— GESTAPÓ —
GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst

Vorið er komið, það er næsta víst. Ég varð þess var í dag, er ég var á heilsubótarhlaupum mínum, sem ég geri oft að lokinni vinnu. Vorboðarnir voru margir, en einn skar sig alveg úr.

Ég hljóp framhjá snjósköflum ofan í öllum lægðum, og sá hvar vætlaði úr þeim svo mýrar mynduðust, sem smádýr ýmis sóttu í. Ég hljóp framhjá ám, sem brutust í gegnum snjósköfl og klaka og streymdu tær út í sjó. Á vegi mínum mætti ég einum reiðhjólamanni, ferðamanni með myndavél, sem gerði sér lítið fyrir og smellti einni ljósmynd af svitastroknu andlitinu á mér er ég hljóp og hljóp.

Þegar ég nálgaðist þéttbýið jukust mannaferðir, fólk a reiki með barnavagna, og ég hljóp framhjá því, bölvandi amerískum vindlingum sem hafa úr mér flestan þrótt. Er í þéttbýlið var komið komu tvö feitlagin börn í stuttermabolum og hlupu jafnfætis mér í nokkra metra, en gáfust upp eftir svona 20 metra. Ég hljóp framhjá húsi þar sem tað hafði verið borið á túnið, og glotti svo að bjart skein í tennur mínar og greikkaði í spori. Ég hljóp ofan í lægð og fann hvernig golan dó, og hvernig hitinn þreifaði utan um mig, og reyndi svo að kæfa mig innan í fötunum.

Er hlaupin voru búin sast ég úti á sólpall og kastaði mæðunni, kveikti í vindling og lagðist í sólbað, kvenþjóðinni til yndisauka. Þegar vindáttin snérist, vindlingurinn kláraðist og mæðunni var kastað, lá ég lengi vel, og barði flugur sem gerðust svo ósvífnar að setjast á mig.

Þá fann ég flórlyktina aftur, daufa en áreiðanlega, færandi mér vorið.

Guð refsi danmörku.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Regína 2/4/13 18:44

Sköfl?

Ég heyrði í tjaldi í fyrradag.

Drottning Baggalútíu. Varaforseti Baggalútíu. Dulmálssérfræðingur Hlerunarstofnunar. Meykóngur.
GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst

Ég hef ekki heyrt í tjaldi í þetta ár, enda eru ekki margir tjaldbúar á ferð svona snemma.

Nema þú eigir auðvitað við fuglinn, sem er ýmist hávaðameiri en skilur þó ekki eftir sig skeini undir hverri þúfu.

Guð refsi danmörku.
» Gestapó   » Almennt spjall   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: