— GESTAPÓ —
Hagyrðingar allra landa sameinist
» Gestapó   » Kveðist á
        1, 2, 3 ... 307, 308, 309 ... 459, 460, 461  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
hvurslags 26/5/10 11:34

Nú er í mér geðið gramt,
því góða skapið hvarf.
Mörgum er því miður tamt
meir að hafa en þarf.

Langt er síðan leit ég á
lútinn okkar góða.

Yfir kalda sítrónu, einn um nótt ég bauva.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Goggurinn 26/5/10 11:42

Langt er síðan leit ég á
lútinn okkar góða.
Eitt er víst, að alltaf þá
átt'ann margt að bjóða.
---
Alltaf, þá ég andann dreg,
inn um munn og nefið,

Goggurinn. Vandamálaráðherra Heimsveldisins og varaforsetaherra. Sendiherra Páskaeyju. Staðfestur og rykfallinn erkilaumupúki. Stoltur eigandi eigin sálar.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
hvurslags 26/5/10 11:48

Alltaf, þá ég andann dreg,
inn um munn og nefið,
magnast stíflan leiðinleg.
Ljótt er bannsett kvefið.

Allur verður út í for
Austurvöllur núna.

Yfir kalda sítrónu, einn um nótt ég bauva.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 26/5/10 14:27

Allur verður út í for
Austurvöllur núna.
Svona er hið vænsta vor,
og viðkvæm nálin túna.

Aftur koma allir þeir
sem aðeins skruppu burt.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
lappi 26/5/10 22:23

,
Aftur koma allir þeir
sem aðeins skruppu burt.
Líka Svenni og Gunnar Geir
enn glötuðu Brandi og surt.
---------------------------------------
Kvölda tekur ég fögnuð finn
frið og innri ró.

lappi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 27/5/10 09:18

Kvölda tekur ég fögnuð finn
frið og innri ró.
Aðra hönd legg undir kinn
og andans blessa fró.

Nú er úti veður vænt,
vorið gleði eykur.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Goggurinn 27/5/10 09:31

Nú er úti veður vænt,
vorið gleði eykur.
Logn og sól og grasið grænt -
golf er frábær leikur.
---
Aldrei hef ég áður séð
annað líkt og þetta:

Goggurinn. Vandamálaráðherra Heimsveldisins og varaforsetaherra. Sendiherra Páskaeyju. Staðfestur og rykfallinn erkilaumupúki. Stoltur eigandi eigin sálar.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 27/5/10 10:48

Aldrei hef ég áður séð
annað líkt og þetta:
Eftir mikið andans streð
Enter á rassinn detta. ‹Skammast súg í súgs haus›

Fjörutíu Faðirvor
ég fer nú með til yfirbótar.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
lappi 27/5/10 12:07


Fjörutíu faðirvor
ég fer nú með til yfirbótar.
þvílíkt klór og skammar skor,
skelvilegt hvað maður blótar.
-------------------------------------------
Kosningarnar nálgast nú
nenni varla á kjörstað.

lappi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 27/5/10 12:28

Kosningarnar nálgast nú
nenni varla á kjörstað.
Á því hef ég enga trú
að þær komi í fjörstað.

Öllum verður allra bezt
æ-ið við að merkja.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Bullustrokkur 28/5/10 11:43

Öllum verður allra bezt
æ-ið við að merkja.
Eftir kjör þeir æja mest.
Illa mun þá verkja!

Alltaf set jeg ex við dje
enda´ á móti póli tík

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 28/5/10 12:40

Alltaf set jeg ex við dje
enda´ á móti póli tík
græði á að grilla spje
gleði mín er engu lík.

Listar fara í leðjuslag
og láta smjörið fljóta.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
lappi 28/5/10 14:16

Listar fara í leðjuslag
og láta smjörið fljóta.
Enn góðan semur Billi brag
borgarar,hanns njóta.
--------------------------------------
Upp á fjóssins háa haug
haninn montinn galar.

lappi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Heimskautafroskur 2/6/10 20:05

Upp á fjóssins háa haug
haninn montinn galar.
Eins og þegar Lappi laug
um ljúfar meyjar, falar.

Öskureiður Eyjafjallajökull,
alveg búinn á'ðí eftir lætin.

vér kvökum og þökkum
GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Bullustrokkur 3/6/10 15:51

Öskureiður Eyjafjallajökull
alveg búinn á'ðí eftir lætin
Ekki er því að treysta. Vertu vökull.
Veit ég hann er illgjarn bæði og rætinn.

Ertu svangur Sími minn?
Svona! Hérna' er rafurmagn.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
lappi 4/6/10 18:03


Ertu svangur sími minn?
Svona! hérna'rafmagn.
Ég nota þennan,hringir hinn
heimasíminn,ógagn.
------------------------------
Upp til allra hæðstu hæða
hálvitarnir tróna sér.

lappi
GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Bullustrokkur 5/6/10 11:12

Upp til allra hæðstu hæða
hálfvitarnir tróna sér
Ek vil tinda alla bræða
upp á þeim svo hreykja mér.

Ég er eins og Lappi litli
lunkinn hagyrðingur.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Bakaradrengur 5/6/10 17:11

Ég er eins og Lappi litli
lunkinn hagyrðingur.
Stend ég oft í stuðlafitli,
stakan allvel syngur.

Ætlir þú að yrkja hér
efni skalt þú finna.

Hver hefur svo sem ekki ruglast á teskeið og kílói?
        1, 2, 3 ... 307, 308, 309 ... 459, 460, 461  
» Gestapó   » Kveðist á   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: