— GESTAPÓ —
víólskrímsl
Nýgræðingur.
Gagnrýni - 2/11/03
Der Untergang

Der Untergang er þýsk mynd um síðustu daga Hitlers. Hún er byggd á vitnisburðum sjónarvotta og vega þar þyngst aeviminningar frk. Traudl Junge sem í þrjú ár vann sem einkaritari Hitlers og fylgdi honum ásamt fleirum í neðanjarðarbyrgið þar sem hann hélt til við endalok stríðsins.
Myndin hefur verið mikið milli tannanna á fólki hér á meginlandinu síðan hún var tekin til sýninga. Helst þykir mönnum gagnrýni vert að aðalleikarinn, Bruno Ganz, leiki Hitler á þann hátt að áhorfandinn fái samúð með honum - sem mörgum þykir óþaegilegt.
Ég sá þessa mynd nú á laugardaginn og varð fyrir miklum áhrifum. Ganz sýnir stórkostlega frammistöðu sem Hitler og gefur sannfaerandi mynd af manni sem heltekinn af hugsjónum sínum missir vitið þegar hann sér fram á að hann muni tapa stríðinu. Er herforingjar hans og ráðgjafar reyna að telja um fyrir honum og fá hann til þess að lýsa yfir uppgjöf þýskalands bregst hann ókvaeða við, ákveður að berjast til síðasta manns og dregur þjóðina með sér niður í hyldýpið.
Myndin er raunsae. Túlkun Ganz á Hitler sýnir þannig fjölskyldumanninn Adolf fraenda sem finnst fátt skemmtilegra en að leika við börn Göbbelshjónanna og fara út með hundinn sinn. En hún sýnir líka geðsjúklinginn Hitler sem svífst einskis til þess að fá sínu framgengt og skirrist ekki við að fórna milljónum mannslífa í því skyni.
Lífið í neðanjarðarbyrginu er í senn öruggt og ótryggt því enginn veit hvað mun gerast. Herforingjarnir grípa ae oftar til flöskunnar eftir því sem Rússarnir faerast naer. Á yfirborðinu ríkir kaos og neyð. Götuvígin eru mönnuð börnum og skurðlaeknar standa marga sólarhringa í röð við aflimanir í frumstaedum skurðstofum. Hitler neitar að flytja borgara burt úr Berlín. Honum finnst þjóð sín hafa svikið sig. Hún hefur sýnt veikleika sinn, tapað stríðinu og mun borga fyrir í eigin blóði. Endirinn nálgast. Hitler fremur sjálfsmorð og lík hans er brennt svo það falli ekki í hendur innrásarmanna. Fylgismenn hans fylgja á eftir einn af öðrum. Eitt átakanlegasta atriði myndarinnar er þegar Magda Göbbels eitrar fyrir börnum sínum sofandi.
Myndin er frásaga af síðustu dögum þriðja ríkisins - og stendur fyrir sínu sem slík. Hún er ekki áróðurskennd og stereótýpur eru þar víðs fjarri. Ég held að margir þeirra sem í salnum sátu hafi í fyrsta sinn gert sér grein fyrir því að þjóðverjar sem stríðið háðu voru líka fólk, en ekki uppstrílaðir Hollívúddleikarar með slaeman hreim og verri hárgreiðslur. Myndin sýnir að þeir sem báru ábyrgð á hörmungunum voru fólk eins og við. Nasistarnir voru líka fólk. Hitler var maður. Að fólk skuli vera faert um slíkt hlýtur að vera umhugsunarvert. Fyrst þetta fólk gerði það, hvers vegna ekki við?
Ég maeli eindregið með þessari mynd.

   (16 af 23)  
2/11/03 05:01

Jóakim Aðalönd

Ég vona að þessi komi út á stafrænu formi svo ég geti horft á. Líka gaman að heyra að Þjóðverji leiki Hitler einu sinni. Ég þakka þér kærlega fyrir þessa ábendingu.

2/11/03 05:01

Nafni

Takk ég mun kíkja áana.

2/11/03 05:01

Hakuchi

Góður pistill. Nokkuð söguleg mynd í Þýskalandi. Og þá ekki söguleg af því hún er söguleg.

víólskrímsl:
  • Fæðing hér: 10/12/03 20:34
  • Síðast á ferli: 8/11/13 17:14
  • Innlegg: 3
Eðli:
Útlagi. Eirir engum.
Fræðasvið:
Víólspil, lestur þungra bóka sem fara illa í tösku, karókíbarir, hjólreiðar, pípulagnir, eyðing meindýra, kurteisleg framkoma við embættismenn, volgur bjór.
Æviágrip:
Fætt og óuppalid. Eftir stormasama æsku, ormatínslu í úthverfum Reykjavíkurborgar, eltingarleiki vid lögreglu, heimspekilegar umræður vid ýmiss konar aðstæður og illa dulbúnar brottvísanir frá virðulegum menntastofnunum flúði víólskrímslið til Hollands til að mennta sig í músíkfræðum. Hefur nú aðsetur í gömlu Reykjavík, þar sem ormétin reynitré skýla því fyrir illsku heimsins,