— GESTAPÓ —
Hringhenduþráður
» Gestapó   » Kveðist á
        1, 2, 3 ... 32, 33, 34, 35, 36, 37  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Bakaradrengur 7/8/22 13:18

Þó við yrkjum ótt og títt
enga styrki fáum.
En ef í kirkju biðjum blítt
mun blessun virk í náum.

Lífið hefur líkn mér veitt
með litagleði ríkri.

Hver hefur svo sem ekki ruglast á teskeið og kílói?
GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Bullustrokkur 8/8/22 10:18

Lífið hefur líkn mér veitt
með litagleði ríkri.
Úr mér slefið gengur greitt
með galnri fleðu slíkri.

Það er geggað gaman að
geta skeggi safnað.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Bakaradrengur 9/8/22 23:03

Það er geggað gaman að
geta skeggi safnað.
Ef grátt það legg í gufubað
gæti seggur kafnað.

Fer ég jafnan fram úr mér
ef fæ að safna myndum.

Hver hefur svo sem ekki ruglast á teskeið og kílói?
GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Bullustrokkur 10/8/22 23:39

Fer ég jafnan fram úr mér
ef fæ að safna myndum.
Ýmsu hafna verðum vér
ef vel þú dafna ætlar hér.

Næturfrost í norðanátt
nú mun kosti þrengja.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 11/8/22 10:30

Næturfrost í norðanátt
nú mun kosti þrengja.
Er nú brostin okkar sátt
og allur rosti drengja.

Flugu sá ég finna æð
og fara þá að drekka.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Bullustrokkur 11/8/22 19:25

Flugu sá ég finna æð
og fara þá og drekka.
Hana slá og slyngur snæð
Sleikju fá þar þekka.

Fullt af hassi hefur þú.
Heilan kassa af öli ég.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 12/8/22 13:34

Fullt af hassi hefur þú.
Heilan kassa af öli ég.
Lyftu rassi og rétt'einn nú,
svo reykjum, ég í lungun dreg.

Allir hafa á því rétt
æ, án tafa, sér að fórna.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Bullustrokkur 12/8/22 22:21

Allir hafa á því rétt.
æ, án tafa, sér að fórna.
Með orðadrafi fá svo frétt..
fái klafa til að stjórna.

Ríkið lengir lánum í.
Lækkar gengi krónu

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Bakaradrengur 14/8/22 00:01

Ríkið lengir lánum í.
Lækkar gengi krónu,
Eg mig hengi í ósnyrt strý
ef að þrengjast kaup á jónu.

Fórum tvö í feluleik,
fjöllin sjö þá okkur skýldu.

Hver hefur svo sem ekki ruglast á teskeið og kílói?
GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Bullustrokkur 15/8/22 11:26

Fórum tvö í feluleik
fjöllin sjö þá okkur skýldu.
Halldór Blö þá sat með sjeik
með Sigga Hlö. Sig báðir fýldu.

Ljóð hann semur syngur hátt.
Sumt það gremur hali.,.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Bakaradrengur 15/8/22 22:19

Ljóð hann semur syngur hátt.
Sumt það gremur hali.
Ef hann kemur aftur brátt
hann eflaust lemur smali.

Sólin hefur sest og nú
sorgin grefur um sig.

Hver hefur svo sem ekki ruglast á teskeið og kílói?
GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Bullustrokkur 17/8/22 00:05

Sólin hefur sest og nú
sorgin grefur um sig
Friðinn gefur fögur trú
Forsjón sefar þá mig.

Fljótar hendur hafði sá
Hann var sendur búðir í.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 17/8/22 09:01

Fljótar hendur hafði sá
Hann var sendur búðir í.
Ansi kenndur oft þó lá
og af því brenndur, trúðu því.

Uppi á hólnum oft ég syng
og er í kjól og hvítu.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Bullustrokkur 17/8/22 15:33

Upp á hólnum oft ég syng
er í kjól og hvítu.
Hef ég stólu um hálsinn kring
Hengi tól á spýtu.

Það er huggun harmi gegn
að hafa ruggustólinn.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Bakaradrengur 17/8/22 23:53

Það er huggun harmi gegn
að hafa ruggustólinn.
Einnig tuggu, elsku þegn,
og svo brugg um jólin.

Ef ég sef í alla nótt
þá ætti kvef að sjatna.

Hver hefur svo sem ekki ruglast á teskeið og kílói?
GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Bullustrokkur 18/8/22 22:42

Ef ég sef í alla nótt
ætti kvef að sjatna.
Líka hef ég sára sótt
sá mun grefill batna.

Á kennitölu flakk ég fór.
Faldi skjöl og mörgu stal.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 19/8/22 08:47

Á kennitölu flakk ég fór.
Faldi skjöl og mörgu stal.
Keypti öl og kaldan bjór
en konan föl varð yfir hal.

Draga máttu dár af því
hve dugar fátt af mínum ráðum.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Bullustrokkur 19/8/22 17:54

Draga máttu dár af því
hve dugar fátt af mínum ráðum.
Er ei sáttur, datt í dý
Draga láttu mig upp bráðum.

Stend við gluggann gægist út.
Glotti skuggalega

        1, 2, 3 ... 32, 33, 34, 35, 36, 37  
» Gestapó   » Kveðist á   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: