— GESTAPÓ —
Leibbi Djass
Óbreyttur gestur.
Sálmur - 31/10/03
Þú ert...

Hér notast ég við bragarháttinn Þú ert, sem að listamaðurinn Sigurður Guðmundsson slengir fram í fyrstu bók sinni Tabula Rasa. Þetta er ansi skemmtilegt ljóðaform og til gamans má geta að þá samdi Tómas R. Einarsson við þetta ansi skemmtilegt blúsriff.<br /> G

þú ert
þú ert skær þú ert blá
þú ert tær og afarsmá
þú ert yndismjúk og auðug
þú ert langt frá því að vera saurug

þú ert vísa þú ert væs
þú ert klisja þú ert næs
þú ert Friðrik þú ert Fróði
þú ert Silli þú ert sóði

þú ert gjörsamlega gruggug gæs
þú ert örugglega ötuð spítufræs
þú ert magnþrungin mynd á mánudagsnóttu
þú ert tvær stjörnur fram yfir óttu

þú ert bull þúert basl
þú ert sull þú ert spasl
þú ert nenni þessu ekki meira
þú ert ljóðamorðingi að leira

þú ert hvað sem þú vilt úti á Spáni
þú ert óttalega mikill ungur kjáni
þú ert búinn að koma þér í kör
þú ert vinnur við leikskólakjör

þú ert góðar stundir gleymast seint
þú ert meiraðsegja þegar þeim er gleymt
þú ert ávextir og rauðir tússar
þú ert hrím og kinnarauðir rússar

þú ert farinn í bili en ekki dauður
þú ert mamma mc bitch og algjör sauður.

   (28 af 31)  
31/10/03 12:02

Skabbi skrumari

Þú ert góður gaur
Þú ert pöru paur
Þú ert hjartans hrjúfi
Þú ert Leibbi ljúfi

31/10/03 13:01

Sverfill Bergmann

Sæll Leibbi, viltu sígó?

31/10/03 14:01

Leibbi Djass

Slæ nú ekki á móti því. Takk vinur.

Góðar stundir.

Leibbi Djass:
  • Fæðing hér: 27/12/03 21:05
  • Síðast á ferli: 2/9/06 10:59
  • Innlegg: 56
Eðli:
Ef þú ullar á mömmu þína, þá ullar hún eflaust á móti.
Fræðasvið:
Narsissíska, hedónsíka og frýgíska.
Æviágrip:
Fæddur og uppalinn Skagamaður, á Sjúkrahúsi Akraness þann 26. Janúar á því herrans ári 1982. Linleskja og algjör tík, en samt hinn bærilegasti gaur. Kom til þann Baggalútíu 27. Desember 2003 og hefur starfað þar við ýmislegt. Hefur t.d. verið Bjúrókrati í Nefndarmálaráðuneyti og heyrði þar undir Ruglubulla. Reykingafélagi Sverfils Bergmanns.