— GESTAPÓ —
Lagfæringar á íslenskri réttritun
» Gestapó   » Vísindaakademía Baggalúts
        1, 2, 3, 4
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Huxi 30/3/08 11:55

Nú dettur mér í hug að það vantar algjörlega bókstaf til sem nær yfir hljóðið sem kemur úr munni flestra þegar þeir segja horn. R hljóðið er horfið en í staðin hljómar orðið eins og hoddnn. Ég kann ekki hljóðskrift og veit því ekki hvernig þetta er ritða þannig að það sé nákvæmlega rétt, en ég vona að það skiljist sem ég er að meina.

Misheppnaður valdaræningi * Efnilegasti nýliði No: 1 * Doktor í fáfræði * Faðir Gestapóa * Frændi Vímusar, Madam Escoffier og Herbjarnar Hafralóns * Forstöðumaður Veðurfarsstofnunar Baggalútíska Heimsveldisins * Forstjóri PRESSECPOL * Grænn
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Jarmi 30/3/08 12:29

Áddni og Bjaddney á gangi um Höbbn í Hoddnafirði með baddn í baddnavagni.

Jarmi - 110 oktan og helblekaður á því. Dólgur.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Dula 30/3/08 13:59

Jarmi mælti:

Áddni og Bjaddney á gangi um Höbbn í Hoddnafirði með baddn í baddnavagni.

‹Grípur um kvið sér, leggst í fósturstellingu á jörðina og veltist um, emjandi af hlátri›

Kosta og kynjamálaráðherra Baggalútíu. •  Forsetafrú, líka PRINSESSA og settur heilbrigðismálaráðherra (skv ráðherra og embættismannalista baggalútíu ) •  Gestgjafi Duludjammsins. • 22. kast er mitt !
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Günther Zimmermann 30/3/08 14:25

Fyrir nokkrum öldum tíðkaðist að rita 'eirn' fyrir einn, 'steirn' fyrir steinn, sveirn fyrir sveinn o.s.frv.

rn er sumsé borið fram dn. Ritháttur segir ekki (endilega) neitt um framburð.

Einhverntíman töldu einhverjir málverndunarsinnar sig himinn hafa höndum tekið og fóru að boða rn framburð, sumsé án d-hljóðsins. En það er bara bull. Við segjum baddn, hoddn, eiddn, steiddn.

Antiqvarius Imperii BACCALVTII - Vörzlumaður Fjársjóðskammers forsetaembættisins.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Günther Zimmermann 30/3/08 14:26

En afhverju r-ið hefur dottið út úr sumum orðum en öðrum ekki, það er mér hulin ráðgáta.

Antiqvarius Imperii BACCALVTII - Vörzlumaður Fjársjóðskammers forsetaembættisins.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Texi Everto 22/10/10 17:10

Svo er algerlega ólíðandi hvað norðlendingar eru með linan framburð.

Það eru TVÖ L í MosfeLLsbær og borin fram alveg eins og í FELL, lufsutungurnar ykkar! ‹Strunsar út af sviðinu og skellir á eftir sér›

• Þetta innlegg á sér ekki endilega stoð í Gestapóleikanum • Söngmaður sólarlagsins og áhangandi ljósaskiptanna • Fjalldrottning Baggalútíu • Riddaralið • Texi Everto treve ixet • Áttavillingur • Vonbiðill Geitarinnar • Matætan frá Mývatni
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Blöndungur 23/10/10 10:44

Texi Everto mælti:

Það eru TVÖ L í MosfeLLsbær og borin fram alveg eins og í FELL [...] ‹Strunsar út af sviðinu og skellir á eftir sér›

‹Sópar gólfið og lítur upp í sveita síns andlits› Það er reyndar talið fegurra mál að hafa mjúkt langt l [l:] þar sem eignarfalls-s (v.a.m. [eignarfal:s]) er á eftir. (Þessvegna er t.d. sagt [fjadlvegur] og [al:slöys].)

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Texi Everto 29/10/10 17:23

‹Sparkar upp hurðinni - þannig að hún skoppar af veggnum og skellist strax aftur›
Aaaaaanghhh! UOOOOOOaaaaaH!
‹Opnar hurðina venjulega og strunsar inn á sviðið haldandi um nefið á sér›
Budl!
‹Strunsar út af sviðinu og skellir á eftir sér›

• Þetta innlegg á sér ekki endilega stoð í Gestapóleikanum • Söngmaður sólarlagsins og áhangandi ljósaskiptanna • Fjalldrottning Baggalútíu • Riddaralið • Texi Everto treve ixet • Áttavillingur • Vonbiðill Geitarinnar • Matætan frá Mývatni
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Nermal 29/10/10 22:49

Maður opnar ekki hurð, maður opnar DYR!!

. Eigandi Bíkinieyja. Galdramaður svefnherbergisins.Rugludallur frá náttúrunar hendi. Páfi. Einkastrippari Næturdrottningarinar
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
hlewagastiR 1/11/10 10:09

Nermal mælti:

Maður opnar ekki hurð, maður opnar DYR!!

Jújú, ef þú átt gott qbein.

Þetta ritar ósköp úldið, aldið skar. • er falskonungur forðum var.
        1, 2, 3, 4
» Gestapó   » Vísindaakademía Baggalúts   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: