— GESTAPÓ —
Hvað er í sjónvarpinu?
» Gestapó   » Lygilega vinsælir leikir
        1, 2, 3 ... 11, 12, 13 ... 47, 48, 49  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hildisþorsti 4/12/04 03:45

Stelpið mælti:

Delicatessen, sú frábæra mynd.

Snilld

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Ægir Kvareran 7/12/04 03:20

Mission Impossible II

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hildisþorsti 7/12/04 03:27

Ólafur Ragnar Grímsson að senda fjölmiðlafrumvarpið í dóm þjóðarinnar.
(Hvað varð um framfylgingu laganna?)

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 7/12/04 12:08

Sá hlutaf af Mr. Billion með Terence Hill í imbanum um daginn. Hún var skemmtileg.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Ívar Sívertsen 7/12/04 13:55

Ég... alla vega speglast ég í sjónvarpinu

Ráðherra drykkjarmála, spillingarmála, ummála og löggiltur oftúlkur, kantor í hverri einustu andskotans messu sem haldin er og spangólari ríkisins. Forseti skásambandsins.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tinni 8/12/04 22:16

Ívar Sívertsen mælti:

Ég... alla vega speglast ég í sjónvarpinu

Ertu að vitna í Fleksnes, Ívar?

Ég vil annars rétt minna á merkilega heimildamynd á RUV á eftir um einkaritara Hitlers sem nú lifir í hárri elli á níræðsaldri og rauf þögnina í myndinni um samskipti sín við Foringjann eftir heil 50 ár. Ég tékkaði á henni á imdb og þar fær hún heila 7.3 í einkunn og mér skilst að myndin hafi fengið einhver verðlaun. Greinlega feitur biti fyrir söguböff og ég hlakka til að sjá þetta...

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Nornin 8/12/04 22:42

L-word

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Þarfagreinir 8/12/04 22:47

Nornin mælti:

L-word

Plebbi ... ‹Ullar›

Ég er að fara að horfa á heimildamyndina sem Tinni minnist á hér fyrir ofan. Þú ættir að gera það líka til að vera menningarleg.

Greifinn af Þarfaþingi • Fullur símamálaráðherra • Yfiryfirheyrslumeistari Rannsóknarréttar Skoffínsins • Sjálfskipaður últraséntilmaður og öðlingur
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Stelpið 9/12/04 00:43

Ég byrjaði að horfa á þessa mynd og fannt hún ágæt en svo sofnaði kærastinn minn í sófanum og hraut svo hátt að ég stóð bara upp og fór í tölvuna.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tinni 9/12/04 01:16

Ég veit það ekki. Maður er bara gjörsamlega dofin eftir þennan viðtalsþátt við einkaritara Hitlers. Til að byrja með var maður svona nett fúll yfir að þetta væri ekki svona dæmigerð söguleg heimildamynd með "stock footage" myndefni eða leiknum atriðum á báða bóga.

Nei, svo var nú aldeilis ekki. Í 90 mínútur voru sýnd nær óklipptir hlutar úr nokkrum myndbandsupptökum af aldraðri konu á heimili sínu að segja frá persónulegum kynnum sínum af foringja Þriðja ríkisins og skósveinum hans. Allan tímann var myndavélin staðsett á sama stað og eingöngu byggt á munnlegri frásögn líkt og í útvarpsþætti.

Hið merkilega er að sýningartíminn leið eiginlega bara eins 20-30 mínútur. Svona er þetta þegar einlæg og refjalaus frásagnargleðin nær að fanga mann upp úr öllu valdi, enda söghetjurnar velþekktar úr öfgafullri sögu 20. aldarinnar og maður bara einhvernveginn náði myndskreyta frásögnina í huganum. Myndin náði þó hvað mestu flugi þegar konan skýrði frá aumkunarverðum svanasöng þúsund ára ríkisins í margfrægu neðanjarðarbyrgi í Berlín og eins og ég segi, maður sat bara dofinn yfir þessu öllu saman...

Fyrir þá sem misstu af þessari merkilegu mynd þá má geta þess að hún verður endursýnd á sunnudaginn kemur.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Rasspabbi 9/12/04 01:47

‹Blótar herfilega og rífur hár sitt yfir því að hafa misst af þættinum›

Rasspabbi - Atvinnulaus fyllibytta - Sæmdur heiðursorðu bagglútíska heimsveldisins af Hakuchi - Bruggari í tómstundum
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
plebbin 9/12/04 02:29

Skjáleikurinn

‹rifnar úr spennu›

"Þið eruð öll kúkalabbar" - Halldór Laxnes
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Nafni 9/12/04 09:35

Veit ekki.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 9/12/04 12:27

Sá hluta af heimildarmyndinni. Hún var athyglisverð. Mér sýndist hún hafa nokkuð horn í síðu Evu Braun. Kannski var hún skotin í Hitler og vildi vera hjákona hans.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Haraldur Austmann 9/12/04 12:28

Ég er ekki sáttur við þessa áráttu að gera Hitler mannlegan.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 9/12/04 12:30

Mér finnst það ágæt viðleitni að gera Hitler 'mannlegan' svo framarlega að það undirstriki hvernig illskan geti blossað upp á svona hátt í hverjum sem er. Við getum verið alger skrýmsli vissum kringumstæðum. Það er slæmt að horfast í augu við það, en hollt að hafa það bak við eyrað, það gæti aukið viðnám gegn því að breytast í skrýmsli ef slíkar aðstæður koma upp.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Nafni 9/12/04 12:37

Það býr lítill Hitler í okkur öllum eða hvað?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 9/12/04 12:39

Gæti verið.

        1, 2, 3 ... 11, 12, 13 ... 47, 48, 49  
» Gestapó   » Lygilega vinsælir leikir   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: