— GESTAPÓ —
Kormákur Hálfdán
Nýgræðingur.
Gagnrýni - 3/12/03
Lögregla Íslands

Lögregla íslands hefur reynst ýmsum mönnum vel. Þar með talið Franklin okkar Steinler, og Kio Briggs, ein eins og almenningur veit, eru þeir báðir algerir ljúflingar sem ekki myndu gera flugu mein.

Það er fallegt vorkvöld í Reykjavík. Sólin er við það að setjast og varpar fögrum geislum á Esjuna. Liturinn á sjónum og himninum er blanda af gulum og rauðum. Allt er kyrrt og hjótt, í það minnsta á sæbrautinni.

Niðri í bæ er fyllerí, slagsmál og læti, enda komið langt fram á föstudagskvöld. Ýmsar skemmdir hafa verið unnar á íbúðarhúsum og bílum. Nokkrum útvarpstækjum hefur verið stolið og tveir menn liggja í valnum á Ingólfstorgi. Sala eiturlyfja hefur aldrei verið meiri. Sjá má glampann af sólsetrinu í blóði litaðri götunni.

En hvar er lögreglan? Þarf ekki að tína þessa menn upp og reyna að stoppa slagsmálin?

Jú, lögreglan er á sæbrautinni. Það þarf nefnilega að mæla hversu hratt bílarnir á sæbrautinni keyra. Og hugsa sér ef einhver keyrði sæbrautina án þess að vera í bílbelti. Nú eða skutlaðist óvar yfir á rauðu, tveimur sekúndum áður en græna ljósið birtist. Þetta eru afar mikilvægir hlutir, og þetta þarf að passa. Sérstaklega þegar umferðin er lítil. Og svo má náttúrulega ekki gleyma því að radarmælingar skila miklu meiri arði en það að stoppa dópista frá því að berja niður gamlar konur. Við skulum skoða svolítið dæmi.

Segjum sem svo að Lögreglan handsami dópsala sem hefur undir höndum tvö kíló af hassi. Fyrst þarf að setja hann í tímabundnar fangageymslu, svo þarf að yfirheyra hann, svo þarf að rétta yfir honum og loks þarf að læsa hann inni í svolítinn tíma. Þetta er að sjálfsögðu mikill kostnaður fyrir lögreglu og ríkiskassann.
En segjum sem svo að maður keyri á 80 kílómetra hraða yfir sæbrautina, þar sem hámarkshraði er 60. Það tekur hálfa sekúndu að kveikja á bláa ljósinu. Því næst 10 mínútur að skrifa niður upplýsingarnar af ökuskírteininu. Því næst fer þetta í gegn um tölvu og tveimur vikum síðar er lögreglan, nú eða allavega ríkið 15000 krónum ríkara.

Reiknið sjál. Hvort á lögreglan að stoppa glæpi, eða mæla hraða á Sæbrautinni. Æ, mikið er ég vitlaus, að keyra of hratt, nú eða án öryggisbeltis er að sjálfsögðu glæpur.

Ég get ekki gefið Lögreglu Íslands meira en tvær stjörnur.

   (3 af 6)  
Kormákur Hálfdán:
  • Fæðing hér: 15/12/03 11:32
  • Síðast á ferli: 19/4/04 18:16
  • Innlegg: 0
Eðli:
Vinir mínir kalla mig Kormák, en foreldrar mínir þekkja mig undir nafninu Hálfdán. Eftir að ég hætti að ganga í loðbrók, við 20 ára aldur, ákvað ég að gerast pípulagningarmaður. Ég féll þó ekki allt of vel í geðið á lærimeistara mínum, þannig að ég neyddist til þess að hætta þeirri list og iðngrein. En nú, síðasta árið hefur lífið leikið mig grátt, þannig að ég tel ekki ástæðu til þess að taka mér neina aðra atvinnu, eða lærigrein. Ég hef ákveðið að gerast atvinnulaus útigangsmaður, en ég mun halda áfram skrifum mínum, úr almenningstölvu á borgarbókasafninu. Því miður hleypa safnverðirnir mér ekki alltaf inn, en stundum tekst mér að fara í bað fyrst og hella á mig nokkrum dropum af münchenessen rakspíra og þá hefur mér yfirleitt tekist að smygla mér inn í hópi nemenda háskóla íslands.
Fræðasvið:
Ég hef verið fræddur í ýmsum efnum svo sem líkamsbyggingu geirfuglsins, efnagreiningu langloka (eða kafbáta) á veitingastað sem nefnist SubWay (borið fram söbb-vei) og síðast en ekki síst byggingarverkfræði skákmanna.
Æviágrip:
Æska mín er svohljóðandi. Ég fæddist hinn annan dag, annars tugar í júní árið 1982. Það var þriðjudagur. Löngum var ég prútt barn, og gekk jafnan í loðbrókum, sama hvern dag ársins um ræddi. Það var ekki fyrr en ég var tvo tigi ára gamall að ég sleppti loks loðbrókinni, sem þá var orðin ansi lítil, og klæddist smekkbuxum. Þær voru á þeim tíma í mikillí tízku. Í gegnum árin hef ég verið þekktur undir eftirfarandi nöfnum:

Kormákur Hálfdán
Picachu
Konni eða máki
Ras Tafari (eða Tafari kóngur)
Hallgerður