— GESTAPÓ —
Félagsrit:
Haraldur Austmann
Fastagestur og  sagnaþulur.
Gagnrýni - 31/10/03
Til varnar DV

Ég ætla að rita hér nokkur orð til varnar DV. Fyrstur manna skal ég viðurkenna að blaðið fer yfir strikið á stundum, sbr. frétt um hrossariðil á Suðurlandi. Maðurinn er ekki kærður fyrir að misnota dýr, heldur einungis fyrir innbrot í hesthús. Það sem DV hefur til síns ágætis er að það er mótvægi við þá helgislepju og fyrlgispekt við ráðandi öfl í landinu sem lekur af hverri síðu Mogrunblaðsins, að minnigargreinum undanskildum. DV hefur bent á ýmislegt sem miður hefur farið í þjóðfélaginu og tekið á málum sem Mogginn aldrei myndi snerta vegna þess að þau varpa skugga á þá glansmynd sem snepillinn sá vill að við höfum af ríki Davíðs, fyrirgefið, Dóra.

Á slíku blaði þurfum við að halda ef rödd litla mannsins á að fá að heyrast þegar blágræna höndin tekur hann kverkataki. Ég lít framhjá soranum sem stundum er í DV því inn á milli er að finna fínasta efni – fréttir sem enginn annar flytur og ágætis pistla skrifaða af liprum pennum. Lifi DV!

   (130 af 164)  
31/10/03 06:01

Hakuchi

Það aumkunarverða við DV er að með því að baða sig í flórnum daglega hefur ritstjórn blaðsins einmitt 'gelt' sig þegar það fer að fjalla um verðug málefni. Hver tekur mark á fíflum sem sprengja upp hrossariðlasögur?

Kannski er þetta form af meðvituðum eða ómeðvituðum heigulshætti hjá Illuga ritstjóra. Af ótta við að styggja ráðandi valdhafa, klæðir hann blaðið í soralegan trúðsbúning svo ráðandi öfl (og reyndar pöpullinn líka) taki gagnrýnu fréttirnar ekki OF alvarlega. Hirðfífl Shakespeares höfðu oft rétt fyrir sér en ekki var mikið hlustað á þau. Enda fífl. Kannski er DV orðið að hirðfífli ráðstjórnarinnar?

31/10/03 06:01

hundinginn

Ég les bara "Auðlesið efni" í Mogganum. Enda á almúginn ekkert með það, að vera að fylgjast með!
Lifi sannleikurinn.

31/10/03 06:01

Haraldur Austmann

Það held ég ekki. Mér hefur fundist Illugi vera manna fremstur hvað varðar gagnrýni á stjórnvöld í gegnum árin. Fyrst með útvarps- og sjónvarpistlum og nú sem ritstjóri DV.

31/10/03 06:01

Hakuchi

Ég hef alltaf borið mikla virðingu fyrir Illuga. Hann er skeleggur penni. Ekki var ég sammála honum um allt en gagnrýni hans á ráðandi öfl var alltaf beitt og hnitmiðuð.

Þess vegna fylltist ég fögnuði þegar ég frétti að Illugi yrði ritstjóri DV. Gerði fastlega ráð fyrir því að hann myndi lyfta því upp úr ræsinu og gera það að gagnrýnu, málefnalegu og beittu blaði sem veitti alvöru aðhald.

Það olli það mér því skelfilegum vonbrigðum, jafnvel reiði, þegar hann stýrði blaðinu niður meira dýpi í soranum en nokkurn tímann áður. Þó svo beittar greinar og fréttir megi finna þar af og til í dag, þá hef ég því miður enga lyst á að kafa lengur í þessari mannlegu rotþró sem blaðið er orðið, í leit að einstaka gimsteinum.

Illugi ætti að skammast sín. Ég hélt hann væri vandaðri maður en þetta.

31/10/03 06:01

Órækja

Eitt blað þótti mér alltaf gaman að lesa þegar ég var yngri, Pressuna. Flestallar fréttirnar í því gula blaði átti sér litla stoð í raunveruleikanum. DV hefur gengið skrefinu lengra, ég hreinlega efast um tilvist blaðsins, þvílíkt ekkisens BULL les maður ekki einusinni í netdagbókum 11 ára stelpna.

31/10/03 07:00

Golíat

Nei Haraldur, í þessum sora er ekki hægt að velta sér til að leita að ímynduðum perlum. Það er ekkert í blaðinu, íþróttaumfjöllunin ótrúlega amatörsleg, bridsdálkurinn horfinn og síðan velta menn sér endalaust upp úr meira og minna uppdiktuðum hryllingssögum af mannlegri eymd. Nei takk

31/10/03 07:00

Vamban

Sjálfum finnst mér fyrirsagnir eins og "Endaþarmsboxarinn..." vera svo mikil lágkúra að það er bara fyndið. Ég gat ekki annað en hlegið. Að lesa DV er orðin hin besta skemmtun ef maður leiðir hjá sér fáránleikan og sorann. En það verður þá að játast að inn á milli leynast góðir pennar eins og Jakob Bjarnar og Davíð Þór en því miður fá þeir ekki nema nokkrar línur fyrir sig þá sjaldan að eitthvað birtist eftir þá.

Haraldur Austmann:
  • Fæðing hér: 17/11/03 23:10
  • Síðast á ferli: 8/9/11 18:56
  • Innlegg: 504