— GESTAPÓ —
Hagyrðingar allra sveita sameinist
» Gestapó   » Kveðist á
        1, 2, 3 ... 135, 136, 137 ... 455, 456, 457  
 • LOKAР•  Senda skilaboð
fótboltastelpan 14/9/04 15:12

Duna mun nú dansinn brátt
dömur til í slaginn
Strákar sem að vilja drátt
svífa í dansi allan daginn

Kátar konur brosa blítt
káfa síðan allvel

non scholae, sed vitae discimus
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
voff 14/9/04 17:06

Kátar konur brosa blítt
káfa síðan allvel
Ekki er það þó einhlítt.
Að engum verð um sel.

Á himninum stjörnurnar stara.
Stjarfur er máninn af drykkju.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Haraldur Austmann 14/9/04 17:38

Á himninum stjörnurnar stara.
Stjarfur er máninn af drykkju.
Á taugum mun tunglið svo fara
togað af alheimsins bykkju.

Íhaldið Símann vill selja
sýnist mér án nokkurs vafa.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Barbapabbi 14/9/04 18:27

Íhaldið Símann vill selja
sýnist mér án nokkurs vafa.
Þeirra er völin að velja
veginn er þér skuluð hafa.

Börnum sopann fyrsta fær
frægur Jesús Kristur

 • LOKAР•  Senda skilaboð
Orðagljúfur 14/9/04 19:34

Börnum sopann fyrsta fær
frægur Jesús Kristur
Finnur fjarska fagrar flær
sagði Finnur fyrstur

Traustur trúir á sjálfs síns fyndni
tregur maður hlær

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Barbapabbi 14/9/04 20:50

Traustur/sjálfs á/ trúir / fyndni
tregur/ maður/ hlær
Hraustur/ nýtur/ halur/ syndni
hann að/ bakka/ nær

Línudans í ljóðafans
leika sumir glaðir

Hér má fræðast um stuðla og bragliði:
http://www.heimskringla.net/bragur/
http://rimur.is/

 • LOKAР•  Senda skilaboð
Tobbi heimalningur 14/9/04 20:51

Traustur trúir á sjálfs síns fyndni
tregur maður hlær
tregur reyni að botna í blindni
byrjaði seint í gær

 • LOKAР•  Senda skilaboð
Tobbi heimalningur 14/9/04 20:52

Fyrri partar fagrir margir
fjarska líkir mér

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Barbapabbi 14/9/04 21:25

Fyrri partar fagrir margir
fjarska líkir mér
Margir kveða ansi argir
inni á þráðum hér.

Línudans í ljóðafans
leika sumir glaðir

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Jóakim Aðalönd 14/9/04 21:57

Línudans í ljóðafans,
leika sumir glaðir.
Ætli skrans´í Óla Skans,
skemmti- nokkrir staðir?

Grýla rólar hól af hól,
hefur skjólin ekki mörg

Ég veit að þetta er frekar dýrt kveðið, en ég er bara í svo miklu jólaskapi!

Seztur í helgan stein...
 • LOKAР•  Senda skilaboð
Tobbi heimalningur 14/9/04 22:43

Grýla rólar hól af hól,
hefur skjólin ekki mörg
stórt kól tól og stutt í jól
býðst nú sólin harla körg

 • LOKAР•  Senda skilaboð
krummo 14/9/04 23:18

GRÍLA RÓLAR HÓL AF HÓL
HEJFUR SKJÓLIN EKKI MÖRG
NÚNA FYRIR NÆSTU JÓL
NÆR Í BÓL EN VERÐUR KÖRG.


-----------------------------------
Leppalúði gagns laus er
lítið sinnir Grílu,

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
hvurslags 15/9/04 00:30

Leppalúði gagnslaus er
lítið sinnir Grýlu
Bráðum hann á breytu* fer
og kann ei meir að krunka sér.

Hann eitt sinn fleti upp úr skreið
og axlaböndin herti
og spúsu sinni strax hann reið
með sínu Grýlukerti.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 15/9/04 08:52

Hann eitt sinn fleti upp úr skreið
og axlaböndin herti
og spúsu sinni strax hann reið
með sínu Grýlukerti.
Hún var ljót og hún var breið
hana samt þó snerti
tók hann þessa tík í neyð
og tak á baki herti

dáldið langur fyrripartur og langur seinnipartur

Þegar kvæðadansinn dunar
dropar af mér sviti

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Haraldur Austmann 15/9/04 13:19

Þegar kvæðadansinn dunar
dropar af mér sviti.
Öll mín kvæði eru spunar
ekkert þó með viti.

Hann af okkur hinum ber
hann mun kallast Skabbi.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 15/9/04 13:27

Hann af okkur hinum ber
hann mun kallast Skabbi
Almáttugum himnaher
helst vill fylgja Dabbi

Landeyður og letingjar
Lútsins ritstjórn er

‹Til ritstjórnar: Eigi illa meint, þetta varð bara til›

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
 • LOKAР•  Senda skilaboð
Tobbi heimalningur 15/9/04 14:52

Landeyður og letingjar
Lútsins ritstjórn er
Spjátrungar og spekingar
spinna þræði hér

Lof í hófi lítt er mælt
ljót sjást orð á vörum

GESTUR
 • LOKAР• 
Afbæjarmaður 15/9/04 16:01

Lof í hófi lítt er mælt
ljót sjást orð á vörum
Þannig geta skáldin skælt
og skotið þungum svörum

Lokkar inn í hugans höll
hugmynda fluga

LOKAÐ
        1, 2, 3 ... 135, 136, 137 ... 455, 456, 457  
» Gestapó   » Kveðist á   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: