— GESTAPÓ —
Félagsrit:
Haraldur Austmann
Fastagestur og  sagnaţulur.
Sálmur - 8/12/03
Sunnudagur

(syngist viđ fćreyska kvćđiđ „Í dans“)

Ég vaknađi í morgun og maginn var sár,
ţví mikiđ hann hafđi mátt ţola.
Međ túrverk í hausnum, á tungunni hár,
og tennurnar ţurfti ađ skola.

Ég staulađist fram úr en staldrađi viđ,
stóđ upp viđ vegginn og seig út á hliđ.
Ţví ađ herbergiđ snerist og snerist
og snerist og snerist í hring.

Á gólfinu lá ég, mér leiđ ekki vel,
í lungun var kominn međ ekka.
„Drottinn ţér synduga sál mína fel,
ég sver ţađ; ég hćtti ađ drekka.“

En sálin hún fór ekki úr flakinu af mér,
fráleitt ţađ vćri ţá hangandi hér,
og sem hundur á fjórum ég skreiđ
fram á bađ til bleyta minn haus.

Pylsa međ öllu og vínarbrauđ vćnt,
vöfflur međ rjóma og mauki.
Franskar međ sósu og svo eitthvađ grćnt,
samloka og fiskur međ lauki.

Ég sturtađi niđur, í surtu ég fór,
skjálfandi ţvođi ég hár mitt og bjór,
ţví ađ forsenda heilbrigđrar sálar
er líkami hraustur og hreinn.

Blávatniđ svalar ei ţorstanum ţeim,
sem ţynnkan á jafnan ađ vini.
Í vasa minn lét ég á leiđinni heim
lávarđar flösku af gini.

Ég drakk niđrađ öxlum, á öndinni stóđ,
andskoti verđur nú heilsan fljótt góđ
ţegar ráđunum réttu er beitt
og ei rennur mér áfengiđ af.

   (141 af 164)  
Haraldur Austmann:
  • Fćđing hér: 17/11/03 23:10
  • Síđast á ferli: 8/9/11 18:56
  • Innlegg: 504