— GESTAPÓ —
Hefur þú?
» Gestapó   » Lygilega vinsælir leikir
        1, 2, 3 ... 839, 840, 841
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Grágrímur 11/2/18 22:48

Neibb.

Hefur þú tekið ákvörðun um að byrja að gera eitthvað eða hætta einhverju um áramótin, en neitað að kalla það áramótaheit vegna þess að það fer alltaf bara út í tóma vitleysu? (Og gengið mun betur að halda því áfram hugsanlega þess vegna...)

Einfættur Gestapói númer 2. • Atvinnuátfíkill
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
ZiM 15/3/18 20:41

Nei. Tek allar slíkar ákvarðanir eftir áramót.

Hefur þú einhvern tímann sleppt páskaeggi um páska?

Ég er ZiM. Geimvera Baggalútíu
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Kargur 7/4/18 23:58

Jamm. Nýlega...‹Starir þegjandi út í loftið›

Hefir þú fengið málshátt sem hitti í mark?

Það held ég nú!
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Grágrímur 8/4/18 16:46

Nei þeir eru yfirleitt óskaplega máttlausir.

Hefur þú farið til Amsterdam ?

Einfættur Gestapói númer 2. • Atvinnuátfíkill
GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hvæsi 8/4/18 17:09

Nei. En ég er að fara þangað síðar í þessum mánuði.

Hefur þú vaknað af værum nætursvefni við hávært fret frá þér sjálfum ?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Grágrímur 7/5/18 19:11

Hvæsi mælti:

Nei. En ég er að fara þangað síðar í þessum mánuði.

Ég líka! Það er síðar í þessum mánuði. ‹Hlakkar svo til.›

Nei ekki svo ég muni.

Hefuyr þú borðað hamborgara án hamborgarabrauðs?

Einfættur Gestapói númer 2. • Atvinnuátfíkill
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Regína 8/5/18 05:28

Oft.

Hefur þú vaknað við eigin hrotur?

Drottning Baggalútíu. Varaforseti Baggalútíu. Dulmálssérfræðingur Hlerunarstofnunar. Meykóngur.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Don De Vito 8/5/18 21:04

Sekur

Hefurðu verið handtekin/n?

Doninn • Stríðsmangari Baggalútíska Heimsveldisins • Innflytjendamálaráðherra, maðurinn með stimpilinn • Settur forstjóri HSHB • Stórlax
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Grágrímur 8/5/18 22:12

Já.

Hefur þú áhuga á að vita fyrir hvað?

Einfættur Gestapói númer 2. • Atvinnuátfíkill
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Don De Vito 9/5/18 08:05

Uh já takk.

Hefurðu áhuga á því að segja mér það?

Doninn • Stríðsmangari Baggalútíska Heimsveldisins • Innflytjendamálaráðherra, maðurinn með stimpilinn • Settur forstjóri HSHB • Stórlax
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Grágrímur 9/5/18 12:38

Já, ég get það alveg. Enda um 28 ár síðan. Búðarhnupl á táningsaldri. Góð reynsla því mér hefur ekki dottið í hug að gera eitthvað slíkt síðan þá.

Hefur þú hlustað á þættina Í ljósi sögunnar á Rás 1? (Alger snilld).

Einfættur Gestapói númer 2. • Atvinnuátfíkill
        1, 2, 3 ... 839, 840, 841
» Gestapó   » Lygilega vinsælir leikir   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: