— GESTAPÓ —
Félagsrit:
Haraldur Austmann
Fastagestur og  sagnaþulur.
Dagbók - 1/11/04
Þjófur á ferð

OK – hver stal öllum handklæðunum mínum?

   (79 af 164)  
1/11/04 07:01

Tigra

Ha?
[Hrasar um handklæði þegar hún reynir að hlaupa í burtu]

1/11/04 07:01

Hakuchi

Skabbi. Hann fer huldu höfði eins og latexninjurnar.

Velkominn gamli.

1/11/04 07:01

Heiðglyrnir

Hér er á ferðinni, óvænt en ánæguleg ásökun. Velkominn heim Haraldur minn. [lítur í kringum sig, ekkert handklæði í sjónmáli]

1/11/04 07:01

Hvæsi

Þetta með kynlífsstellingunum og þetta með berbrjósta konunni? Og eitt Barbapabba ?
Neibb, hef ekki séð þau.

1/11/04 07:01

Offari

Saklaus! Samt skal ég viðurkenna eitt ef hægt er að semja um vægari dóm.

1/11/04 07:01

Ira Murks

Ég stal þeim öllum.

1/11/04 07:01

blóðugt

Vertekkjaððessu kvarti! Slepptu því bara að fara í bað eða bíddu bara þar til þú þornar. [Horfir flóttalega á bakpokann sinn]

1/11/04 07:01

Hugfreður

geimferðalangar eiga til með að stela handklæðum, enda mikill nytjagripur fyrir þá eins og þekkt er. Hefurðu séð geimskip nálægt staðnum þar sem glæpurinn var framin?

1/11/04 07:01

Ugla

HARALDUR...Ó...Ó.. GÓÐUR GUÐ!!!!!

1/11/04 07:01

Hakuchi

Vá. Fullnæging á spjallborði. Það er eitthvað nýtt...held ég.

1/11/04 07:01

Ugla

Ég var bara búin að sakna hans...
Ætlaði nú ekki alveg að missa svona stjórn á mér.
(Anda rólega, anda rólega)
HALDUR ER KOMINN AFTUR KRAKKAR!!!!!!!!

1/11/04 07:01

Hvæsi

Það er nú ekkert nýtt Konungur vor.
Kanski hér á þessum siðprúða og góða stað, en ekki á hinum svokallaða "veraldarvef".

1/11/04 07:01

Haraldur Austmann

Mér fannst þetta gott líka Ugla.

1/11/04 07:01

Hakuchi

Sé það. Þú reykir sem aldrei fyrr.

1/11/04 07:01

Ugla

Soratal og dylgjur...
Loksins er allt orðið eins og það á að vera!

1/11/04 07:01

blóðugt

Það verður þá kannski enginn engisprettufaraldur.

1/11/04 07:01

Barbapabbi

Ég játa að hafa snýtt mér í tuskurnar þegar ég átti leið hjá með neftópakslöðrandi nasirnar, en að ég hafi nappað þeim er af og frá.

1/11/04 07:01

hundinginn

Var það ekki sami skúrkur og tók sokkana mína?

1/11/04 07:02

Hvæsi

Sökudólgurinn er fundiinn Hundingi.
Það vita allir að þvottavélar stela sokkum.

1/11/04 07:02

Litli Múi

Ég man þegar einhver skeindi sér í handklæðin heima hjá mér eftir teiti sem ég hélt, vondar minningar. Vertu feginn að þeim var bara stolið

1/11/04 07:02

Vladimir Fuckov

Óvinir ríkisins eru ávallt sökudólgarnir er eitthvað fer úrskeiðis og það á einnig við hjer. Leyniþjónusta forsetaembættis Baggalútíu mun handtaka einhvern vegna málsins innan sólarhrings.

Og velkominn aftur. Vonandi hefur ekkert vont komið fyrir og fóturinn enn á sínum stað.

1/11/04 07:02

Vímus

Málið er augljóst. Hver veður hér um með handklæði vafið um hausinn?

1/11/04 07:02

Nermal

Annaðhvort voru það þjóðernissinnuðu leðurdvergarnir, eða einhenti maðurinn

1/11/04 07:02

Limbri

Ef þú finnur handklæðin, nennir þú þá að þurrka upp allt frussið úr honum Órækju ? Hann er ekki samur eftir að íkorna skrattinn hætti að drekka úr honum slefið.

-

1/11/04 07:02

Upprifinn

Vímus hefur örugglega hitt naglan á höfuðið og ég legg til að leyniþjónustan yfirheyri Hlégest.

1/11/04 07:02

Vladimir Fuckov

Leyniþjónustan mun að sjálfsögðu handtaka og ákæra þann er best hentar fyrir hagsmuni baggalútíska heimsveldisins að verði handtekinn.

1/11/04 01:00

Ívar Sívertsen

[öskrar innan úr þvottahúsi] HARALDUR! VILTU TAKA HANDKLÆÐIN ÞÍN ÚR ÞVOTTAVÉLINNI!

1/11/04 01:00

Sæmi Fróði

Það er aldeilis [klórar sér í skegginu]

1/11/04 01:01

Vatnar Blauti Vatne

Þetta er ekki grín. Einu sinni var skónum mínum stolið þegar ég var í sundi.

1/11/04 01:02

Offari

Voru það nýlegir brúnir skór Nr 44?
Veit ekkert um það ég var í Smáralind þegar þetta gerðist.

1/11/04 02:00

Vatnar Blauti Vatne

Heyrðu, offari töffari, þetta hljómar nú eins og skórnir mínir. Veistu hvað þeir eru núna?

1/11/04 02:01

Offari

Nei saklaus ég er nú vandlátur vill ekki skó sem þola ekki bleitu,

Haraldur Austmann:
  • Fæðing hér: 17/11/03 23:10
  • Síðast á ferli: 8/9/11 18:56
  • Innlegg: 504