— GESTAPÓ —
        1, 2, 3 ... 497, 498, 499, 500, 501  

Lífs á stigu stinga þorn,
stórar sliga byrðar.
Vænni migu veittu á korn
vættu sig svo firðar. (firðar: menn)

Nú skal drekka, drengur minn
dettu ekki úr sæti.

Lýti eins er annars prýði
oft nam dylja fegurð hýði.
Maður hver er mögnuð smíði
Meistarinn sem skapar blíði.

Á kaffihúsi í Kaupinhafn
kættist mærin svöl
er hana spurði Heiðar Rafn:
vil du ha' en öl?

Gleði auka gamanmál
glatt hér kveða höldar.
Kann þó fara í brand og bál
á bragarslóð er kvöldar.

Úti á báti glópar glápa:
Gestur, Þór og Lúpa,
árar kara og keipa sápa
karlar höfði drúpa.

Næst: drengur, menn, hanga, sómi

Stekkur hæð sína

Ef að stekkur yfir leir
ástæðu má geta
Alltof margir eru þeir
sem einskis kvæðin meta.

Endurtek:

Ligg ég rekkju lasinn í
lemstaður með strengi.

Nú er hláka, helvíti sleipt
hendist ég á hausinn
lappir hefur hálkan sveipt
og hundblautur er dausinn*

Var með iljar uppí loft
um þá fór að hugsa

* daus er hér í merkingunni rass

Athuga, ...

Lífið það er stanslaust streð,
stjórnlaust þar ég ráfa
Inní vísur orðum treð
á íslenskunni káfa.

Enginn mennskur maður kann
mér að létta róður.

Hana nú!

Ef ég fer á fyllerí
feyknin gerast skrítin
Kem ég mér í kelerí.
Kona vert'ei ýtin!

Daginn lengir dimma flýr
dregur enginn ýsur.

Hrökklast aftur á bak og hrasar við
Of seinn!

Ógilding er absólút,
ei var hringhent kveðið
puttalingur labbar út
léttist þyngra geðið.

Ofsakátur er ég nú
alveg mátulegur

Fór að stríða Frónbúinn
fannst það prýði mikil,
viltu skríða, vinur minn,
og velta gríðarhnykil.

Ofsakátur er ég nú
alveg mátulegur

Erfitt reyndist upprisið
eftir næturskemmtun
skar og lauf ég er, visið,
engin varð mín menntun.

Þetta var ei beysinn botn
bragarsmíði aum.

Kjólinn svarta kenna mun og hvarmur vöknar.
Er hrund ég finn sem hjartað saknar
heitur funi í brjósti vaknar.

(baksneidd braghenda)

Þjást ég mun um þessi jól
þrái að finna þig.
Er á himni hækkar sól
hitta skaltu mig

(Ég fylgi fordæmi nornarinnar)

Heita girndargaldramær
ég get ei hamið mig.
Af göldrum þínum orðinn ær
ætíð hugsa um þig.

Fundinn vil eg fá með þér
fagra nornin mín.
Hvenær, já og hvert sem er,
kæmi ég til þín.

Drösla pokum druslu -nær-
dregur lokum jóla
Úti er þoka og þéttur snær
það er nokkur gjóla.

Hringa- fríða- hrundin mín
hvar er blíða og ástarþel?

Hljóta munum nægju nóg
nær þú vilt mig finna.
Strýk þín læri strýk þinn bóg
stælta galdrakvinna.

        1, 2, 3 ... 497, 498, 499, 500, 501  
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: