— GESTAPÓ —
Pelíkanar
» Gestapó   » Baggalútía
        1, 2, 3
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Don De Vito 2/3/10 20:31

Útsendarar á mínum vegum hafa komist á snoðir um hver helstu takmörk þessara fugla eru í raun og veru. Ég er hér með í fórum mínum áróðursmynd af leiðtoga Pelíkananna þar sem í bakgrunni eru greinileg ógrynni af kóbalti:

Ljóst er því að takmark þeirra er aðeins eitt; Heimsyfirráð eða dauði! Við verðum að sjá til þess að það verði dauði!

Ég tel að besta leiðin til þess að útrýma þessum hryllilegu óvinum sé að eitra helsta mataræðið þeirra, ellihrum gamalmenni (Sjá mynd 2 í boði Hilmars). Sem betur fer erum við með nóg af þeim hér og hér!

Doninn • Stríðsmangari Baggalútíska Heimsveldisins • Innflytjendamálaráðherra, maðurinn með stimpilinn • Settur forstjóri HSHB • Stórlax
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Sannleikurinn 9/10/10 12:51

Ég skal útvega ykkur vopnin - spurningin er einfaldlega sú hversu mikið hver og einn er tilbúinn til þess að borga mér svo ég geti farið og keypt handa ykkur vopn til að berjast við þessa pelíkana.
Ég hef staðið augliti til auglitis við pelíkana í dýragarði og ég var varaður við bókstaflega þeirri hættu sem minnsti misskilningur getur valdið á milli manns og pelíkana.
T.d. forseta Bandaríkjanna og pelíkana. ´Yes we can , thank you Satan´, gæti t.d. þýtt ´so long and thanks for all the fish´ í augum pelíkana.
Kannski er forseti Bandaríkjanna pelíkani en ekki geimeðla eins og sumir hafa stungið upp á. Það myndi meika mikið sens ef að í ljós kæmi að Barack Obama sé pelíkani , því að hvað var hann að gera innan um aðra pelíkana að láta mynda sig í Mexíkóflóanum , vitandi vits um að flóinn væri stórlega mengaður eftir alls kyns óargarflón??

..
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Huxi 12/10/10 09:52

Hvenær varst þú skipaður hinn Ílli keisari Baggalútíu? Embættisbréf í 7 riti stimplað af ráðuneytaráðuneytinu og forsetanum óskast, takk.

Misheppnaður valdaræningi * Efnilegasti nýliði No: 1 * Doktor í fáfræði * Faðir Gestapóa * Frændi Vímusar, Madam Escoffier og Herbjarnar Hafralóns * Forstöðumaður Veðurfarsstofnunar Baggalútíska Heimsveldisins * Forstjóri PRESSECPOL * Grænn
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
hlewagastiR 12/10/10 13:57

Ekki ílli, Huxi, heldur illi. Svona eins og í algjör illi, skilurðu.

Þetta ritar ósköp úldið, aldið skar. • er falskonungur forðum var.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Huxi 12/10/10 16:19

hlewagastiR mælti:

Ekki ílli, Huxi, heldur illi. Svona eins og í algjör illi, skilurðu.

Já auðvitað. Það liggur í augum uppi. ‹Skammast sín ofan í hrúgu fyrir að sjá ekki þessi augljósu sannindi›

Misheppnaður valdaræningi * Efnilegasti nýliði No: 1 * Doktor í fáfræði * Faðir Gestapóa * Frændi Vímusar, Madam Escoffier og Herbjarnar Hafralóns * Forstöðumaður Veðurfarsstofnunar Baggalútíska Heimsveldisins * Forstjóri PRESSECPOL * Grænn
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Sannleikurinn 18/10/10 18:49

Svar til Huksa - leynilegar upplýsingar , þjóðaröryggi.........

..
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Offari 18/10/10 18:56

hlewagastiR mælti:

Ekki ílli, Huxi, heldur illi. Svona eins og í algjör illi, skilurðu.

Og hversvegna er illi borið fram Ílli an samt skrifað illi. Eða eru kannski sunnlendingar illilegir en ekki íllilegir?

KauBfélagsstjórinn.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Goggurinn 18/10/10 22:25

Héðan í frá er þetta flámæltör þráðör

Er þesse röglödallör algjör elle?

‹Styður báðum höndum á mjaðmir, hallar sér aftur og hlær eins djúpum hlátri og unnt er› ‹Flýtir sér í burtu áður en að súg verður sér að voða›

Goggurinn. Vandamálaráðherra Heimsveldisins og varaforsetaherra. Sendiherra Páskaeyju. Staðfestur og rykfallinn erkilaumupúki. Stoltur eigandi eigin sálar.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Sannleikurinn 21/10/10 21:33

Skilaboð mín til Pelíkananna eru - ef þið farið ekki , þá mun ég ekki heldur fara , eins og frægt er orðað.

..
        1, 2, 3
» Gestapó   » Baggalútía   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: