— GESTAPÓ —
GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Grikkur 12/1/12 23:19

Ég var að velta því fyrir mér andvaka hvort væri ekki rökrétt að skipta orðskrípinu "rýni" út með "fyrirlit".

Allir vita hvað eftirlit á framkvæmdum þýðir, þ.e.a.s. fylgjast með einhverju eftir að framkvæmdin hefst.

Er þá ekki rökrétt að hið svo kallaða "rýni", sem yfirleitt á sér stað áður en framkvæmd hefst, sé fyrirlit?

Þetta heldur manni nú vakandi um þessar mundir.

Með vegsemd og virðingu, Grikkur.

P.S. Þessi skilaboð voru fyrirlitin áður en þau voru send af stað!

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Fergesji 12/1/12 23:34

Vér höfum æ skilið rýni framkvæmda eftir að athöfninni lýkur. Fyrirlit er þó hin ágætasta viðbót við orðaflóruna hér, og teljum vér það orðið vel nothæft í hófi.

Konungur Efergisistan • Gáfumálaráðherra • Flöt jörð - Slétt föt - Hrein trú • Áttum bestu endurkomuna árið 2008 • Sturtufíkill
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 13/1/12 00:07

Er fyrirlit ekki eitthvað sem er ómálað?

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Fergesji 13/1/12 00:15

Hvað ef það er málað í svörtu og hvítu?

Konungur Efergisistan • Gáfumálaráðherra • Flöt jörð - Slétt föt - Hrein trú • Áttum bestu endurkomuna árið 2008 • Sturtufíkill
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 13/1/12 00:17

Mætti þá ekki alveg eins kalla það eftirlit?

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Offari 13/1/12 00:19

‹Fyrirlítur nýliðann› Kannski er best að hafi þig undir eftirliti fyrstu dagana.

KauBfélagsstjórinn.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Fergesji 13/1/12 00:19

Það, Billi, þykir oss eigi samrýmast rökum nógu vel.

Konungur Efergisistan • Gáfumálaráðherra • Flöt jörð - Slétt föt - Hrein trú • Áttum bestu endurkomuna árið 2008 • Sturtufíkill
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 13/1/12 10:25

Þegar búið er að setja lit á, jafnvel svartan og hvítan, erum við þá ekki komin í eftirlit?

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Stephan 13/1/12 11:17

Samkvæmt náttúruheimspekinni er svartur fjarvist allra lita (ólit), en hvítur nærvist allra lita (allit). Hin lægri alþýðuvísindi flokka stundum ólit og allit sem einlit, en þetta er rangt.

Question authority!
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 14/1/12 18:41

Fergesji mælti:

Hvað ef það er málað í svörtu og hvítu?

Ertu þá ekki að mála (eða réttara sagt lita) þegar þú málar í svörtu og hvítu?
Ertu þá að aflita?

Þannig að mafíósar og ljóskur eiga það sameiginlegt að vera aflituð.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
rutúnK 19/3/12 18:55

Stephan mælti:

Samkvæmt náttúruheimspekinni er svartur fjarvist allra lita (ólit), en hvítur nærvist allra lita (allit). Hin lægri alþýðuvísindi flokka stundum ólit og allit sem einlit, en þetta er rangt.

Skil jeg þá rétt að svart sé aflitað?

Það þyrfti kannski að segja íbúum Selfoss frá þessu

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 19/3/12 23:52

Þannig að fólk hefur verið að fara í allitun öll þessi ár?

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
rutúnK 22/3/12 16:02

Það lítur svo sannarlega út fyrir að þeir sem versla sér aflitun hafi verið blekktir hingað til.
Er þetta svo gróft að hafa þurfi samband við neytendastofu?

GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Stephan 6/12/13 14:24

Hafi aflitað fólk verið blekkt, er það væntanlega orðið blakkt. Á Selfossi hlýtur því að vera stærsta blökkumannasamfélag landsins. Hefur einhver gert á þessu faraldsfræðilega greiningu?

Question authority!
» Gestapó   » Almennt spjall   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: