— GESTAPÓ —
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
krossgata 3/2/11 13:04

Orðið nörd (á engilsaxnesku nerd) virðist komið til að vera. En orðið virðist til í öllum kynjum (eða næstum því) og alls konar beygingum. Það er náttúrulega ekkert ákveðið rétt hvað það varðar þar sem það á engar rætur í íslensku. Algengast var (fannst mér) í upphafi að það væri karlkynsorð og beygðist um það bil: nörd(-inn), nörd(-inn), nördi(-num), nörds(-ins).

Síðar fór að bera á beygingartilheygingunni: nörd(-inn), nörd(-inn), nirði(-num), njarðar(-ins).
Það leiðir svo líklega til þess að sumir nota orðið njörður fyrir þetta tiltekna fyrirbæri. Ættum við kannski að taka það upp alfarið og útrýma tökuorðinu? Þá þyrfti nú ekkert til að mynda að velta sér framar upp úr hvað er rétt og rangt í málfræðinni.
‹Finnst þetta afar aðlaðandi hugmynd›

Síðustu ár hef ég séð aukna tilhneigingu til að hafa orðið í hvorugkyni: nörd(-ið), nörd(-ið), nördi(-nu), nörds(-ins). Persónulega finnst mér það hörmung og fæ hroll þegar ég sé það og heyri. Verð afar örg yfir að ekkert sé rétt í þessu efni.

Ég legg til að orðið njörður fái nýja merkingu til viðbótar þeim sem fyrir eru og verði tekið upp fyrir orðið nörd, sem yrði svo útrýmt úr málinu.
Til vara legg ég til að orðið verði karlkyns með "grænu" beygingunni (vona að það leiði til að orðið þróist sjálfkrafa til njarðar) og hvorugkyninu verði útrýmt... með góðu eða illu, mér er sama.
‹Ljómar upp›

Kvenskörungur forsetaembættisins. Hlerari við HB. Sporrekjandi ríkisins. Tilnefnd: Mesti laumupúkinn 2007 Gul ‹Drepur tímann› Ef þú getur lesið þetta ertu of nálægt. Laumuhluti: ÞráðurINN fundinn! 10. feb.. og annar 4. maí
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 3/2/11 13:59

NÖRD = „Nær öldungis ruglaður drengur“

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
hlewagastiR 3/2/11 22:07

Gestapói nokkur, sem nú orðið er all fásénn en var fyrrum eins og grár köttur hér ber rafnefnið Nördinn. Ég man ekki betur en að Gestapóar flestir ef ekki allir hafi talað um Nördann og skemmt sér með Nördanum. Sem þýðir væntanlega að án greinis hefur nefnifallsmyndin verið Nördi.

Kannast hlustendur við það?

Þetta ritar ósköp úldið, aldið skar. • er falskonungur forðum var.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
krossgata 3/2/11 23:37

Já, ég er ekki frá því að ég hafi rekist á þá beygingu líka. Það var eitthvað að veltast í hausnum á mér í dag en tók ekki á sig mynd fyrr en þú nefnir það núna.

Mér finnst eins og það sé frekar yngra fólk sem hefur orðið í hvorugkyni. Hvort sem það er rétt eða ekki skil ég ekki af hverju nokkrum dettur í hug að hafa það hvorugkyns.
‹Reynir að skilja villuráfandi sauði›
Kannski það sé því orðið endar oft á d?

Kvenskörungur forsetaembættisins. Hlerari við HB. Sporrekjandi ríkisins. Tilnefnd: Mesti laumupúkinn 2007 Gul ‹Drepur tímann› Ef þú getur lesið þetta ertu of nálægt. Laumuhluti: ÞráðurINN fundinn! 10. feb.. og annar 4. maí
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Huxi 4/2/11 09:21

krossgata mælti:

Síðustu ár hef ég séð aukna tilhneigingu til að hafa orðið í hvorugkyni: nörd(-ið), nörd(-ið), nördi(-nu), nörds(-ins). Persónulega finnst mér það hörmung og fæ hroll þegar ég sé það og heyri. Verð afar örg yfir að ekkert sé rétt í þessu efni.

‹Ljómar upp›

Veit Enter af þessum hneigðum yðar...?

Misheppnaður valdaræningi * Efnilegasti nýliði No: 1 * Doktor í fáfræði * Faðir Gestapóa * Frændi Vímusar, Madam Escoffier og Herbjarnar Hafralóns * Forstöðumaður Veðurfarsstofnunar Baggalútíska Heimsveldisins * Forstjóri PRESSECPOL * Grænn
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
krossgata 4/2/11 14:43

Huxi mælti:

krossgata mælti:

Síðustu ár hef ég séð aukna tilhneigingu til að hafa orðið í hvorugkyni: nörd(-ið), nörd(-ið), nördi(-nu), nörds(-ins). Persónulega finnst mér það hörmung og fæ hroll þegar ég sé það og heyri. Verð afar örg yfir að ekkert sé rétt í þessu efni.

‹Ljómar upp›

Veit Enter af þessum hneigðum yðar...?

‹Brosir út að eyrum og lyftir báðum höndum upp fyrir höfuð til merkis um að sér hafi þótt þetta afskaplega fyndið›
Ég var einmitt að velta því fyrir mér þegar ég skrifaði þetta hvort ég ætti að taka fram að ég ætti ekki við forna merkingu orðsins argur, en ákvað að sleppa því. Einmitt vegna þess m.a. að áhugi Enters gæti vaknað.

Kvenskörungur forsetaembættisins. Hlerari við HB. Sporrekjandi ríkisins. Tilnefnd: Mesti laumupúkinn 2007 Gul ‹Drepur tímann› Ef þú getur lesið þetta ertu of nálægt. Laumuhluti: ÞráðurINN fundinn! 10. feb.. og annar 4. maí
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Grágrímur 4/2/11 18:21

Ég hef líka heyrt talað um að "Rækta nördið í sjálfum sér". Það gerir maður yfirleitt í Nexus. Vá hvað ég sakna þeirrar verslunar. Danskar nördabúðir eru glataðar. ‹Dæsir mæðulega og lítur út um gluggann›

Einfættur Gestapói númer 2. • Atvinnuátfíkill
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 5/2/11 01:47

Og nú er nexus skipt í tvennt, sér spilabúð þar sem spilasalurinn var áður, og spilasalurinn fluttur aðeins lengra.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Sannleikurinn 14/2/11 13:27

Er Nörd nörd , nerdi eða Norðanmaður?
Eru til nerdar?
Eru Nördar óvinir ríkisins? [Leitar að óvinum ríkisins , fer í gamla skattholið , finn gamalt skinnhandrit frá 12. öld með lista yfir nokkurn nöfn Fríslendinga]

..
» Gestapó   » Vísindaakademía Baggalúts   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: