Bergjum mjöð og bullum glöð
býsna hröð er stundin.
sveiflumst löðursveitt og gröð
svita böðuð lundin
Drekkum vínin djöful fín
uns dofnar sýn og mildast
Drekkum vínin djöful fín
uns dofnar sýn og mildast.
Drögum trýn´ uns dagsljós skín.
Drykkjusvínið gildast.
Suddi úti, sé ég það.
Sullast vatn á rúðu.
Drekkum vínin djöful fín
uns dofnar sýn og mildast
Staðan brýn því lán hjá LÍN
læst í skríni fjármagn gildast
Suddi úti, sé ég það.
Sullast vatn á rúðu.
Allir fá þar ódýrt bað
Úti hengi brúðu
þreyttur er og þrælslappur
þræti, rífst og skammast
þreyttur er og þrælslappur
þræti, rífst og skammast
ávallt tíminn er knappur
alltaf finnst mér rammast
Græt ég yfir garranum
gerist brátt hér vetur
Græt ég yfir garranum
gerist bráðum vetur.
Bita tek af Barranum.
Betri fisk ei getur.
Clausen; Hafstein, Oddsson, æ.
Er DV komið á sporið?
Clausen; Hafstein, Oddsson, æ.
Er DV komið á sporið?
Ástþór forseta bestan fæ
fyrir blessað vorið
Nú haustar senn og hagi minnkar
Heitt þó sé í fjölmiðlum
Nú haustar senn og hagi minnkar
Heitt þó sé í fjölmiðlum
strax þá farið gáfna grynnkar
gerist röff hjá náriðlum
Þvers ég sá og þrútin haus
þurs einn gáfulausan
Þvers ég sá og þrútin haus
þurs einn gáfulausan
Nóg er komið rímnaraus
rífleg vísnaklausan
Nú ég varla nenni að yrkja
Nú þykir mér týra
Nú ég varla nenni að yrkja
Nú þykir mér týra
Þarf skáldskapargáf'að virkja
skal henni betur stýra
Nú er úti næðingur
napur mjög og kaldur
Nú er úti næðingur
napur mjög og kaldur,
góður vertu gæðingur
gigtveikur er Baldur.
Skýna ljós um öll byggð ból
bjarta vekur þrána,
Skýna ljós um öll byggð ból
bjarta vekur þrána,
Enga þar ég þó finn skjól
þramma ég á krána
Upp að þjóni þen ég raust
þruma, Ákavíti
Upp að þjóni þen ég raust
þruma, Ákavíti,
seg mér hvar er sæti laust?
Skrattans hela víti.
Svo ég skelli mér á ball
svolítið hífaður,
Svo ég skelli mér á ball
svolítið hífaður,
Alltaf fíla, tjútt og trall
teyga hér allstífaður
út á dansgólf dríf ég mig
dansa svo lúftgítar
Út á dansgólf dríf ég mig
dansa svo lúftgítar.
skekkjist daman út á svig
sjúbbí hæ fítar,
Eftir þennan enska dans
elskumst við af list,
Ljómar upp
Eftir þennan enska dans
elskumst við af list,
Ég skal lofa að hommann Hans
hef ég aldrei kysst
á morgun kemur morgun
morgunljóst er það
Á morgun kemur morgun
morgunljóst er það
vertu viss á morgun
verðuðu kominn í bað.
Hröðum skrefum Grímur gekk
götuna heim á leið,
Hröðum skrefum Grímur gekk
götuna heim á leið,
Upp að bílnum haltur hékk
hálfur þannig skreið
Eftir bjóra átta var
allvel nokkuð valtur
Eftir bjóra átta var
allvel nokkuð valtur,
stóð, og elti stelpurnar
graður og soldið haltur.
Held ég fari að halla mér
hætti þessu rausi,