— GESTAPÓ —
Hringhenduþráður
» Gestapó   » Kveðist á
        1, 2, 3 ... , 35, 36, 37  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Bakaradrengur 15/9/22 23:41

Margar keilur komu að landi.
Kátur seila ég nú þær.
Étum heila, og bokku af blandi
best má deila, vinur kær.

Yfirtíðin oft mig hrellir,
ólmur bíð þess fríið hefjist.

Hver hefur svo sem ekki ruglast á teskeið og kílói?
GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Bullustrokkur 17/9/22 17:13

Yfirtíðin oft mig hrellir
Ólmur bíð þess fríð hefjist.
Einhver níði á mig hellir
ætlar síðan bóta að krefjast.

Kveiki lampa ljósið á
læt svo stamp á borðið.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Bakaradrengur 18/9/22 21:54

Kveiki lampa ljósi á
læt svo stamp á borðið.
Þú mátt hampa honum þá
hér sést glampa á orðið.

Brosið þýða bætir geð
sem barnið fríða gefur.

Hver hefur svo sem ekki ruglast á teskeið og kílói?
GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Bullustrokkur 19/9/22 18:51

Brosið þýða bætir geð,
sem barnið fríða gefur.
Það á skíðum skrönglast með.
Skúfinn síða hefur.

Nefndur glappi og grey þú varst
af glæstum kappa spökum.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Bakaradrengur 21/9/22 20:23

Nefndur glappi og grey þú varst
af glæstum kappa spökum.
Til mín á vappi í búð mér barst
eitt brot af tappans rökum.

Ef þú markið aðeins sérð
er í harkið þýtur.

Hver hefur svo sem ekki ruglast á teskeið og kílói?
GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Bullustrokkur 23/9/22 20:10

Ef þú markið aðeins sérð
er í harkið þýtur.
og olígarka ef þú berð
Öruggt spark þú hlýtur.

Ekki nenni oftast nær
eg við menn að deila.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Bakaradrengur 25/9/22 00:03

Ekki nenni oftast nær
eg við menn að deila.
Það ég kenni elli ær
sem í er brennd mín veila.

Ferðalagið fyrir bý
fór er slagið henti.

Hver hefur svo sem ekki ruglast á teskeið og kílói?
GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Bullustrokkur 26/9/22 12:36

Ferðalagið fyrir bý
fór er slagið henti.
Var ég sagið settur í.
Í saur og þvagi leið mitt frí.

Kristals sápan kom sér vel
er kringum skápa þvoði ég.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Bakaradrengur 27/9/22 22:31

Kristals sápan kom sér vel
er kringum skápa þvoði ég.
Ef menn hér rápa, fólum fel
að flysja snápa og kasta á veg.

Bjöllusauðir súpa á
Svartadauða tærum.

Hver hefur svo sem ekki ruglast á teskeið og kílói?
GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Bullustrokkur 29/9/22 00:07

Bjöllusauðir súpa á
Svartadauða tærum.
Vín í nauðum viljum fá.
Vímu snauðum færum.

Hættum stríði höldum frið
Hagur lýða þá mun skána.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 30/9/22 16:25

Hættum stríði höldum frið
Hagur lýða þá mun skána.
Ár og síð ég um það bið,
það eftir bíður samþykkt kjána.

Umferð þétt hér öllu lokar,
engum fletta blöðum þarf.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Bullustrokkur 1/10/22 19:09

Umferð þétt hér öllu lokar
engum fletta blöðum þarf.
Ef upp við stétt þú aðeins dokar
og andar létt þá hverfur garf.

Varstu að svalla vinur kær?
Viltur lalla heim til þín?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Bakaradrengur 6/10/22 00:12

Varstu að svalla vinur kær?
Viltur lalla heim til þín?
Á mig hallar, eyður sær,
er ég bralla fyrir grín.

Ég vil fara fram með sjó
og finna þarablöðin.

Hver hefur svo sem ekki ruglast á teskeið og kílói?
GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Bullustrokkur 10/10/22 19:23

Ég vil fara fram með sjó
og finna þarablöðin
Fyrrum þar eg þangið hjó.
og þeytti í kjaramjöðinn.

Matarþara mér þú bauðst.
Mikil kjarabót það var.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Bakaradrengur 19/10/22 22:17

Matarþara mér þú bauðst.
Mikil kjarabót það var.
Oní skarann allan sauðst
af öðru bar hann sem var þar.

Dömufrí nú dansa skal
þá dama á ný mun birtast.

Hver hefur svo sem ekki ruglast á teskeið og kílói?
GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Bullustrokkur 21/10/22 17:55

Dömufrí nú dansa skal
þá dama ný mun birtast.
Mun þá pían hafna hal.
Hann af því mun fyrtast.

Eitthvað áttir ósagt þú,
sem ekki máttir segja.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Bakaradrengur 25/10/22 22:20

Sitthvað áttir ósagt þú,
sem ekki máttir segja,
að við sáttir, áttum trú
sem út um gátt skal fleygja.

Björn á Klofi barðist um
er Bjarni á Hofi lagð'ann.

Hver hefur svo sem ekki ruglast á teskeið og kílói?
GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Bullustrokkur 28/10/22 18:57

Björn á Klofi barðist um
er Bjarni á Hofi lagð'ann
"Skal ég dofinn skitinn rum
í skáldskap lofa", sagði'ann.

Heilaþokan hefir nú
huga lokað mínum.

        1, 2, 3 ... , 35, 36, 37  
» Gestapó   » Kveðist á   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: