— GESTAPÓ —
Steinríkur
Fastagestur.
Dagbók - 6/12/04
Stíflulosun

Í rúmlega eitt og hálft ár hafa aparnir í ritstjórn logið því upp á mig að ég sé með ritstíflu, bara af því að ég nenni ekki að skrifa félagsrit.<br /> Ég sé aðeins eina lausn á þessu skemmtilega vandamáli - og það er að skrifa þriðja félagsritið.<br /> Ég geri það því hér með...

Og hananú!

   (14 af 16)  
4/12/04 10:01

Z. Natan Ó. Jónatanz

Flott hjá þér. Nákvæmlega það sama & ég gerði.
[Íhugar að skrifa fleiri félagsrit]

4/12/04 10:01

Limbri

Ég er nú að íhuga að eyða öllum mínum félagsritum. Þau eru ómerkileg og slöpp og alls ekki mér til framdráttar. Eymingjar eins og ég ættu ekki að gera í því að benda á vankanta sína, eins og til dæmis félagsrit mín.

Þetta er þó alveg ágætt. Svona miðað við aldur og fyrri verk.

-

4/12/04 10:01

Smábaggi

Mín eru öll frábær. Sérstaklega þau tvö fyrstu. Þess má geta að þetta eru einu ljóð sem ég hef nokkurn tímann samið, fyrir utan nokkur léleg skólaljóð.

4/12/04 10:01

Isak Dinesen

Flott mál, en heldur ódýrt kveðið. Þess má geta að ég er einmitt að fara að gefa út mitt fyrsta félagsrit. Álagið er alveg að fara með mig.

4/12/04 10:02

Jóakim Aðalönd

Gott hjá þér Steinríkur. Skrif þú meira.

4/12/04 10:02

Steinríkur

Ódýrt kveðið? Er ekki lágmark að maður sé að yrkja til að fá þann dóm?
Ég var bara að skrifa félagsrit...

4/12/04 10:02

Isak Dinesen

Auðvitað, fyrirgefðu Steinríkur minn. Ummæli þessi voru sögð í léttu gríni en alls ekki sem neinn dómur. Uppsetningin á textanum virkaði á mig eins og um væri að ræða ljóð. Ég las þetta upphaflega sem slíkt en áttaði mig svo á því að um var að ræða hefðbundið félagsrit.

4/12/04 12:00

Skabbi skrumari

Jæja, gott að þú ert búinn að koma því frá þér... hefði samt alveg viljað sjá einhvern pistling um eitthvað sem þú hefur áhuga á... veit þú getur skrifað texta, allavega miðað við lengd sumra innleggja á Rökfræðiþræðinum...

Steinríkur:
  • Fæðing hér: 10/8/03 14:57
  • Síðast á ferli: 22/2/21 21:45
  • Innlegg: 117
Eðli:
Fullkominn. Eða í það minnsta fullkomlega hnöttóttur.
Fræðasvið:
Bautasteinar, mjöður og villigeltir.
Æviágrip:
Getinn af Heilögum Anda, fæddur af Maríu mey; leið undir valdi Pontíusar Pílatusar, var krossfestur, dáinn og grafinn, sté niður til heljar, reis á þriðja degi aftur upp frá dauðum.

Nei annars - það var víst ekki ég...