— GESTAPÓ —
Skemmtilegar staðreyndir
» Gestapó   » Sögur, gátur, leikir og dægradvöl
        1, 2, 3 ... 11, 12, 13
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Dula 28/1/10 22:54

Að það líður líka oft langur tími áður en fattast að svona gamlingjar einsog sumir hér fyrir framan eru kannsi búnir að gefa upp öndina fyrir mörgum dögum ef þeir búa einir einhverstaðar.

Kosta og kynjamálaráðherra Baggalútíu. •  Forsetafrú, líka PRINSESSA og settur heilbrigðismálaráðherra (skv ráðherra og embættismannalista baggalútíu ) •  Gestgjafi Duludjammsins. • 22. kast er mitt !
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Kiddi Finni 9/4/10 18:59

Að ég heyrð í söngþresti í dag. Og í bófinku í gær. All það þýðir að vorið er komið víst á ný. ‹Ljómar upp›

Timburfleytarinn mikli.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Blöndungur 10/5/10 23:19

FM957 er að öllum líkindum eina íslenzka útvarpsstöðin sem ratað hefur inn í heimsþekkta kvikmynd. Í myndinni Wayne's World sést þegar þeir Mike Myers og Dana Carvey stilla útvarpið í Hondunni, og greinilega á 95,7 MHz. Þó ber að geta þess að þá tíðni notar útvarpsstöðin aðeins á sendum sínum í Reykjavík og á Akureyri.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Grágrímur 6/9/10 16:20

Nýjar rannsóknir sýna að það þarf nákvæmlega 8,5 cm lengd og 5,4 cm breidd til að fullnægja þörfum hverrar konu. Það kom einnig í ljós í sömu rannsókn að það skiptir ekki máli hvort kortið er frá Visa eða Mastercard.

Einfættur Gestapói númer 2. • Atvinnuátfíkill
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Steinríkur 6/9/10 19:16

Þó að samkynhneigð sé bönnuð í Marokkó eru Hommar áberandi þar, og sjást jafnvel á landakortum.

Í sjálfskipaðri útlegð frá skerinu um óákveðinn tíma.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Kiddi Finni 23/3/11 21:54

Að á 18 öld var flutt 20 000 sokkapör út úr Berufirði á einu ári. Þessi staðreynd var í boði Jónas Jónassonar á Hrafnagili.

Timburfleytarinn mikli.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Kífinn 24/3/11 03:10

Basil 2. var kallaður Búlgarabani (Bulgarakan). Vegna gamalla saka (við Búlgari) var mörg þúsund manna her frá Búlgarska konungsdæminu blindaður í Þessalóniku nema hundraðasti hver; úr þeim var aðeins annað augað stungið svo þeir gætu leitt hina til baka. Um svipað leyti tókum við upp kristni.

Takk fyrir áheyrnina.
        1, 2, 3 ... 11, 12, 13
» Gestapó   » Sögur, gátur, leikir og dægradvöl   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: