— GESTAPÓ —
Hagyrðingar allra sveita sameinist
» Gestapó   » Kveðist á
        1, 2, 3 ... 217, 218, 219 ... 455, 456, 457  
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst

Hætta að reykja, ríða meira,
reyna að safna hári,
taka lýsi, lær´að keyra,
lifa! á nýju ári.

Efað þetta allt nú tekst,
á ári þessu nýja

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Haraldur Austmann 2/1/05 18:19

Efað þetta allt nú tekst,
á ári þessu nýja.
Barasta í bæli leggst
barlóm til að flýja.

Kossar eru kannski x
knús með o-i táknað.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst

Kossar eru kannski x
knús með o-i táknað.
Yfsilon er samlíf, sex.
En zetan, mest er bákn það.

Örðugt rím er ekkert mál,
sé andinn reiðubúinn.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Haraldur Austmann 2/1/05 18:45

Örðugt rím er ekkert mál,
sé andinn reiðubúinn.
Aldrei verður öflug sál,
öfug niður snúin.

Ekki var það ætlun mín,
örðugleikum valda.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst

Ekki var það ætlun mín,
örðugleikum valda.
Það er oftast góðlátt grín,
er gríp ég hæðni kalda.

Skemmtilegt er skraf við þig,
skráð í formi ljóða.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 2/1/05 21:10

Skemmtilegt er skraf við þig,
skráð í formi ljóða.
Veit þú eigi meintir mig
má ég þó hér hljóða

Ávallt hér er griðar grund
og gleðilegir tímar

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Heiðglyrnir 2/1/05 21:39

Ávallt hér er griðar grund
og gleðilegir tímar
þó að maður bregði blund
bara ef það rímar

Hvað hann kyrjaði og kvað
komdu nú með botninn

Sir Heiðglyrnir Hinn Hugdjarfi, Riddaramennska er lífsstíll.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Mjási 3/1/05 02:41

Hvað hann kyrjaði og kvað
komdu nú með botninn.
Bljúgur þess nú bið ég að
bullukjaftur rotn'þinn.

Innilegar áramótakveðjur
öllum sendir Mjási hér og nú

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 3/1/05 09:14

Innilegar áramótakveðjur
öllum sendir Mjási hér og nú
Kveðskap hendi fram og leirsins leðjur
ljúfar sendi kveðju, Mjás'og frú

Erfitt reyndist upprisið
eftir næturskemmtun

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Sundlaugur Vatne 3/1/05 14:30

Erfitt reyndist upprisið
eftir næturskemmtun
skar og lauf ég er, visið,
engin varð mín menntun.

Þetta var ei beysinn botn
bragarsmíði aum.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst

Þetta var ei beysinn botn
bragarsmíði aum.
En í svefni oft ég blotn-
a, við ljúfan draum.

Þannig er nú þetta líf.
Það er stundum vesen.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Lopi 3/1/05 15:00

Þannig er nú þetta líf.
Það er stundum vesen.
það er ekkert, þín lund híf.
þú heitir ey Johnsen.

Nú er hláka, helvíti sleipt
hendist ég á hausinn

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Loki 3/1/05 15:02

Þannig er nú þetta líf.
Það er stundum vesen.
En beint frá amstri burt ég svíf
ef Biflían er lesen....

Lífið það er stanslaust streð,
stjórnlaust þar ég ráfa

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Sundlaugur Vatne 3/1/05 15:38

Lífið það er stanslaust streð,
stjórnlaust þar ég ráfa
Inní vísur orðum treð
á íslenskunni káfa.

Enginn mennskur maður kann
mér að létta róður.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 3/1/05 15:42

Nú er hláka, helvíti sleipt
hendist ég á hausinn
lappir hefur hálkan sveipt
og hundblautur er dausinn*

Var með iljar uppí loft
um þá fór að hugsa

* daus er hér í merkingunni rass

Athuga, fylgja þræðinum strákar... eða stökk Sundlaugur yfir fyrripartinn vegna ofstuðlunar?

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Sundlaugur Vatne 3/1/05 16:33

Skabbi skrumari mælti:

Nú er hláka, helvíti sleipt
hendist ég á hausinn
lappir hefur hálkan sveipt
og hundblautur er dausinn*

Var með iljar uppí loft
um þá fór að hugsa

* daus er hér í merkingunni rass

Athuga, fylgja þræðinum strákar... eða stökk Sundlaugur yfir fyrripartinn vegna ofstuðlunar?

Nei það var hrynjandin sem truflaði mig meira

Var með iljar uppí loft
um þá fór að hugsa:
Það mun vera alltof oft
að ég minni á uxa.

Ligg ég rekkju lasinn í
lemstaður með strengi.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 3/1/05 16:38

Þá botna ég þig Sundlaugur...

Enginn mennskur maður kann
mér að létta róður.
Þægilegt ljóð þér frá rann
þú ert ávallt góður

Ef að stekkur yfir leir
ástæðu má geta

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Sundlaugur Vatne 3/1/05 16:41

‹Stekkur hæð sína›

Ef að stekkur yfir leir
ástæðu má geta
Alltof margir eru þeir
sem einskis kvæðin meta.

Endurtek:

Ligg ég rekkju lasinn í
lemstaður með strengi.

LOKAÐ
        1, 2, 3 ... 217, 218, 219 ... 455, 456, 457  
» Gestapó   » Kveðist á   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: