— GESTAPÓ —
SlipknotFan13
Nýgræðingur.
Dagbók - 2/11/03
Tímabils fenómenón?

Ég hef rosalega gaman af hallærislegum frösum, sérstaklega svona catcphrases sem deyja fljótt út og síðar meir verða hálfgerð táknmynd fyrir hallærið sem skóp frasann.
Gott dæmi er "Word to yo mutha!" sem Vanilla Ice notaði í tíma og ótíma öllum til hrellingar. MC Hammer notaði frasann "HAMMERTIME!" svo oft í viðtölum að fréttamenn hættu að nenna að taka viðtöl við hann. Í byrjun Súper Maríó Bræðra þáttanna á Stöð 2 í gamla daga byrjaði þátturinn á hinni stórkostlegu setningu "Halló krakkar! Nú byrjar ÆÐISGENGINN þáttur með Maríó Bræðrum!." Það finnst mér frábært. Nei, afsakið, meiriháttar, mergjað og æðisgengið!
Nýjasti frasinn kemur síðan frá hinu ódrepandi málmskrímsli Metállíku. Í endalausu miðaldra angsti sínu kemst söngvara þeirra svo til orða - "I'm madly in anger with you!"
Tónleikaferð þeirra félaga var síðan haldin undir formerkjunum "Madly In anger with the world!". Mikið finnst mér það æðislegt!
Hvað næst? Fer Hetfield að selja gsmsíma og rappa í McDónalds auglýsingum?

   (8 af 13)  
2/11/03 04:00

Þarfagreinir

Fligú!

2/11/03 04:00

Skabbi skrumari

Slippknott... í slippinn kanske?

2/11/03 04:01

Heiðglyrnir

Vanilla Ice "Drop the zero and give it to the hero"

2/11/03 04:01

SlipknotFan13

Gleymdi því auðvitað. Fleiri góð er náttúrulega
"Sleikipinni og stússígalli, kem ég við á hverju balli! Hipp Hopp Halli!" -Tennessee Trans.

SlipknotFan13:
  • Fæðing hér: 3/1/04 22:22
  • Síðast á ferli: 23/12/22 23:23
  • Innlegg: 1
Eðli:
Æm djöst a normal gæ hú læks Pína Kóladas and getting köht in þe rein...
Fræðasvið:
Númetalískst spjátrungspopp og tíska unglingsstúlkna á ofanverðri 21. öld.
Æviágrip:
Ungur fæddist, ekki látinn enn.