— GESTAPÓ —
Félagsrit:
Haraldur Austmann
Fastagestur og  sagnaþulur.
Pistlingur - 4/12/04
Markhópur

Alveg er það undarlegt hvað markaðsfræðingar eru lunknir við að finna rétta markhópa. Ég hef alltaf tekið þessu markhópatali með ákveðnum fyrirvara og þótt hugtakið leiðinlegt, sérstaklega eftir að einhverjum snillingi tókst að gera börn að markhóp. Þau eiga að mínu mati, að vera utan við kaup- og söluæðið.

En nóg um það; markaðsfræðingarnir fundu mig sumsé og nú fæ ég í tölvupósti hvert gylliboðið á fætur öðru um typpastækkanir og stinningarlyf, skallameðöl og geðlyf.. Gott og vel – þeir vita en hver kjaftaði í þá?

Frú Austmann! Komdu hérna aðeins!

   (93 af 164)  
4/12/04 01:01

hlewagastiR

Ha? Er verið að bjóða börnum typpastækkanir og stinningarmeðul. Ja, sveiattan!

4/12/04 01:01

Ívar Sívertsen

allir sem álpast einhvern tíman til að skrá sig á saklausa póstlista á netinu geta átt það á hættu að fá tilboð um skemmtileg stefnumót, skallameðul, reðurlengingar og annað í þeim dúr. Það getur meira að segja verið svo að ef einhver sem þið þekkið tekur þátt í einhverju þar sem boðið er upp á að senda vini slóðina með innfyllingarformi þá komist upplýsingarnar í hendur lyfjasölumanna, stefnumótastjórnenda eða tippatogara. Hugsið um e-mail addressur ykkar og annarra eins og kynfærin á ykkur, opinberið þau ekki nema að vel athuguðu máli!

4/12/04 01:01

hlewagastiR

En félagar, er ekki typpastækkun einmitt það sem ykkur vantar til að vinna bug á minnimáttarkendinni?

4/12/04 01:01

Haraldur Austmann

Jú, ég var ekki að kvarta.

4/12/04 01:01

Heiðglyrnir

Já þetta stækkunarvandamál er alveg að fara með Riddarann. Þrátt fyrir þokkalega reglubundnar ánægjustundir í yndislegum félagsskap. þá má bara ekkert út af bera. Hugsa um eða sjá smá kvennlega fegurð og þá byrjar þessi andsk... að stækka og stækka svo ekki verður við neitt ráðið. Helduðu Haraldur minn að þeir eigi e-ð við því.

4/12/04 01:01

Vestfirðingur

Ráð í tíma tekið, segi ég bara. Fínt að Austmann fái nígeríska fjármálaráðgjöf og vafasöm ráð um tippið á sér. Veit það ekki. Skrýtið. Það er hægt að senda fólk til mánans, en ómögulegt að losna við draslpóst.

4/12/04 01:01

Haraldur Austmann

Ahhh...loksins stinningarlyf sem virkaði - ægifögur ásjóna og eggjandi skrif hennar Vestfirðings.

4/12/04 01:01

Hakuchi

He he he. Túsjé.

4/12/04 02:00

Hermir

Mætti bjóða þér stærri lók?

4/12/04 02:02

Vladimir Fuckov

Það er til nokkuð öruggt ráð við ruslpóstsvandamálinu: Haldið tölvupóstfangi yðar algjörlega leyndu. Og ef þjer þurfið nauðsynlega að senda tölvupóst falsið þá það sem er í From þannig að eigi sje unnt að sjá hver sendandinn er. Nokkrir ókostir fylgja ráðum þessum en pláss leyfir eigi að farið sje nánar út í slíkt hjer.

Haraldur Austmann:
  • Fæðing hér: 17/11/03 23:10
  • Síðast á ferli: 8/9/11 18:56
  • Innlegg: 504