— GESTAPÓ —
Hringhendusmiðir allra landa sameinizt
» Gestapó   » Kveðist á
        1, 2, 3 ... 5, 6, 7 ... 37, 38, 39  
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Sundlaugur Vatne 3/1/05 14:46

Fór að stríða Frónbúinn
fannst það prýði mikil,
viltu skríða, vinur minn,
og velta gríðarhnykil.

Ofsakátur er ég nú
alveg mátulegur

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Loki 3/1/05 14:57

Ofsakátur er ég nú
alveg mátulegur,
borða slátur, barna frú,
beinn er skáta vegur.

Ef ég fer á fyllerí
feyknin gerast skrítin.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Sundlaugur Vatne 3/1/05 15:00

‹Hrökklast aftur á bak og hrasar við›
Of seinn!

Ógilding er absólút,
ei var hringhent kveðið
puttalingur labbar út
léttist þyngra geðið.

Ofsakátur er ég nú
alveg mátulegur

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Sundlaugur Vatne 3/1/05 15:30

Hana nú!

Ef ég fer á fyllerí
feyknin gerast skrítin
Kem ég mér í kelerí.
Kona vert'ei ýtin!

Daginn lengir dimma flýr
dregur enginn ýsur.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 3/1/05 15:49

þá botna ég bara báða til að leiðrétta og svo sjáum við til:

Ofsakátur er ég nú
alveg mátulegur
Bak við sátu situr kú
sýtir hnátu tregur

Daginn lengir dimma flýr
dregur enginn ýsur.
Mig nú svengir mæta kýr
mjólka lengi skvísur

Undir rós ég yrki þá
enda brósadóni

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst

Undir rós ég yrki þá
enda brósadóni
Inni hrósið á ég smá
hjá ungri drós á Fróni.

Sjáum til hvað verða vill.
Vel á spilum höldum.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Loki 3/1/05 17:12

Sjáum til hvað verða vill.
Vel á spilum höldum.
Brúum gilin ærið ill,
aldrei bilun völdum.

Lífs á stigu stinga þorn,
stórar sliga byrðar.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Sundlaugur Vatne 4/1/05 17:16

Lífs á stigu stinga þorn,
stórar sliga byrðar.
Vænni migu veittu á korn
vættu sig svo firðar. (firðar: menn)

Nú skal drekka, drengur minn
dettu ekki úr sæti.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Loki 4/1/05 18:05

Nú skal drekka, drengur minn
dettu ekki úr sæti.
Undir sekkur ólundinn.
Upp á dekk! mín kæti.

( ólundi= fugl leiðans)

Ef ég gæti gælt þig við
görótt vætan svinna

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Enter 4/1/05 18:06

Nú skal drekka, drengur minn
dettu ekki úr sæti
þó skjálfog skekkist dallurinn
og skýin dekkið væti

Ef ég gæti gælt þig við
görótt vætan svinna
Við ekki sætum hlið við hlið
í hlé'að þræt'um Tinna

matarsódog maltextrakt
í Minnesota sjaldan fæst

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst

matarsódog maltextrakt
í Minnesota sjaldan fæst
lagleg snót í snjáðri dragt
snöktir, blótar: "hvað er næst?
- Fordinn, Skódinn, skatan kæst?!" -
skrækir, hótar, frekar æst...
..."vegna kvót´í flugsins frakt
fæst ei dótið, hliðið læst."

Ein er báran aldrei stök,
aldrei klárast vandinn

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Sundlaugur Vatne 5/1/05 16:45

Ein er báran aldrei stök,
aldrei klárast vandinn
frostið sára fyllir vök
fjúkið gárar sandinn.

Frost er úti færðin spillt
fara í mútur drengir

 • LOKAР•  Senda skilaboð
Smali 6/1/05 14:11

Frost er úti færðin spillt
fara í mútur drengir
augun þrútin, æðin gyllt,
ær í hrúta lengir.

Helgi góða hyllir í
handan móðu nætur

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Sundlaugur Vatne 6/1/05 15:43

Helgi góða hyllir í
handan móðu nætur
Fer á sóðafyllerí
frú mín góða grætur.

Förum út um víðan völl,
vaskir lúta baggar.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Barbapabbi 7/1/05 01:17

Förum út um víðan völl,
vaskir lúta baggar.
ljóðakútinn keyrum snjöll
kvæðagrút það haggar.

Barr af trjánum falla fer
finn á tánum nálar

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 7/1/05 12:09

Barr af trjánum falla fer
finn á tánum nálar
Völvu kjánum kreistir gler
kúlu spánum strjálar

Norður hjara hjátrúin
heimskir svara blindir

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
voff 7/1/05 13:21

Norður hjara hjátrúin
heimskir svara blindir
Enn er skarinn ólúinn.
Allir star´ á myndir.

Mogginn velur milli greina.
Margur dvelur lestur við.

Throughout your life advance daily, becoming more skillful than yesterday, more skillful than today. This is never-ending.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Fíflagangur 7/1/05 13:25

Norður hjara hjátrúin
heimskir svara blindir
Skabba Mara margbúin
menn að snar'í syndir

Mogginn velur milli greina.
Margur dvelur lestur við
Bónus selur Baugi eina
búð, og velur skattasnið

Margir draumar drengjanna
draga taum af losta

LOKAÐ
        1, 2, 3 ... 5, 6, 7 ... 37, 38, 39  
» Gestapó   » Kveðist á   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: