— GESTAPÓ —
Hagyrðingamót í Baggalútíu
» Gestapó   » Kveðist á
        1, 2, 3 ... 141, 142, 143, 144, 145  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Blöndungur 11/10/09 21:03

Þetta er dáskemmtilegt. Þá má eftir hentugleikum vinda sér í 4. og 5. lið.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
hlewagastiR 11/10/09 21:07

4. Fasteignaauglýsing í bundnu máli
Er til sölu ofsa fín
íbúð mín á hjólum.
Í bílastæði bíður þín
við blokk í Ugluhólum.

Hún er kannski heldur mjó
(hornið skemmt af eldi)
meira en tíu mun hún þó
metrar í öðru veldi.

Gríðarhagstætt gengislán
getur fylgt með þessu
Þannig fæst hún alveg án
útborgunarpressu.

Heimsins bestu hátta-stíu
hér ber fyrir sjónir
fyrir aðeins áttatíu
og átta millí-jónir.

Þetta ritar ósköp úldið, aldið skar. • er falskonungur forðum var.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Blöndungur 11/10/09 21:09

3. Næsti forseti.

Forsetann ég fremstan vil
og Frónarbúum gleði til,
Árnesinga einu von;
Ólaf Helga Kjartansson.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Regína 11/10/09 21:09

4. Fasteignaauglýsing.

Það hefði verið gaman að auglýsa höllina, en hún er ekki til sölu svo:

Lítil íbúð: lítil stofa,
lítið eldhús, drasl finnst hvergi.
Það skal bæta, björtu lofa
býsna stóru svefnherbergi.

Drottning Baggalútíu. Varaforseti Baggalútíu. Dulmálssérfræðingur Hlerunarstofnunar. Meykóngur.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
11/10/09 21:11

4

Varla er neitt í veröld fegra,
veðrið eins og bjór.
Útsýnið er yndislegra -
eitilfagur sjór.
Stofan eins og nef á negra
(nefnilega stór).

Aðgát skal höfð í nærveru sálar.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Regína 11/10/09 21:18

Leyniefnið: Sunnudagskvöldið í kvöld.

Kemst ég vart á kamarinn
kann að vera að þar sé reimt.
Horfir fólk á Hamarinn,
hagyrðingamótið gleymt.

Drottning Baggalútíu. Varaforseti Baggalútíu. Dulmálssérfræðingur Hlerunarstofnunar. Meykóngur.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
hlewagastiR 11/10/09 21:19

5. Sunnudagskvöld
Nú er ég á klaka köldum
klént er orðið geð með höldum;
sunnudags- að sitja á -kvöldum
að semja leir - fyrir opnum tjöldum.

Þetta ritar ósköp úldið, aldið skar. • er falskonungur forðum var.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Z. Natan Ó. Jónatanz 11/10/09 21:21

4. Fasteignaauglýsing

Hef til sölu herbergi;
hálfs-fersentímetra.
Annarsstaðar er hvergi
ásett verðið betra.

Sjá, hér vönduð fasteign fer
fyrir smekkmenn, vitra:
Herbergið það arna er
mín eigin sálarkytra.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Z. Natan Ó. Jónatanz 11/10/09 21:30

5. Leyniefni – Sunnudagskvöld

Síðla -kvölds hve sælt er stund
sunnudags- að eiga
með svo góðu fólki´ & fund,
& ferskeytt kveða mega.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
11/10/09 21:33

5. Leyniefnið.

Víst mér finnst í veröld best
að væta kverkarnar sem mest
og fljóta á áfengum öldum.
Einkum á sunnudagskvöldum.

Aðgát skal höfð í nærveru sálar.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Blöndungur 11/10/09 21:56

5. Sunnudagskvöld.

Vikudagarnir varla líða,
(víst er sál mín einföld.)
Finnst mér þá oft svo fúlt að bíða
fram á sunnudagskvöld.

... eða eitthvað í þá áttina. Jæja, ég þakka kærlega fyrir mótið, því verður lokað núna um kl. 10.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Blöndungur 11/10/09 22:00

Sækir að mér eitthvað dott,
ég ætti að fara að sofa.
Þetta er orðið ansi gott.
Ykkar kveðskap lofa.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
hvurslags 11/10/09 23:47

Þar með lauk einu besta hagyrðingamóti sem ég hef lesið. Nú sé ég enn frekar eftir því að hafa misst af þessu. Hafið þökk fyrir kveðskapinn.

Yfir kalda sítrónu, einn um nótt ég bauva.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Bölverkur 9/9/11 21:43

Hagyrðingamót Bagglýtinga sunnudaginn 11. september kl. 21:00.

Yrkisefni allfrjáls en þó þessi:

Leifur heppni!
Haust!
Hundar!
Kettir!

Mætum öll.

Bölverkur gefur lausan tauminn á slaginu 21:00.

Gjaldkeri Fjárausturbæjarsamtakanna og meðlimur í Hagyrðingafjélagi Baggalútíu.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
hlewagastiR 10/9/11 14:16

Maður er nú ekki lengi að afgreiða þennan pakka:
Leifur heppni, haust og rökkur.
Hunds- og kattarbitið.
Upphrópunarmerkja mökkur.
Mótinu er slitið.

Þetta ritar ósköp úldið, aldið skar. • er falskonungur forðum var.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
10/9/11 15:10

hlewagastiR kveða kann -
kvæða- veður -fljótið.
Afgreitt núna hefur hann
hagyrðingamótið.

Aðgát skal höfð í nærveru sálar.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 11/9/11 10:36

Ég reyni að mæta kl.911 í kvöld.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 11/9/11 21:12

Verður ekki að reyna að hjálpa Bölverki aðeins við stjórnunina? (Annar er búið að brjóta reglur þráðarins með því að setja inn innlegg sem tilheyra ekki settu móti.)
‹Setur mótið og bíður gestum til stofu Bölverks›
Jæja, hvað segið þið um Leif heppna?

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
        1, 2, 3 ... 141, 142, 143, 144, 145  
» Gestapó   » Kveðist á   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: