— GESTAPÓ —
Steinríkur
Fastagestur.
Pistlingur - 5/12/04
Heiðursgestur ?

Þá er maður kominn upp í 1000 innlegg...<br /> Og hvað er svona merkilegt við það?

Í dag náði ég þeim áfanga að skrifa innlegg númer 1000. Við það varð ég sjálfkrafa heiðursgestur.

Í fyrstu taldi ég þetta mikinn heiður, en svo fór ég að hugsa - af hverju er það eitt að drita 1000 innleggjum á þessar síður nægjanlegt skilyrði til að gera mann að einhverjum heiðursgesti ?
Það hefur tekið mig rúmlega 18 mánuði (með hléum), blóð, svita og tár að komast upp í þennan innleggjafjölda en aðrir hafa náð þessu á innan við 2 vikum...
Strembnar þrautir, lystilega samdar vísur og djúpar pælingar um lífið, tilveruna og nærklæði beggja kynja eru lagðar að jöfnu við sviðsviðslýsingar, teningaköst, bull, þvaður og almennan dónaskap.

Er ekkert gæðaeftirlit á Gestapó? Er ritstjórum okkar alveg sama hverjum er boðið inn í innsta hring? Er ekkert réttlæti í heiminum?

Spyr sá sem ekki veit...

   (12 af 16)  
5/12/04 06:02

Þarfagreinir

Mér finnst að það eigi að gera allsherjar gæðaúttekt á öllum innleggjum allra Gestapóa til að skera úr um hverjir eru sannir heiðursgestir. Ég býð mig fram til starfsins.

5/12/04 06:02

Hexia de Trix

Og ISO-staðla. Ekki gleyma þeim... [starir þegjandi út í loftið]

5/12/04 06:02

Skabbi skrumari

Þetta er ósanngjarnt... hrikalega ósanngjarnt... Steinríkur í mínum huga ert þú ofurheiðursfélagi... SKál

5/12/04 06:02

Amma-Kúreki

Jæja og tala nú ekki um níðvísu smíðina og allan kostnað í kaupum á benzíninu sem heldur manni gangandi við þá iðju [ urr] hvað gefur 1 slíkt athæfi annars mikið fret fóður ? [ kúrekabaunir] Kannski að maður stefni bara á 3 orða félagsrit í framtíðini
menn hafa nú fengið á diskinn sinn fyrir það og beikon með [ Rífur í flipa með hvissi] Skál !

5/12/04 01:01

Smábaggi

Innlegg með almennum dónaskap og svo ekki sé talað um heimskulegar fyrirspurnir eru ekkert verri en önnur 'gáfuleg' innlegg. Annars er ég andskoti ósáttur við að vissar kanínur og furðuverur dröslist upp heimvarnaliðið þótt þær hafi ekki verið hér í meira en viku.

5/12/04 01:01

Steinríkur

Þessi ódýru smádýr er einmitt það sem ég á við.
[Áttar sig á því að hann er sammála smábagga.]
En svona er manni refsað fyrir að (þykjast) eiga sér líf...

5/12/04 02:01

Gvendur Skrítni

Já, það væri vel við hæfi að "innlegg" [til að ergja ekki Randbelg] væru margfölduð með árafjölda frá innskráningu, einfalt og áhrifaríkt.

5/12/04 02:02

Steinríkur

Loksins kemur eitthvað almennilegt út úr Gvendi. Ég held að það hafi ekki gerst síðan í Eyjum 2001 þegar hann ældi nánast hreinu ákavíti...

Steinríkur:
  • Fæðing hér: 10/8/03 14:57
  • Síðast á ferli: 22/2/21 21:45
  • Innlegg: 117
Eðli:
Fullkominn. Eða í það minnsta fullkomlega hnöttóttur.
Fræðasvið:
Bautasteinar, mjöður og villigeltir.
Æviágrip:
Getinn af Heilögum Anda, fæddur af Maríu mey; leið undir valdi Pontíusar Pílatusar, var krossfestur, dáinn og grafinn, sté niður til heljar, reis á þriðja degi aftur upp frá dauðum.

Nei annars - það var víst ekki ég...