— GESTAPÓ —
Hagyrðingar allra sveita sameinist
» Gestapó   » Kveðist á
        1, 2, 3 ... 212, 213, 214 ... 455, 456, 457  
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Lopi 20/12/04 00:56

Yfirmáta erfið þraut
út úr rúm að skríða
Enda kóbalt- yfirflaut
-eitur drukkinn blíða

Kölnarvatnið kætir oss
karlana á Lúti

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Barbapabbi 20/12/04 02:26

Kölnarvatnið kætir oss
karlana á Lúti,
kastist inn um kjaftinn foss
kaldur beint úr stúti.

Sæta góða svalalind
sendu þorstann héðan

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 20/12/04 09:53

Sæta góða svalalind
sendu þorstann héðan
Aftur vættu visna þind
vökva búkinn téðan

Á mánudegi mikil kvöl
mæða, þreyta, drungi

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
voff 20/12/04 10:47

Á mánudegi mikil kvöl
mæða, þreyta, drungi.
Kemst ég brátt á vonarvöl
vinurinn minn ungi.

Krónur margar kosta jólin.
Ketið ekki gefins.

Throughout your life advance daily, becoming more skillful than yesterday, more skillful than today. This is never-ending.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 20/12/04 11:10

Krónur margar kosta jólin.
Ketið ekki gefins.
Munda gjarnan matartólin
matast sjaldan efins

Einhvernveginn allt reddast
svo ergelsi í febrúar

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Sjöleitið 20/12/04 14:50

Einhvernveginn allt reddast
svo ergelsi í febrúar
eftir skulda og kuldakast
krafta öðlast frónbúar.

Sé ég út við sjónarrönd
sæludaga marga

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 20/12/04 14:56

Sé ég út við sjónarrönd
sæludaga marga
Rísa vorsins ráðalönd
rekur burtu karga

Bjartir dagar birtast þá
blíð mun sólin heilla

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Sundlaugur Vatne 20/12/04 15:17

Bjartir dagar birtast þá
blíð mun sólin heilla.
Kossinn hennar kæta má
kotbændur og börnin smá.

Þetta heitir víst stikluvik

Æra Tobba enn má sjá,
einnig þessum síðum á.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 20/12/04 16:06

Æra Tobba enn má sjá,
einnig þessum síðum á.
Vill hann Tinni Tobba fá
traustur vinur hundur sá

Öskrar "billjón brotsjóir"
bálreiður kafteinninn

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Sundlaugur Vatne 21/12/04 12:22

Öskrar "billjón brotsjóir"
bálreiður kafteinninn
Þótt sjóðum eyðir og sóir
Ei komdu of seinn inn.

‹Dæsir mæðulega og lítur út um gluggann›

Líst mér ekki ljóðin á
sem lít ég yfir hér.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Barbapabbi 21/12/04 14:12

Líst mér ekki ljóðin á
sem lít ég yfir hér.
Finnst sem andans fleyið þá
fari upp á sker.

Enn þá flýt en ekki sekk
áfram ræ á miðin

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Haraldur Austmann 21/12/04 14:19

Enn þá flýt en ekki sekk
áfram ræ á miðin.
Æði veikur upp á dekk
óðum tæmi kviðinn.

Múkkans græðgi mögnuð er
matinn í sig rífur.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 21/12/04 14:34

Múkkans græðgi mögnuð er
matinn í sig rífur.
Lýsisbragð og lifraber
ljúfar svilaskífur

Gotuna og gormaga
gleypir hann að bragði

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Sundlaugur Vatne 21/12/04 14:45

Gotuna og gormaga
gleypir hann að bragði
Grautarspón og grashaga
að goggi einnig lagði.

Vott er úti vinur minn
verður allt að svaði

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 21/12/04 14:55

Vott er úti vinur minn
verður allt að svaði
Veðrið það því vætir skinn
og virkar sem í baði

Oft hér vetur vætir spor
veður guðir leika

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Sundlaugur Vatne 21/12/04 15:22

Oft hér vetur vætir spor
veðurguðir leika
Öll varð jörð að einni for
Ei má bíla teika.

Sendi út um allan heim
áramótakveðjur

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Nafni 21/12/04 22:23

Sendi út um allan heim
áramótakveðjur
Einna helst þó bara þeim
er þorað bera sveðjur

Ekki er'ann Tími til
töf á vegi manna

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
hundinginn 21/12/04 22:28

Ekki er'ann Tími til
töf á vegi manna
Hundinginn er hjer um bil
Herlegaheit að banna

Hvað skal gefa hver er mjer
hvunndagshetjan sanna

LOKAÐ
        1, 2, 3 ... 212, 213, 214 ... 455, 456, 457  
» Gestapó   » Kveðist á   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: