— GESTAPÓ —
Lopi
Heiðursgestur.
Gagnrýni - 5/12/07
Eins og í gamla daga

The Loon - Tapes n'tapes

Aldrei átti ég von á því að ég eignaðist plötu aftur á þessum dögum sem ég get hlustað á aftur og aftur án þess að fá leið á henni eins og gerðist oft þegar ég var unglingur. Þetta eru albúm með lögum sem eru ekkert sérstaklega grípandi við fyrstu hlustun en svo þegar hlustað er oftar fer maður að heyra fleiri og fleiri fallegar laglínur í kraðakinu og greinlegt er að góð vinna hefur verið lögð í uppbyggingu og útsetningu á lögunum. Undanfarin 10 - 15 ár hef ég verið ákaflega latur að fylgjast með því sem er að gerast í popp og rokktónlistarheiminum og þeir fáu diskar sem ég hef keypt undanfarið eru bara ekkert sérstakir. Sem segir manni hvað það skiptir miklu máli að lesa sig til og fræðast um það sem er að gerast, til að gera bestu kaupin.

Fyrir rúmu ári niðurhalaði ég frá eMusic.com, eftir meðmælum þar, albúminu The Loon sem er fyrsta stóra plata hljómsveitarinnar Tapes n'tapes frá Minneapolis í USA. Fyrst niðurhlaði ég einu lagi, hmmm... bara gott, svo niðurhalaði ég því næsta... og svo bara allri plötunni. Alltaf líkaði mér betur við plötuna og það kom mér ekkert á óvart að Moggin sem aldrei lýgur sagði í haust að líklegast hafi þessi plata verið ein af þeim bestu sem gefin var út árið 2006. Því næst skutlaði ég henni á disk og hefir verið að hlusta á hana ótrúlega oft miðað við að hér er ósköp venjulegt, gamaldags nýbylgjupopp/rokk á ferðinni. Ætli að það kallist ekki indie í dag?

Það sem gerir plötuna góða er að hún er geysilega heilsteypt að mínu mati. Öll lögin eru góð og eins og framhald að hverju öðru. Enginn ofursmellur sem eyðileggur heildarmyndina. Sándið er skemmtilega gamaldags við fyrstu hlustun en við frekari hlustun er maður er alltaf að koma meira og meira eyra á eitthvað sniðugt í lögunum hvort sem það tilheyrir sándinu eða útsetningu. Það besta við þessi lög er að hljómsveitarmeðlimir eru svo duglegir að variera sína frasa. Það er ekkert verið að hamra nákvæmlega eins á sínum stefum eða trommutakti, heldur verið að gera lögin fersk frá byrjun til enda.

Svo mörg voru þau orð. Þakka þeim sem hlýddu.

http://www.youtube.com/watch?v=N5g2eUh7TWE

   (8 af 18)  
5/12/07 10:01

hvurslags

Alltaf jafn gaman að sjá vandaðar umfjallanir um einhverjar góðar plötur. Þessi er á leiðinni til mín núna, með "löglegum" hætti að sjálfsögðu...

5/12/07 10:01

Grágrímur

[Fírar upp í Torrentinu]

5/12/07 10:01

Álfelgur

Maður verður að passa sig á því að hlusta ekki á þetta í bílnum! Ég myndi allavega örugglega tjúnast upp og keyra á ólöglegum hraða... Flott lag!

5/12/07 11:00

Billi bilaði

Flott lag. Kannski maður hlusti á meira.

5/12/07 11:01

Skrabbi

Lopi góður. Ekkert að þessu félagsriti og skömm að það skuli ekki fleiri láta ljós sitt skína. Þú mættir þó gefa þessu aðeins meiri tíma í yfirlestri. Það eru nokkrar villur og of mikið af slettum, sbr. Indie, sánd og variera. En tónlistin er afskaplega hlustendavæn. Takk fyrir að deila þessu með okkur.

5/12/07 13:00

Einn gamall en nettur

Ég hlustaði á þetta og diggaði mig í botn. Takk.

5/12/07 13:01

Dexxa

Hátalarnir virka ekki í tölvunni sem ég er í að þessu sinni, svo ég verð bara að hlusta á þetta seinna.. en góð lesning engu að síður..

5/12/07 14:00

Rattati

Ljómandi geðugt, verð ég bara að segja.

Lopi:
  • Fæðing hér: 26/12/03 17:27
  • Síðast á ferli: 17/3/24 01:02
  • Innlegg: 3973
Eðli:
Vermandi og stingandi
Fræðasvið:
Einangrunafræði og er hljóðkerfisfræðingur.
Æviágrip:
Ævi mín er orðin svo löng og þéttprjónuð að hún verður ekki rakin upp hér. Þó vil ég nefna að ég er ógæfumaður og alloft verið rúinn inn að skinni. En góða daga hef ég líka átt því ósjaldan hafa fagrar kvenmanshendur leikið um líkama minn.