— GESTAPÓ —
Lopi
Heiðursgestur.
Pistlingur - 5/12/05
Bumerang Páls Óskars

Er eitthvað til sem heitir þumalputtaregla? Eru það þumaputtar ungu kynsklóðarinnar?

Ég man eftir því þegar Páll Óskar var valinn til að keppa fyrir hönd íslensku þjóðarinnar í Eurovision. Hann kom með svaka grúví diskósmell og fékk ungar og fallegar konur sem kunnu að dansa með sér í lið í videoinu og á sjálfu aðalkvöldinu. Oh! þetta var sko "sexy", eitthvað fyrir ungu kynslóðina.

Ótrúlega gamaldags og tjah? Hvað skal segja? "Virðulegar" dómnefndir í Evrópu gáfu lagi Páls fá stig. EN! Nýlunda var í þessari keppni. Nefnilega 3 eða 4 þjóðir fengu að kjósa um stigaflokkun með símakosningu. Og hvað haldið þið, þessar þjóðir gáfu þessum fríkaða sæta frá Íslandi með sætum stelpum allt í kringum sig miklu fleiri stig.

Nefnilega heimilisfaðirinn og húsfreyja á heimilinu voru svo heilluð að Páli að þau þutu í síman til að kjósa. (Gemsar voru þá ekki orðnir almannaeign). Bull! Unglingarnir á heimilinu, þessir sem eru svo mótækilegir fyrir "kúl stöffi" voru miklu liprari og fljótari í síman og það er nú allt í lagi að leyfa þeim að hringja ef símtalið tekur ekki nema 5 sekúndur.

Jæja, Páll Óskar kom sem sigurvegari til landsins. Þetta var málið að láta ungdóminn velja en ekki einhver sérvitur gamalmenni sem þóttust vita allt um tónlist. Smátt og smátt var þvi komið á að allar þjóðir kjósa með símakosningu og svona hefur þetta gengið í nokkur ár. Og allir hafa jú einfaldan smekk, þeir velja aðeins það besta, vilja vinna keppnina og að sjálfsögðu stúdera það...hvernig?

Hmm... berir kroppar, rífandi diskótaktur og að jú sjokkare fólk hæfilega mikið. Ruslana, Tatu o.fl. Þarna kom svo bjargvættur Íslands, Silvía Nótt. Að vísu fékk hún, að margir héldu, öflugan andstæðing í forkeppninni, hana Regínu sem eldra fólkið var gersamlega heillað af. En fóru þau að hamast á gemsunum? Ó nei, það bara sat í sínum sófum og engum unglingi eða barni datt svo sem ekki einu sinni í huga að rétta þeim þeirra gemsa!

Nú hefur Páll Oskar gefið út yfirlýsingu þar sem hann efast um að Evróðubúar eigi eftir að fatta og kjósa Silvíu Nótt. Hann er nefnilega svo sannfærður um að eldra fólk þar séu miklu meðvitaðri um að nú sé að stíga upp úr sófanum og kjósa eitthvað fallegt og heillandi lag í símanum en ekki þessa klikkuðu Silvíu Nótt frá pínulitla landinu í norðri sem hefur þrefaldað geggjun Páls Óskars.

En við erum auðvitað að prófa okkur áfram. Ef Silvía kemst ekki áfram núna þá prófum við bara eitthvað annað næst.

   (14 af 18)  
5/12/05 13:01

Nermal

Sendum Köntrísveit Baggalúts næst !!!

5/12/05 13:01

Upprifinn

heyr. þeir lengi lifi. Húrra Húrra Húrra Húrra Húrra Húrra Húrra Húrra Húrra Húrra Húrra.

5/12/05 14:00

Jóakim Aðalönd

Voru það ekki Svíar og Þjóðverjar sem voru með símakosningu á Pál? Mig minnir að við höfum fengið 10 og 8 stig frá þessum þjóðum. Ég er sannfærður að annaðhvort verði Silvía mjög há, eða mjög lág.

Það er svo að sjálfsögðu frábær hugmynd að fara næst með Köntrísveit Baggalúts.

5/12/05 14:01

Gaz

Silvía er búin að fá athygli allavega. Að vísu með hálfvitalátum og kvikindishætti. Ungfrú ofurdíva er þegar hötuð.

5/12/05 14:01

Hakuchi

Ég sá því miður hluta úr einhverjum Evróvissjón þætti þar sem lögin voru kynnt í gær. Þar voru Þjóðverjar með köntrí. Þeir hafa stolið glæpnum frá Baggalútum. Eða þeir frá Þjóðverjum. Hver veit?

5/12/05 15:01

plebbin

Eru þjóðverjarnir með köntrí?

5/12/05 15:02

Nermal

Já... Þjóðverjarnir eru með sveitasöng. En Köntrísveit Baggalúts er mikklu betri

5/12/05 16:01

Offari

Ísland í fyrsta sæti. Vonandi gengur Sylvíu vel.

5/12/05 17:00

Andmæla

Það er alls ekki satt að það sé bara ungakynslóðin sem að líkar Silvíu og hafi kosið hana, ég þekki til mikils af eldra fólks sem finst hún æðisleg, heyri ekki minna lof um Silvíu frá eldra fólkinu en yngra.
Og að Silvía sé hötuð úti fyrir sína stæla og frekju, nákvæmlega eins og hún var/er hér en fékk samt þennan þvílíka stuðning Íslensku þjóðarinnar.
En áfram með Köntrísveitina!

5/12/05 17:02

Grýta

Ég er sammála þessum hugleiðingumLopi.
Ég tel , þó að ég hafi sjálf engan áhuga á Evrovision, þá ber okkur samt sem áður, ( eða hvað?) að taka tillit til og virða, þó ekki að vettugi. það fólk sem vill fylgjast með, kjósa og vera þátttakendur.
Við erum jú í Evrópu. Sem betur fer ekki orðin Amerísk.

5/12/05 19:00

Z. Natan Ó. Jónatanz

Jæja. Þá er búmerangið á heimleið. Að mér læðist sá grunur að enn sé þjóðin ekki laus við S.N. - þrátt fyrir brautargengisfall í keppninni.
Kannski hún megi þá vera að því að kíkja við á Esso tilað árita diskana frá því þarna um daginn . . .

Lopi:
  • Fæðing hér: 26/12/03 17:27
  • Síðast á ferli: 17/3/24 01:02
  • Innlegg: 3973
Eðli:
Vermandi og stingandi
Fræðasvið:
Einangrunafræði og er hljóðkerfisfræðingur.
Æviágrip:
Ævi mín er orðin svo löng og þéttprjónuð að hún verður ekki rakin upp hér. Þó vil ég nefna að ég er ógæfumaður og alloft verið rúinn inn að skinni. En góða daga hef ég líka átt því ósjaldan hafa fagrar kvenmanshendur leikið um líkama minn.