— GESTAPÓ —
Rasspabbi
Fastagestur.
Pistlingur - 2/12/06
Veggjakrotarar eru stigamenn.

Skemmdarvargar eða misskildir fæðingahálfvitar?

Nei nú er nóg komið. Haldiði ekki að einhver bannsettur afturkreistingurinn hafi ekki krotað með rauðum túss, risastórum ólæsilegum stöfum á nýmálað heimili móður minnar.

Ég sver það, ef ég næ einhvern tímann í hnakkadrambið í einhverjum af þessu málheltu vanvitum og aumingjum þá mun ég byrja á því að láta hann sleikja krotið af húsinu og reka svo tússinn, ellegar úðabrúsann, á kaf í kokið á heilvítis fíflinu.

Fari allir þessir helvítis aumingjar beinustu leið til andskotans.

Svei!

Og ekki koma með eitthvað væl um list og annað eins kjaftæði. Ef þessir listsjúku viðrini þurfa endilega að tjá list sína þá geta þeir bara úðað og krotað á bakraufina á sér eða sín eigin heimili.

Djöfull er ég reiður.

   (1 af 17)  
2/12/06 13:02

Regína

Ólæsilegum! Svei!

2/12/06 13:02

krossgata

Ólæsilegum! Þá er líklega ekki hægt að segja til um hvort var stafsett rétt. Öss.

2/12/06 13:02

Hvæsi

<Þvær sér um hendurnar, hendir tússpennanum í sjóinn og forðar sér>

Þetta er ljótt að heyra !

2/12/06 13:02

Kondensatorinn

Ritvillingar.

2/12/06 13:02

Dula

Úff fegin er ég að hafa ekki þessa óstjórnlegu ritþörf.

2/12/06 14:01

B. Ewing

Senda mynd til lögreglunnar ásamt klögumáli. Þeir nappa einstaka krotara endrum og eins.
Verst er hvað glæpurinn tekur stuttan tíma [Dæsir mæðulega og gáir yfir vegginn]

2/12/06 14:01

Tigra

Þeir ættu að úthluta kroturum veggi eins og þeir gerðu oft hérna áður fyrr.
Hverjum er ekki sama þótt einhver undirgöng séu útkrotuð?
Leyfa þeim að krota á einstaka tóma ljóta veggi... svo fremi sem þeir hafi það siðferðislegt, þá fái það að standa.

2/12/06 14:01

Númi

Já - þetta er leiðinlegt.
Ég hef staðið veggjakrotara að verki. Honum var ekki skemmt þegar ég úðaði fína leðurjakkann hans með græna málningarspreyinu sem hann hafði notað til að merkja sér húsvegginn minn.

Það á ekkert að úthluta svona skemmdarvörgum veggjum til að krota á - ættum við þá ekki líka að vera með sérstakar verslanir sem þjófar geta hnuplað úr í friði?

2/12/06 14:01

Nermal

Stundum sér maður smekklega gerðar myndir eftir veggjakrotara, sem geta verið flottar á réttum stöðum. En svona krot eins og "Öddi er fáviti" eða "Tóta mella" er bara ömurleg hryðjuverkastarfsemi. Í gapastokk með svona lið. Rasskellingar á almannafæri !!

2/12/06 14:02

Tina St.Sebastian

Graffiti er ekkert verri list en hver önnur, og mætti vel nýta hana til að lífga aðeins upp á grámyglulegan arkitektúr höfuðborgarinnar. Ráðhúsómyndin mætti t.d. alveg við smá lit.

2/12/06 15:00

Rasspabbi

Það sem ég á við hérna eru þau tilvik þegar einhver tekur sig til og eyðileggur heimili annars fólks. Gerir á því breytingar sem það óskar ekki eftir. Slíkt heitir eignaspjöll og varðar við lög. Hvað listræn sjónarmið varðar þá veita þau leyfi til þess að krota á heimili mitt eða annars fólks.

2/12/06 15:00

Ísdrottningin

Það er sitthvað að þeir úði málningu í leyfi eða óleyfi.

2/12/06 15:01

Vladimir Fuckov

Varðandi það sem Tina bendir á þá er gallinn sá að nánast allt veggjakrot sem vjer höfum sjeð er 'rusl' á borð við það sem Nermal bendir á. Að auki er mikið um hakakrossa, rasísk slagorð, eitthvað sucks o.fl. í þeim dúr. Vjer höfum reyndar sjeð flott veggjakrot en það var eigi hjer á landi.

2/12/06 15:01

krumpa

Sammála Vlad...og raunar fleirum. Flott graffitilist getur alveg átt rétt á sér - en ekki á húsveggjum annarra að þeim forspurðum. Annars er orðið alveg hryllilega mikið um svona krass á húsveggjum og það er varla til mikillar prýði.

Rasspabbi:
  • Fæðing hér: 31/1/04 14:34
  • Síðast á ferli: 12/11/15 12:13
  • Innlegg: 239
Eðli:
Rassfaðirinn er hinn vænsti karl og er ekkert klúr.
Fræðasvið:
Einkar ófróður um það sem fróðlegt þykir en þeim mun fróðari um ófróðlega hluti.Sem sagt, ófróður fræðamaður.
Æviágrip:
Ævin hófst líkt og hjá hverjum örðum ómerkilegum Íslending, með öskrum og látum.Skrölt í gegnum skóla af mis miklum áhuga og angur frá eldri nemendum. Ekki má þó kalla Rasspabba tossa eða letningja því hann er þokkalegur þegar hann vill og nennirNú til dags heldur Rasspabbi sig gjarnan í nánd við lítinn flugvöll á einum af mörgum útnárum Íslands.