Upp í brekku undir feld
urmull er af víni
Þar er líka gæs ein geld
og gott vínandasýni
Í dag eru ljóðin leirburður
leiðinleg ritstíflan
Upp í brekku undir feld
urmull er af víni
Æfi mín er öli seld
eldur á mig skíni
Feldur skýlir fóstra skammt
ef skín í röftum eldur
Feldur skýlir fóstra skammt
ef skín í röftum eldur
Spikfeitur og spengilegur samt,
spái að hann sé geldur
Feldur skýlir fóstra skammt
ef skín í röftum eldur
Spikfeitur og spengilegur samt,
spái að hann sé geldur
Sægreifinn sæll og graður
sækir í sig veðrið
Sægreifinn sæll og graður
sækir í sig veðrið.
Djöfulli drukkinn maður
dressaður í leðrið.
Eitthvað mun undan láta
annað mun líklega duga.
Eitthvað mun undan láta
annað mun líklega duga
Þóru ég þrái að máta
þörfin mig ætlar að buga
Kvöldsins ástand kynlegt er
kjaftar allir þegja
Kvöldsins ástand kynlegt er
kjaftar allir þegja.
Ætli hafi enginn hér
ekki neitt að segja?
Best mun þögn nær þrjóta orð
þegja skulum lengur.
Best mun þögn nær þrjóta orð
þegja skulum lengur.
Annars förum að brjóta borð,
berjast stúlka og drengur.
Ég ævareiður orðinn nú,
er af þessu þvargi
Ég ævareiður orðinn nú,
er af þessu þvargi
Ég þarf fríða, góða og kurteisa frú
fráleitt að hún gargi
Feðraveld' og fasisma burt
femínisminn lifi
Feðraveld' og fasisma burt
femínisminn lifi
lát þá alla karla kjurt
þó klukka lífsins tifi
Þó að frjósi þiðnuð jörð
þrútin gerast ástarspörð
Þó að frjósi þiðnuð jörð
þrútin gerast ástarspörð
stæltir sveinar standa vörð
stórkostleg'um meyjahjörð
Þó Fréttablaðið fjúki burt
finn ég ei til skaða
Þó Fréttablaðið fjúki burt
finn ég ei til skaða.
Morgunblaðið myglað, þurrt
móðir allra blaða.
Fasteignir og fréttaþurrð
fletti blaði hryggur.
Fasteignir og fréttaþurrð
fletti blaði hryggur.
kasta inn um klósetthurð
það kátur rassinn þyggur
Baggalútinn vantar víst
með vænar sannar fréttir
Baggalútinn vantar víst
með vænar sannar fréttir
við lygum miklum maður býst
Moggatextar aldrei réttir
Sannleikurinn sagna bestur
sérstaklega á Lútnum
Sannleikurinn sagna bestur
sérstaklega á Lútnum
tarfur, snigill hundur hestur
höstum ríða strútnum
Sannleikurinn sagna bestur
sérstaklega á Llútnum,
Hraustur Tobbi heimalingur
hangir enn á kútnum.
Baggalútar kyrjum kátt
kvölda núna tekur,
Baggalútar kyrjum kátt
kvölda núna tekur,
fagurt vær'ef fengi drátt
furðu hratt þá skekur
Kyrjum hátt og kveðum dátt
köstum sátt fram vísu
Kyrjum hátt og kveðum dátt
köstum sátt fram vísu.
Segjum fátt en syngjum hátt
súpum kátt á fýsu.
Bergjum mjöð og bullum glöð
býsna hröð er stundin.