— GESTAPÓ —
Vísa dagsins
» Gestapó   » Kveðist á
        1, 2, 3 ... 35, 36, 37
GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Bullustrokkur 19/11/22 12:58

Á klósettinu oft ég yrki
og eftir kassans voldugt sturt
eg sendinetin vona að virki
svo vel hver afurð sendist burt.

GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Bullustrokkur 17/1/23 22:14

Heillaósk á heiðursdegi
hinum vitra Davíð sendi.
Lengi óska að lifa megi.
Á leiðir færar áfram bendi.

GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Bullustrokkur 7/3/23 14:48

28-04-2016 birti ég vísu eftir mig á Baggalúti sem hljóðaði svona:
Bær er einn án víls og vols
Vona' eg til hans slefandi..
Langar mig til Lindarhvols.
Lífið þar er gefandi.

Nýlega spurði hnýsinn snápur mig um tengzl mín við Lindarhvol. Kvað ég þá þessa vísu.

Vart eg spurnir þínar þoli,
þó skal eg þér gefa svar:
Lifði' eg flott á Lindarhvoli.
Lukkupottinn hreppti' eg þar.

GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Bullustrokkur 11/7/23 13:59

Ef vatnið fer að frjósa
frýs.
Ef gígur fer að gjósa
gýs.

GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Bullustrokkur 11/8/23 23:14

Biskupinn hann blessa ég
og bið ég fyrir prestum þeim er trúa.
Þeir ganga allir guð vors veg.
Frá glapstigum þeir vilja mönnum snúa.

GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Bullustrokkur 8/9/23 10:32

Stjórnmálasnillingurinn Bjarni Benediktsson varpaði fram eftirfarandi fyrriparti í Morgunblaðinu 7. september 2023:

"Villist ekki inn í skóg
ófjármagnaðra hugmynda."

Ég leyfði mér að botna þetta svona:

Sé eigið fé þitt ekki nóg
aldrei lát það samt dug binda.

Flestir sjá að þetta er ekki góður botn, þó fyrriparturinn sé algjör snilld. Ég vona að hann örvi aðra til að botna t.d. stjórnmálamenn.
Dagur B. Eggertsson ætti að spreyta sig og gaman væri heyra hvernig Katrín Jakobsdótir botnaði þennan fyrri part Bjarna. Botn Þórhildar Sunnu yrði eflaust skemmtilegur líka botn Tómasar Tómassonar o.fl.

GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Bullustrokkur 19/9/23 13:30

Notkun fólks á næturgögnum
núna þykir vera úr móð,
því klósettunum fínum fögnum
framför sú hún hæfir Islands þjóð.

Höfundur er fyrrverandi kamarhreinsari og klósett umsjónarmaður.

        1, 2, 3 ... 35, 36, 37
» Gestapó   » Kveðist á   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: