— GESTAPÓ —
Ormlaug
Nýgræðingur með  ritstíflu.
Sálmur - 1/12/07
Ástríða

Ég laumast til þín í nótt,
ég læðist til þín.
Því ég þrái þig - ég verð að fá þig,
þú einn getur átt mig.
Ég verð að fá að finna fyrir þér,
kikna í hnjánum er þú snertir varir mínar.
Svo silkimjúkur undir fingurgómum mínum,
sætur og saltur undir tungubroddi mínum.
Svo góður - svo fallegur - og svo forboðinn.
Svo forboðinn en ég fæ ekki staðist þig.
Brátt verðum við saman,
hjarta mitt slær hraðar,
ég laumast til þín í nótt.
Hjarta mitt slær hraðar og hraðar,
saman og svo náin,
unaðar stunur.
Ég þrái þig svo - og svo mikið,
ég get ekki fengið nóg af þér.
Ég hitna af væntingu þess að finna fyrir þér,
innan í mér - ástin mín.
Ég laumast til þín í nótt,
ég læðist - þegar enginn sér.
Ég opna og kveiki hjá þér ljósið -
og ét þig.
Ástmatur minn.

Om, nom nom nom

   (1 af 2)  
1/12/07 03:01

Skabbi skrumari

Safaríkt... Skál

1/12/07 03:01

Regína

Mmm, ég vildi eiga svona líka ...

1/12/07 03:01

Billi bilaði

Súkkulaði dugar mér yfirleitt. <Glottir eins og fífl>

1/12/07 03:01

Andþór

Ég er eiginlega skíthræddur við þig.

1/12/07 03:01

Garbo

Svona var ég líka einu sinni.

1/12/07 03:01

hundinginn

Vel ort. Um mandarínur? Fallegt.

1/12/07 03:01

krossgata

Girnilegt. Sterkur salmíak lakkrís?

1/12/07 05:00

Jóakim Aðalönd

Namm...

1/12/07 05:01

Vímus

Andskotans gredda er þetta!

5/12/10 19:01

Texi Everto

[Brosir eins og kjáni]

Ormlaug:
  • Fæðing hér: 19/11/03 08:34
  • Síðast á ferli: 4/1/08 12:17
  • Innlegg: 6
Eðli:
Ég er fædd og upp alin í Hveragerði. Fór ung að árum í Húsmæðraskólann að Laugarvatni en var vísað burt sökum þess að ég þótti ekki sinna persónulegu hreinlæti sem skildi.
Alla mína ævi hef ég mátt þola ósvífnar aðdróttanir og ómanneskjulegt aðkast frá ómerkilegu fólki sem telur sig vera merkilegra en ég.
Ég er ógift og er það vel, þeir karlar sem eru nógu snjallir fyrir minn smekk eru allir svo herfilega ljótir að ég gæti aldrei látið sjá mig með þeim, og þeir sem eru nógu fagrir eru allir svo nautheimskir að ég gæti ómögulega látið það fréttast að ég umgengist þá.
Fræðasvið:
Heimamatseld og þjóðfélagsgagnrýni.
Æviágrip:
Ég lít á mig sem nokkurs konar Jóhönnu af örk, ég berst gegn fordómum og heimsku líkt og hún barðist gegn vindmillunum.