— GESTAPÓ —
Hvað var það furðulegasta sem kom fyrir þig í dag?
» Gestapó   » Sögur, gátur, leikir og dægradvöl
        1, 2, 3 ... 35, 36, 37, 38, 39, 40  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Svefnpurka 26/2/10 00:16

Mér var boðið í skoðunarferð um skólphreinsistöð Reykjavíkur. Ég afþakkaði boðið pent og ákvað að fara heldur á skíði.

ZzZz ZzZ Zz zZzZ - Svefnpurka • Ég er í vafa... enda mikið vafamál.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Kargur 26/2/10 10:39

Ég komst að því að hvolpur Kargsbúsins þolir það vel að gista utandyra í byl. Þetta er nagli.

Það held ég nú!
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Grágrímur 26/2/10 13:26

Heyrði 2 konur í vinnunni tala á dönsku um Ísland og Icesave...

Einfættur Gestapói númer 2. • Atvinnuátfíkill
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst

Ég fór í Bónus og afgreiðslustúlkan á kassanum talaði íslensku.

En hún snýst nú samt
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
núrgis 29/4/10 14:27

Það var reyndar í gær, en ég sá risastóran mann festast í rennibrautinni í Laugardalslauginni og verða síðan læstan inni í tröpputurninum. ‹Grípur um kvið sér, leggst í fósturstellingu á jörðina og veltist um, emjandi af hlátri›

Kattavinur og amma skrattans.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Anna Panna 30/4/10 17:43

Það furðulegasta (og jafnframt kvalafyllsta) var að horfa á kvikmyndina Twilight, hverja ég þarf að nota í kvikmyndagreiningu í stóru skólaverkefni.

♦ brjálaði demanturinn ♦ valkyrja ♦ elvis ♦ nýliðaskelfir, konan með hinn stimpilinn ♦ blámannagrúppía ♦ fæst nú einnig með háskólagráðu ♦
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Bakaradrengur 30/4/10 19:21

Ég vaknaði. ‹Starir þegjandi út í loftið›

Hver hefur svo sem ekki ruglast á teskeið og kílói?
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Kargur 2/5/10 00:40

Mér batnaði bakverkurinn frá helvíti.

Það held ég nú!
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Blöndungur 3/5/10 18:37

Ég var að éta epli með vinstri hendi, og prófaði einhversstaðar í miðju epli, til að komast betur að, að snúa því við, þ.e.a.s. þannig að þumlinum hélt ég í stilkkverkinni, en vísifingri og löngutöng um neðri kverkina. Í þann mund (!) rann upp fyrir mér að þannig hefði ég líklega aldrei áður haldið á epli að yfirlögðu ráði.
Svo hvarf þessi tilfinning, og mér fannst ekkert skrýtið við það hvernig ég hélt á, (eða hafði ekki haldið á,) eplinu. Það gefur vísbendingu um að þessi tilfinning hafi verið einhverskonar skammtímabundin „ókennslatilfinning“. Þær fæ ég æ sjaldnar núna upp á síðkastið, en sem dæmi man ég eftir því þegar ég var á barnaskólaaldri að mér þótti alltíeinu orðið hús alveg stórfurðulegt. (- Sem það í raun og veru er, ef vel er að gáð.) VW bjöllur urðu líka eitt sinn fyrir þessari tilfinningu, og margt fleira, sem ég hvorki nenni að telja upp né man í fljótu bragði eftir.

Athugasemd: Ef svona stundleg „ókennslatilfinning“ er eitthvað sem er raunverulega til, þá finnst mér líklegt að hún sé skyld dejá-vu. Ef það er rétt, þá sýnist mér í fljótu bragði að það grafi undan matrix-kenningunni um eðli heimsins. En í stuttu máli felst hún í því að tilveran öll sé aragrúi afar haganlega samhæfðra tölvuforrita, þ.á.m. við sjálf og vitund okkar. Ýmsir óútskýranlegir hlutir eru þá taldir vera birtingarmynd forritsbilana eða villna - sbr. dejá-vu kötturinn í myndinni Matrix (ísl. Fylkinu).

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hrútaberið 3/5/10 20:02

Eyddi aleigunni í besefans Bónus.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Grágrímur 4/5/10 08:30

Anna Panna mælti:

Það furðulegasta (og jafnframt kvalafyllsta) var að horfa á kvikmyndina Twilight, hverja ég þarf að nota í kvikmyndagreiningu í stóru skólaverkefni.

Guð minn góður, ég samhryggist... og skal hjálpa þér.

Kvikmyndagreining Grágríms á Twilight:
VAMPIRES DON'T SPARKLE!

Einfættur Gestapói númer 2. • Atvinnuátfíkill
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Grágrímur 4/5/10 15:44

Í dag keypti ég mér nýtt belti. Sem ekki væri í frásögu færandi nema að gamla beltið mitt var orðið tveggja og hálfs árs gamalt og keypti ég það sama dag og árshátíð Gestapó var 2007 og hef gengið með það hvern einasta dag síðan. Það var enda orðið pínulítið morkið.

Merkilegt annars hvað belti eru ógeðslega dýr.

Einfættur Gestapói númer 2. • Atvinnuátfíkill
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 4/5/10 17:28

Þegar ég keypti mér síðast belti, líklega í kringum árið 1990, þá voru þau rándýr líka... en endingin er búin að vera góð, reikna með að eiga beltið í 20 ár í viðbót...

To live outside the law, you must be honest.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Grágrímur 4/5/10 17:30

Hvar færðu svona svakalega endingargott belti?

Einfættur Gestapói númer 2. • Atvinnuátfíkill
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 4/5/10 17:48

Góð spurning, ég hef eiginlega ekki þurft að rifja það upp... læt þig vita þegar og ef ég man það...

To live outside the law, you must be honest.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Litla Laufblaðið 4/5/10 20:41

Það furðulegasta og jafnfram það yndislegasta sem kom fyrir mig í dag var að ég sá hjartslátt ófædds barns míns í fyrsta sinn.
‹Ljómar svo mikið upp að allur heimurinn fær ofbirtu í augun eitt augnablik›

Krúsídúlla Gestapó.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Grágrímur 4/5/10 22:24

Til hamingju Litla Lauf! ‹Ljómar upp›

Einfættur Gestapói númer 2. • Atvinnuátfíkill
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Fergesji 4/5/10 22:28

Óttalegt belta tal er þetta. Einn þarf nýtt belti, annar þarf ekki nýtt belti, þriðji þarf að víkka beltið, og vér endum hér með með því að fullyrða, að vér þurfum ekkert belti yfir höfuð.

Konungur Efergisistan • Gáfumálaráðherra • Flöt jörð - Slétt föt - Hrein trú • Áttum bestu endurkomuna árið 2008 • Sturtufíkill
        1, 2, 3 ... 35, 36, 37, 38, 39, 40  
» Gestapó   » Sögur, gátur, leikir og dægradvöl   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: