— GESTAPÓ —
Barbie
Fastagestur.
Pistlingur - 31/10/04
Kynskipti.

Um hið óendanlega mikilvægi þess að vera kona - í hugum annarra.

Ég er óneitanlega kona. Samt er oft pressað að mér að játa þetta kynskipti mitt, eins og ég hafi óvart ekki tekið eftir því. Samt hef ég aldrei verið karlmannleg. Það er nú samt alltaf í tengslum við vinnuna sem aðrir starfsmenn sjá sig knúna að benda mér á að ég sé KONA (,,og í þessu starfi, Jesús Guðsonur\" fylgir hjá flestum á innilegu innsogi) og vilja fá mína sérstöku KVENsýn á mitt starf. Allmargir hafa orðað efasemdir sínar við mig beint út að ég valdi á engan hátt starfi mínu sökum almenns kraft- og magnleysis, sem virðist bundið við allar konur í þeirra hugum.
Nú hef ég lengi verið útivinnandi kona, byrjaði fyrsta starf mitt sem 12 ára stelpuskjáta í hressilegum pollagalla að týna rusl af ruslahaugunum í Hafnarfirði þar sem bærinn taldi það afar uppbyggilega vinnu fyrir ungviðið. Síðan hef ég unnið flestöll sumur, stundað aukavinnu með skóla, unnið þar til ég er örmagna á líkama og sál en samt vaknað næsta dag og unnið meira, sumsé unnið eins og hin klassíka íslendingamynd segir manni að gera. Vinna meira en maður vill - eða ætti ég að segja kona?
Nú eru líka karlmenn í minni stétt sem gegna sambærilegu starfi. Merkilegt nokk þá held ég að við þiggjum sömu laun fyrir vikið en slíkt er á engan hátt sjálfsagt. Okkur ber saman um hvað sé erfitt á vinnustaðnum en enginn er að kvarta yfir líkamlegu atgerfi enda mikil hreystimenni (og kona) sem um ræðir. Langir vinnudagar og mikið álag taka sinn toll en flestir læra að lifa með því og finna sig vel í því sem þeir eru að gera. Nú er ég svo heppin að starfa einmitt á því sviði sem hefur heillað mig hvað mest. Hins vegar verður að játast að það er pínulítið þreytt að starfsmenn í hliðar- og stoðgreinum, fólk sem vinnur nær aldrei með mér og hefur enga yfirsýn eða reynslu af mínum störfum, byrjar iðulega á sömu tuggunni: ,,Hvernig er að vera kona í þínu starfi? Er þetta ekki rosalega erfitt? Geta konur nokkuð unnið við þetta?\". Þessar þrjár koma í einni bunu áður en maður (kona) fær rönd við reist. Nú verð ég ekki vör við annað meðal SAMSTARFSfólks míns, fólk sem vinnur beint með mér en er ekki bara að ráðast óforvandis að mér í matsalnum, að það sé mikil ánægja með mín störf. Ekkert þeirra hefur efast um mína hæfni, hvorki andlega né líkamlega. Sjálf veit ég að ég legg mig alla fram í mínu starfi. Hins vegar sit ég eftir með þá gríðarlegu fordóma sem koma fram í einhvers konar meðaumkun og lítillækkun. Næst þegar þið hafið skoðun á einhverju sem þið þekkjið ekki til hlítar - væri ekki bara ráð að þegja?

   (16 af 29)  
31/10/04 20:01

Aulinn

Núna er ég alveg rugluð. Ertu karlmaður sem breytti sér í konu?

31/10/04 20:01

Bölverkur

Kynskipti eru glæpur gegn náttúrunni. Og, hana nú!

31/10/04 20:01

Barbie

Orðskýringar fyrir þá sem lesa bara titilinn og leggja svo orð í belg: Hér er um að ræða nokkurs konar leik að orðum. Orðið kyn-skipti er notað líkt og hlut-skipti enda mitt eilífðarhlutskipti að vera kona og fjallar pistlingurinn um það - líkt og glöggir lesendur hafa áttað sig á.

31/10/04 20:01

Hundslappadrífa í neðra

Áhugavert, virkilega áhugavert. Ennþá áhugaverðara væri að vita á hvaða sviði þessi ofurMANNlega vinna er.

31/10/04 20:01

Júlía

Allt þetta fólk er vísast vel meinandi, svona inn við beinið. Viðhorf þeirra sýnir hins vegar greinilega hvað gömlu kynjaímyndirnar eru sprelllifandi og sprækar enn í dag. Konur eiga að vera góðar og mildar, dúlla við börn og gamalmenni, kenna ungviðinu að draga til stafs og brosa blítt til þjáðra, en ekki að standa í stórræðum eins og að stýra fyrirtækjum, fljúga flugvélum, standa í stóraðgerðum eða fást við áhættufjárfestingar.
En sjálf er ég löngu hætt að undrast kvenleika þinn, Barbie mín, hitt vekur alltaf jafn mikla eftirtekt hvað þú ert afbragðsgóður penni.

31/10/04 20:01

Offari

Sviðið skiftir ekki máli hinsvegar hafa konur ávalt þurft að standa sig betur en karlar til að sanna sig í" karlkyns starfi"

31/10/04 20:02

Barbie

Þakka þér kærlega Júlía mín og sömuleiðis. Þetta þótti mér virkilega vænt um.

31/10/04 21:00

Jóakim Aðalönd

Ertu kannske slokkvilidsMADUR?

31/10/04 21:00

Jóakim Aðalönd

Thess ber ad geta ad Adalondin er mikill jafnréttissinni og vill m.a. leggja nidur alla kynskiptingu í íthróttum. Thess ber einnig ad geta ad kvenMENN eru alveg jafn miklir MENN og karlMENN.

1/11/04 01:01

Barbie

Mér þykjir alveg jafnleitt að margir karlmenn þurfa sífellt að réttlæta veru sína í ,,kvennastörfum". Hvenær ætli við komumst yfir þennan kynóróa?

Barbie:
  • Fæðing hér: 17/4/04 09:53
  • Síðast á ferli: 11/5/20 08:37
  • Innlegg: 447
Eðli:
Ég er Barbie - það þekkja mig allir.
Fræðasvið:
Tíska, barneignir og bleikur. Mannslíkaminn. Hirðsiðir og sómi ungmeyja..
Æviágrip:
Fráskilin en ekki að vestan.