— GESTAPÓ —
Félagsrit:
Haraldur Austmann
Fastagestur og  sagnaþulur.
Gagnrýni - 31/10/03
Leikarar

„Ég ætla að verða leikari þegar ég verð stór. Það er sko alveg á hreinu!“ Þetta myndi ég segja ef ég væri lítill, vitandi það sem ég veit í dag. Það er nefnilega þannig að leikarar virðast vera orðnir mikilvægasta stétt þessa þjóðfélags – maður kveikir ekki á sjónvarpi án þess að við manni blasi leikarar. Gott og vel; ég sætti mig við það ef um leikið efni er að ræða, þá eru leikarar alveg bráðnauðsynlegir en ég skil ekki af hverju þeir eru skyndilega orðnir álitsgjafar í spjallþáttum. Þess vegna myndi ég ætla verða leikari þegar ég yrði orðin stór ef ég væri lítill – þeir eru bókstaflega allstaðar og það hlýtur að vanta fólk í stéttina ef þessu heldur áfram.

Svona í alvöru talað, þá leiðist mér þetta því upp til hópa eru leikarar leiðinlegir; montnir og pirrandi og alltaf svo glaðir. Svoleiðis á maður ekki að vera. Upp til hópa leiðnlegt lið og sjálfumglatt.

Vonandi verður leikaraverkfall bráðum.

(Stjörnuna fá þeir fyrir að Bessi Bjarnason og Árni Tryggvason eru enn þeirra á meðal)

   (123 af 164)  
31/10/03 22:02

B. Ewing

,,Svona í alvöru talað, þá leiðist mér þetta því upp til hópa eru leikarar leiðinlegir; montnir og pirrandi og alltaf svo glaðir. Svoleiðis á maður ekki að vera. Upp til hópa leiðnlegt lið og sjálfumglatt.''

Ekki þekki ég neinn leikara sem passar við þessa lýsingu þína.
Leikarar eru bara venjulegt fólk sem á bæði góða og slæma daga eins og við hin sem ekki leika.

Hvað besservisseraspjallþættina varðar þá er fátt leiðinlegra en sérfræðingar og doktorar hinsvegar. Það er því miður eins og slíkt fólk hafi tapað lífsorkunni við að þrauka akademíska menntaveginn á enda (og jafnvel lengra en það). Má ég þá frekar biðja um fáfróðan sprellara í minn stofukassa. Hann er að minnsta kosti að veifa höndunum pínulítið á meðan hann/hún sést í mynd. Það sem sárlega vantar hinsvegar í þessa sömu mynd er Jóninn í Hlíðahverfinu og Siggan úr Grafaholtinu sem vita ekkert hvað á að tala um fyrr en þau eru spurð í beinni útsendingu. Þar er komið sjónvarpsefni sem enginn getur vitað fyrirfram hvar endar.

31/10/03 23:01

Vímus

Ég hef ekki fremur en þú skilið hvaða erindi leikarar, (ég vil bæta söngvurum í hópinn) eiga umfram aðra í spjallþætti, þar sem fjallað er um alls konar þjóðfélagsmál. Það sem hefur vakið mesta undrun hjá mér, er hvað þetta lið er yfirleitt illa máli farið. Þegar nánast hver einasta setning byrjar á orðinu "hérna" og síðan er sama orði skotið inn í hverja setningu með jöfnu millibili, þá stend ég sjálfan mig að því að telja hve oft menn ná að troða þessu orði inn í spjallið:
Við getum þó þakkað fyrir að vera laus við þá sjúklegu stjörnudýrkun sem fylgir þessu liði í öðrum löndum.
Gamall togarajaxl væri mun áhugaverðari í mínum huga en leikari.

1/11/03 01:01

voff

Þetta er afleiðing þess að það þarf að reyna að fá fólk til að mæta í leikhúsin og á sýningarnar og tónleikana og alla menningarviðburðina. Þá þarf að koma sér á framfæri, öðru nafni "plögga". Og það þurfa leikararnir að gera með því að láta sjá sig sem víðast og heklst út um allt. Síðan eru heilir sjónvarpsþættir settir saman utan um plöggandi lið sem þarf að fá að komast og plögga. Nefni engin nöfn en fyrsta nafni er Gísli opg það næsta er Marteinn. Fyrir bragðið er eins og allt sé útatað af þessu liði. Mitt svar við þessu er einfalt. Ég fer ekki í leikhús, ég fer ekki á tónleika og ég horfi ekki á Gísla Martein. Takist mér að koma af stað fjöldahreyfingu er draumur minn að leikhúsin tæmist og þá kannski fari leikarar að spyrja sig hvort þeir hafi kannski markaðssett sig um of ("over-publicised"). Og kannski kemst það þá inn í þeirra litla höfuð að Íslendingar hafa engan áhuga á að heyra hvað þeir séu með á prjónunum og hvað næsta stykki verði mikið meistarverk og hvað Narbútas Narbútasson frá Vilnius sé sniðugur.

Haraldur Austmann:
  • Fæðing hér: 17/11/03 23:10
  • Síðast á ferli: 8/9/11 18:56
  • Innlegg: 504