— GESTAPÓ —
Hagyrðingar allra sveita sameinist
» Gestapó   » Kveðist á
        1, 2, 3 ... 136, 137, 138 ... 455, 456, 457  
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Nafni 15/9/04 16:02

bara ég..............‹roðnar af skömm›

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Vímus 15/9/04 17:31

Lokkar inn í hugans höll
hugmynda fluga
í sig fékk þá feitan böll
fjandi lunkin smuga

Í Smuguna ég smellti mér
smáriðin var nótin

 • LOKAР•  Senda skilaboð
Tobbi heimalningur 15/9/04 17:59

Í Smuguna ég smellti mér
smáriðin var nótin
Í tunnugatið tittling treð
til var ekki snótin

Vaktaskipti voru um borð
víst kom að mér sjálfum

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
hvurslags 15/9/04 18:12

Vaktaskipti voru um borð
víst kom að mér sjálfum
hvorki vissi haus né sporð
er hollið fylltist kálfum.

Og í tilefni nýs leiðakerfis Strætó(helst að nota innrímið en þó er það ekki nauðsynlegt reki menn í vörðiurnar):

Strætó öllum stýrði um
stendur höllum fæti

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Nafni 15/9/04 18:16

Fyrst farið er að laga til fyrriparta þá geri ég það bara líka............

Í Smáralind þú smelltir þér
smápíka var rótin
Þar sem hýmir hennar ber
hárlaus kjöltu bótin

____________________________________________

Strætó öllum stýrði um
stendur höllum fæti
konum, köllum og börnum
keyrir snjöllum stræti

Að fitla ei við fyrripart
fagmanna er siður

.................. ‹Strunsar út af sviðinu og skellir á eftir sér› [/s]

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Vímus 15/9/04 19:49

Að fitla ei við fyrripart
fagmanna er siður
fitlið senda vildi vart
Vimus þykir miður

Ég næst mun aðeins neðriparta
nudda á réttum stöðum

 • LOKAР•  Senda skilaboð
Tobbi heimalningur 15/9/04 20:40

Ég næst mun aðeins neðriparta
nudda á réttum stöðum
Um kvenmannssköp og kuntubarta
kannt að fletta blöðum

Loðna strýkur láfu sveinn
lætur sem vel gangi

GESTUR
 • LOKAР• 
Afbæjarmaður 15/9/04 23:24

. Loðna strýkur láfu sveinn
lætur sem vel gangi
fálmar gaufar graður Hreinn
giljaði meyna Mangi.


Ei má ganga svona grín
gerum vel úr þessu

 • LOKAР•  Senda skilaboð
Tobbi heimalningur 16/9/04 09:08

Ei má ganga svona grín
gerum vel úr þessu
Jesú breytti vatni í vín
von er senn á messu

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
voff 16/9/04 11:24

Jesú breytti vatni í vín.
Von er senn á messu.
Fylgismenn og fyllisvín
fengu ei nóg af þessu.

Góði besti gleymdu ei
að gera fyrripartinn.

 • LOKAР•  Senda skilaboð
krummo 16/9/04 13:52

Góði besti gleymdu ei
að gera fyrri partinn
Voffi segir veslings grei
voða er á þér fartinn.
.

Í lofti dimmir logsins rok
legst að haust með regni,

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 16/9/04 14:22

Í lofti dimmir loksins rok
leggst að haust með regni
Ætli september í sumarlok
sumarfríssjúkum hegni ?

Í Freysnesi er fárviðri
fýkur þak af húsi

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Agúrkan 16/9/04 18:41

Í Freysnesi er fárviðri
fýkur þak af húsi
náfölir í kjallara niðri
nörla saman búsi

Húsamús er heilviti
hellatröllið ekki

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
voff 17/9/04 09:31

Húsamús er heilviti
hellatröllið ekki.
Kratinn hann er kvartviti.
Kauðinn fer með hrekki.

Áfram blása á land og mið.
Árans haustlægðirnar.

 • LOKAР•  Senda skilaboð
fótboltastelpan 17/9/04 10:15

Áfram blása á land og mið
árans haustlægðirnar
Heldur betri en barningur við
bölvaðar hörðu hægðirnar

Þegar allt er orðið ljótt
og lífið eintóm þvæla

non scholae, sed vitae discimus
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
víólskrímsl 17/9/04 11:08

Þegar allt er orðið ljótt
og lífið eintóm þvæla
er seggjum sannast ekki rótt
their sitja heima og vaela

Aldrei vildi audna lands
eitthvad til mín leggja

GESTUR
 • LOKAР• 
Afbæjarmaður 17/9/04 11:51

Aldrei vildi audna lands
eitthvad til mín leggja
er það vegna einingabands
einkum á milli steggja?

Í gríni mikil gremja felst
grunar margan manninn

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
hundinginn 17/9/04 14:38

Í gríni mikil gremja felst
grunar margan manninn
vælukjói varla telst
vera fyrir sanninn

Upp í brekku undir feld
urmull er af víni

LOKAÐ
        1, 2, 3 ... 136, 137, 138 ... 455, 456, 457  
» Gestapó   » Kveðist á   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: