— GESTAPÓ —
Hagyrðingar allra sveita sameinist
» Gestapó   » Kveðist á
        1, 2, 3 ... 153, 154, 155 ... 455, 456, 457  
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Haraldur Austmann 16/10/04 01:00

Þrælsóttinn hjá Framsókn finn
fnykur sá er sterkur.
Kristins eru stálin stinn
stundum fylgir verkur.

Flokkurinn er fúasprek
fýkur bráðum niður.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 16/10/04 01:03

Flokkurinn er fúasprek
fýkur bráðum niður.
Ótrúlegt er þrælsins þrek
því er ver og miður

Fúlnar þó í forarpytt
fagna ég þá ákaft

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Íslendingur 16/10/04 01:57

Fúlnar þó í forarpytt
fagna ég þá ákaft
Líta má þá lítinn titt
lepja þaðan óspart

Gamall bergið grefur í,
gullið skal hann finna.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Vímus 16/10/04 01:57

Fúlnar þó í forarpytt
fagna ég því ákaft
þrælarnir í sætið sitt
settu auman drulluraft

helgardrykkjan hafin er
hjá vönum mönnum

Íslendingur gengur fyrir

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Mjási 16/10/04 13:15

Helgardrykkjan hafin er
hjá vönum mönnum.
Út'á krá þeir una sér
með öl í könnum.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 16/10/04 13:18

Gamall bergið grefur í,
gullið skal hann finna.
Hokinn sprengir hefur því
haldið uppá minna

Kristalla og kóbalt æð
kætist við þann fundinn

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 16/10/04 13:32

Kristalla og kóbalt æð
kætist við þann fundinn
Nú Esjan kallast Kóbalthæð
kát er núna lundin

Gull og græna skóga nú
getum bráðum keypt oss

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 16/10/04 13:37

Gull og græna skóga nú
getum bráðum keypt oss
Ærnar þrjár og eina kú
einnig gamalt stóðhross

Ríkur maður ráfa ég
rænulaus af drykkju

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Mjási 16/10/04 15:01

Ríkur maður ráfa ég
rænulaus af drykkju.
Sæðis dreytil set í leg
á sóðalegri bikkju.

Haustliti við himin ber
hér á norðurlandi

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 16/10/04 15:11

Haustliti við himin ber
hér á norðurlandi
Sólin skín og allt hér er
í æðisfínu standi

Rauðbirkin og roðagul
rísa tré í fjarska

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Mjási 16/10/04 15:39

Rauðbirkin og roðagul
rísa tré í fjarska.
Þau mun nísta nepjukul
og norðanhríðin karska.

Haustlitum mér hrillir við
hönd þeir minn'á dauðans

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Íslendingur 16/10/04 15:46

Rauðbirkin og roðagul
rísa tré í fjarska
Brátt munu björgin verða kul
barrið verður aska

Hrímhvít fönnin heldur inn
himinn fer að grána

og Mjási hefur orðið...

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Íslendingur 16/10/04 15:52

Haustlitum mér hrillir við
hönd þeir minn'á dauðans
Ljárinn honum leggur lið
lífið verður án hans

Hrímhvít fönnin heldur inn
himinn fer að grána

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 16/10/04 15:52

Haustlitum mér hrillir við
hönd þeir minn'á dauðans
Fegurðin af fornum sið
finnur liti rauðans

Eftir vetur lifnar ljós
lífið heldur áfram

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 16/10/04 15:54

Hrímhvít fönnin heldur inn
himinn fer að grána
Skreppur hiti skelfur kinn
og skinnið fer að blána

Eftir vetur lifnar ljós
lífið heldur áfram

 • LOKAР•  Senda skilaboð
Tobbi heimalningur 16/10/04 20:07

Eftir vetur lifnar ljós
lífið heldur áfram
Vorið kemur vaknar rós
veturs losar hramm

Aftur haustar halda menn
hringrás lífs ei kveður

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 16/10/04 21:01

Aftur haustar halda menn
hringrás lífs ei kveður
Mun ég kveðja sumar senn
sæl nú ellin gleður

Er ég núna öldungur
enda forn og þrútinn

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Coca Cola 17/10/04 00:08

Er ég núna öldungur
enda forn og þrútinn
Skabbi,okkar skriffinnur
skreytir Baggalútinn

Líflegt er að leggja upp,
lítil djók.

LOKAÐ
        1, 2, 3 ... 153, 154, 155 ... 455, 456, 457  
» Gestapó   » Kveðist á   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: