— GESTAPÓ —
Langbesti leikurinn: Hvað eruð þið að fara að gera núna?
» Gestapó   » Lygilega vinsælir leikir
        1, 2, 3 ... 112, 113, 114 ... 510, 511, 512  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst

‹Les upp formælingar Sverfli til hughreystingar›

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 29/9/04 23:04

Það er eitthvað að róast hérna á Gestapó eftir feykimiklar umræður um nýju breytingarnar, kannski maður fari að gera það sem maður ætlaði að gera klukkan 8, hmmm, hvað var það aftur?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 30/9/04 00:41

Nú neyðumst vér til að fara að sofa þó það sé oss þvert um geð og vér eigi vitund syfjaðir (öfugt við í morgun)

Bjóðum vér því hér með góða nótt.

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Mosa frænka 30/9/04 01:06

Góða nótt, kæri forseti. Ég verð á vakt hér á vesturvigsstöðum.

‹Tekur upp skjöld og atgeir, settur upp Aþenusvip. ›

* Hasarmálaráðherra og forsetafrú Baggalútíu * Abbadís Hreintrúarflokksins *
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 30/9/04 12:32

Limbri mælti:

Hakuchi mælti:

Nú ætla ég að koma við hjá kaupmanninum á horninu

Er það Melabúðin ?

-

Já.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 30/9/04 12:34

Nafni mælti:

Hakuchi mælti:

Aha! Loksins uppgvötaði ég hvernig á að varpa mynd af laptopnum yfir á sjónvarp. Leiðbeiningar skjáforrits voru villandi.

Nú ætla ég að koma við hjá kaupmanninum á horninu og fara þá heim að borða. Síðan ætla ég að prófa að tengja tölvuna við sjónvarpið.

Dísus og sem hélt að þú værir tölvunörd.

Það er ég ekki en kann þó hitt og þetta fyrir mér. Þetta með að tengja lapppann við sjónvarp hefur reynst brösuglega. Bæði út af skrítu og ósamvkæmu lyklaborði og dularfullri hegðan intel extreme grapics fyrirbærisins. Tölvum er illa við mig. Ég hata þær.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð
Barbie & Dio 30/9/04 12:50

Vinna, leita af vinnu og svo þrífa sameignina...

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Júlía 30/9/04 13:38

Jahjarna! Er þetta ekki fyrsta tvíeykið hér á Baggalút? Glæsileg mynd!

Þýðir þetta að þið verðið framvegis tvíeind en aldrei einhöm?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 1/10/04 09:38

Nú er ég í miðjum tíma í Háskóanum. Ég er að þykjast hlusta á blaðrið í kennaranum. Nú lítur út fyrir að ég sé að glósa á lappann en ég er að skrifa á Baggalút. Kennarinn segir ekkert af viti, bullar um Evrópusambandið, engar nýjar upplýsingar að fá úr honum. Þvaður þvaður. Hvað er ég að gera hérna?

Ég elska þessa tækni, ef ég hefði ekki internetið þá væri ég að berjast við að halda vöku. Baggalút í hvern tíma í Háskólanum! Þá menntast lýðurinn almennilega.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Barbie 1/10/04 09:45

Júlía mælti:

Jahjarna! Er þetta ekki fyrsta tvíeykið hér á Baggalút? Glæsileg mynd!

Þýðir þetta að þið verðið framvegis tvíeind en aldrei einhöm?

Já hann Enter er mjög lunkinn. Við erum ákaflega ánægð með myndina. Tvíeindin birtist víst bara þegar við erum bæði við sömu tölvu, sbr. tilvitnanir og skoðanir okkar beggja - því hver vill vera Hólmsteinn?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Júlía 1/10/04 10:40

Hakuchi mælti:

Nú er ég í miðjum tíma í Háskóanum. Ég er að þykjast hlusta á blaðrið í kennaranum. Nú lítur út fyrir að ég sé að glósa á lappann en ég er að skrifa á Baggalút. Kennarinn segir ekkert af viti, bullar um Evrópusambandið, engar nýjar upplýsingar að fá úr honum. Þvaður þvaður. Hvað er ég að gera hérna?

Ég elska þessa tækni, ef ég hefði ekki internetið þá væri ég að berjast við að halda vöku. Baggalút í hvern tíma í Háskólanum! Þá menntast lýðurinn almennilega.

Svei! Á mínum ungdóms árum glósaði maður uppá gamla móðinn með fjaðurpenna á skafið skinn. Ef svefn sótti að brá maður upp vökustaurunum og páraði áfram, enda ekki allir sem fengu að ganga menntaveginn í þá daga, seisei nei.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Haraldur Austmann 1/10/04 10:56

Vinna, vinna og vinna. Já, gleðilegan október og takk fyrir september.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tinni 1/10/04 11:06

Nú er ég að fara hugsa um svolítið mikilvægt. Eruð þið til í að bíða aðeins á meðan?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Sverfill Bergmann 1/10/04 11:10

Bíða eftir að fá útborgað svo ég geti skipt um pústhlíf í Tojót mínum...

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Júlía 1/10/04 18:47

Fara heim, panta pizzu og bruna í Austurbæinn.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Órækja 1/10/04 19:24

Bora í nefnið. Þegar menn reykja ekki eftir matinn taka aðrir ávanar oft völdin.

Skrifandi undir síðan 2004
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hilmar Harðjaxl 1/10/04 21:48

Valið er erfitt, horfa á mynd/myndir (Kiss the girls eða Mean Machine), hanga hér eða drepa vondukallana í hressandi tölvuleik.

Það er ekkert sem getur ekki stöðvað mig!
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hilmar Harðjaxl 1/10/04 21:49

Eða læra! ‹Skellir uppúr›

Það er ekkert sem getur ekki stöðvað mig!
        1, 2, 3 ... 112, 113, 114 ... 510, 511, 512  
» Gestapó   » Lygilega vinsælir leikir   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: