— GESTAPÓ —
kolfinnur Kvaran
Óbreyttur gestur.
Dagbók - 1/11/04
Daginn

Það var í dag að ég vaknaði upp við vondan draum, égg hafði ekki kíkt á lútinn í marga mánuði. Með gúggli og heilabrotum tókst mér að komast að vefslóðinni og beið óþreyjufullur eftir að síðan kæmi á skjáinn. Það sem upp kom leit ekki út eins og gamli Baggalúturinn sem ég þekkti. Í staðinn birtist dökk og drungaleg síða. Því næst fann ég hlekk sem ég kannaðist við, Gestapó. Ég klikkaði á hann og þá kom í ljós fjöldinn allur af gestapóum sem ég hef aldrei séð áður. Eru allir gömlu góðu félagarnir horfnir? Hvers á maður að gjalda fyrir að hafa einu sinni gleymt að stilla vekjaraklukkuna?

Segið mér nú, er eitthvað varið í gestapó lengur?

   (10 af 23)  
1/11/04 21:01

Haraldur Austmann

No comment.

1/11/04 21:01

B. Ewing

Hafir þú eitt stykki Skabba í skúffu hjá þér mætti lyfta aðeins frekar daufri umræðu síðustu daga. Annars eru þó nokkrir af þessum nýliðum sem oltið hafa hér inn undanfarið verið alveg sæmilega talandi og ekki síður ritandi.
Nú er bara að sjá hvort ritandi þessi verði dritandi, og að hér verði holað niður gagni og gamani í meira mæli en nokkurntíman áður.
Láttu eins og þú sért heima hjá þér, gáðu í Litaspánna þína og kannaðu ritvöll þeirra sem eru þér spánskari fyrir sjónum en aðrir.

1/11/04 21:02

Glúmur

Daginn sjálfur, gaman að sjá þig. Það eina sem hefur breyst við lútinn að maður hefur ekki lengur við að lesa allt sem fer hér fram. Gullkornin drjúpa hér enn af hverju strái.

1/11/04 21:02

Herbjörn Hafralóns

Við erum hér enn nokkrir öldungar, sem kíkjum gjarnan á Gestapó þegar við höfum fótavist.

1/11/04 21:02

Litli Múi

Sæll gaman að kinnast þér.

1/11/04 21:02

Hakuchi

Ég tóri enn gamli vin.

1/11/04 21:02

Vladimir Fuckov

Vjer erum hjer enn [Lítur upp úr þykkum bókum um notkun gjöreyðingarvopna].

1/11/04 21:02

Sundlaugur Vatne

Nei, hvað sé ég Kolfinnur Hvarvar'ann mættur [hlær að eigin fyndni]
Sleppum öllu gríni, gamli, gaman að sjá þig á ferli ég var orðinn hræddur um að þú hefðir horfið á vit forfeðra þinna.
Þakkaðu bara fyrir að hafa ekki séð alla þá nýliða sem duttu inn, við erum búin að grisja heilmikið. Það var miklu meira af ódámum og hálfvitum þarna innan um.

1/11/04 22:00

Nafni

Hvernig væri að þú athugaðir það sjálfur letihaugurinn þinn.

1/11/04 22:01

kolfinnur Kvaran

Ég sé að Gestapó er ekki alveg gjörbreytt og þónokkuð af gömlum félögum hér ennþá. Ætli það sé ekki ráð að kíkja á umræðurnar og sjá hvort unglömbin taka nokkuð mark gömlum og skítugum svefnpurrkum eins og mér.

1/11/04 22:02

Hexia de Trix

Gaman að sjá þig aftur kolfinnur minn. Þú ert öðlingur.

1/11/04 23:00

Mosa frænka

Velkominn heim, Kolfinnur.

1/11/04 23:02

Jóakim Aðalönd

Blessadur Kolli minn og velkominn aftur. Alltaf gaman ad sjá gamla Gestapóa skjóta upp kollinum aftur.

kolfinnur Kvaran:
  • Fæðing hér: 9/8/03 17:45
  • Síðast á ferli: 1/6/13 03:05
  • Innlegg: 41
Eðli:
Kolfinnur er í eðli sínu ljúfur og indæll aríi, sem hræðist það mest að verða flekkaður af óæðri kynstofnum. Hans helsta markmið er að finna sér hreina aríastelpu og fjölga kynstofninum.
Fræðasvið:
Guðfræði, sveinspróf í tannstönglasmíðum og mixararéttindi
Æviágrip:
Ættir hans má rekja allt aftur til sænsku konungs­fjölskyldunnar á 13. öld. Sænskur forfaðir hans flúði hins vegar undan bróður sínum konungnum og varð fyrsti frumbygginn á Kvaraneyjum. Þar lifðu aðrir forfeður Kolfinns góðu lífi allt þar til Kvaraneyjar hurfu seint á 17. öld af óskiljanlegum ástæðum. Flutti fjölskyldan sig því næst til Færeyja en komst brátt að því að Færeyjar voru handónýtur og leiðinlegur staður, og fólkið þar var heimskt og ljótt. Fluttist Kvaran ættin því næst til Baggalútíu og varð Kolfinnur fyrsti frumburður Baggalútíu. Öll Kvaranættin að Kolfinni undanskildum þurrkaðist síðan út í dularfullu ákavítisgosi og hefur Kolfinnur síðan lifað einn í Kvaranhöllinni ástamt gæludýrinu Keikó sem ku vera naggrís.