— GESTAPÓ —
Félagsrit:
HeMan
Nýgræðingur með  ritstíflu.
Dagbók - 1/12/05
Klambratún.

Eitt sinn hét Miklatún því merkilega nafni Klambratún.

Ráðamenn, spilltir og skammsýnir, andans vanaðir og yfirlætisfullir, bullfullir og klambraðir.
Ó Klambratún hversvegna heitir þú Miklatún?

Ég hitti leigubílstjóra er Skafti heitir og sagði hann mér söguna af því þegar til var Klambratún og ekkert var Skipholtið annað en síldargeymsla.
Skafti var skeggjaður og furðulega líkur sjálfum Kláusi Santa. Sannarlega hefur maðurinn verið að segja sannleikann því hann hringdi í vinkonu sína sem átti orðabók um flesta hluti og svo kallaði hún manninn "Séra". "Sæll Séra minn!" ef orðrétt skal hafa eftir.
Orðabókin sagði frá því að klambrar væri eitthvað sem frysi saman.
Klambratún = Eitthvað sem frýs saman tún

Alls ekki svo galið og ekki lýgur hann Séra Skafti.

Mátturinn sé með yður og þínum anda. Einkum og þá sér í lagi Séra Skafta.

   (1 af 1)  
1/12/05 11:00

Anar

KlambraMan.

~Breytingar eru breytingum háðar~

1/12/05 11:00

Jóakim Aðalönd

Já, en það var þó varla ástæða til að breyta nafni Klambratúns í ,,Miklatún", sem er að mínu mati langtum ófrumlegri nafngift, eða hvað?

1/12/05 11:01

Leibbi Djass

Klambratún er klárlega fallegra í framburði.

1/12/05 11:01

Rósin

Ég hef ætíð kallað Klambratún Klambratún og er ekkert að fara að breyta því.

1/12/05 11:01

Leibbi Djass

Enda ertu algjör bolla.

1/12/05 11:01

Rósin

Afsakaðu en hvað meinarðu með því Hr. Djass?

1/12/05 11:01

Leibbi Djass

Þú ert rjómabollan mín. Takk fyrir.

1/12/05 11:01

Rósin

Já, u, allt í lagi. [Roðnar eilítið]

1/12/05 11:02

Kondensatorinn

Þarna stóð víst bær sem hét Klambrar. Svo var Miklabraut lögð yfir túnið. Mun þánafnið hafa skolast til.

1/12/05 12:00

Leibbi Djass

Þarna kom það. Klambratún.

1/12/05 15:00

Ívar Sívertsen

Miklatún getur verði á eyjunni á milli akreina á Miklubrautinni en Klambratún er þar sem Kjarvarlsstaðir eru!

HeMan:
  • Fæðing hér: 7/2/04 22:47
  • Síðast á ferli: 11/1/06 03:48
  • Innlegg: 0
Eðli:
I HAVE THE POWER!
Æviágrip:
Verndari Eterníu og geymi lykilinn að grákúpu. Baka kökur og stunda fjárhættuspil. Í rauninni heiti ég Adam.