR
 • LOKAР• 
Afbæjarmaður 3/1/05 12:51

Næstu orð eru:
Afsakið, tepra, klæddur, grín.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Sjöleitið 3/1/05 13:54

Afsakið mitt aulagrín,
- upp á snúru þræddur
taugabilað teprusvín
og tötralega klæddur.

Næst: Bjóða, viður, sníða, brók

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Loki 3/1/05 14:06

Má ég bjóða manni kók
merkum hjálma-viði,
ef hann sníður ullarbrók
eftir röngu sniði??

leti-kuti-sviti-kæti

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 3/1/05 16:00

Svitinn dritar, kuta kjöt
kætist brytans feti
Bitinn hitast'á hluta flöt
hætis smitast leti

Glópur, Keipa, Sápa, Lúpa

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Sundlaugur Vatne 4/1/05 11:52

Úti á báti glópar glápa:
Gestur, Þór og Lúpa,
árar kara og keipa sápa
karlar höfði drúpa.

Næst: drengur, menn, hanga, sómi

 • LOKAР•  Senda skilaboð
krummo 4/1/05 20:59

Menn sem hanga mest á pöbbum
mökum ei sómi eins og gengur´,
kátir út af kránum löbbum
komdu til mín pabba drengur


Næst,,. Köttur, fugl,. tros,. hetta,
.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Lostahross 7/1/05 22:00

Eins og köttur sleikti kuntur
kom svo hettu á sinn stað.
Eins og fugl sá fagri puntur
fékk sér tros í matarstað.

Gæra, veikleiki, Framsóknarflokkurinn, tvísaga.

 • LOKAР•  Senda skilaboð
krummo 7/1/05 23:08

Tvísaga framsóknarflokkurinn tifar
tekur á veikleika gæru skinns Dóra´
svona er ruglið og bullið ei bifar
barátan verður um Seljadals Móra.

Næst ..Skotta,. Lalli,. Dofri,, fleki,.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Lostahross 7/1/05 23:16

Einu sinni var Skotta á reki
sigldi um sæ með Lalla sínum
Drifinn áfram var Dofra fleki
drengurinn sat og saug í sig línum.

Snjór, bjór, sjór, þjór

 • LOKAР•  Senda skilaboð
krummo 8/1/05 00:06

Bjórinn þammbar gamall þjór
þykkur leggst á jörðu snjór,
Gunnar karl er garpur stór
glaður sötrar Danskan bjór.


Næst ,.höll ., feldur ,, jötunn,. hlass,

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Barbapabbi 11/1/05 22:01

Inn í Höllu Hannes gekk
hafði böllinn jötunnvaxinn
hróp og köll úr hlassi fékk
hraut'ans mjöll við feldinn strax inn

næst: blót, súr, keppir, garnir

LOKAÐ
        1, 2, 3 ... 13, 14, 15 ... 23, 24, 25  
» Gestapó   » Kveðist á   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: