— GESTAPÓ —
kolfinnur Kvaran
Óbreyttur gestur.
Dagbók - 5/12/04
Höldum Lútnum hreinum!

Ég er farinn að hafa miklar áhyggur af fjölgun MH-inga á síðum Gestapó. Ég skora á ritstjórn að nú eða á einhvern friðargæsluliðann að hjálpa til við að stöðva þessa þróun áður en verra hlýst af.

MH-ingar eru bestir í hófi! (6)

   (11 af 23)  
5/12/04 03:02

Hexia de Trix

Kolfinnur minn, hefur eitthvað farið fram hjá þér að ritstjórnin er úr MH?

5/12/04 03:02

kolfinnur Kvaran

Tja það er þessi 6 tala, eru þeir annars farnir að fjölga sér?

5/12/04 03:02

Nornin

Emmháingar eru ágætir til síns brúks.

5/12/04 03:02

Hexia de Trix

Jájá, mestu meinleysisgrey svona upp til hópa [flissar]

5/12/04 03:02

kolfinnur Kvaran

Þeir eru bara svo helvíti virkir að þeir eru farnir að lækka mann á heimavarnarlistanum nokkrum dögum eftir að þeir skrá sig fyrst inn.

5/12/04 03:02

Tigra

Eins og hverjir hafa gert það?
Má ég benda á að t.d. Furðuvera er enn í grunnskóla.. og ég er búin að vera skráð inn í meira en eitt og hálft ár.
Ég sé enga MH-inga aðra en mig vera að trana sér upp á heimavarnarlistanum.

5/12/04 03:02

Tigra

Ég veit hreinlega ekki hvort ég á að vera móðguð, sár eða láta þetta sem vind um eyru þjóta.

5/12/04 03:02

kolfinnur Kvaran

Ég vil nú forðast það að nefna einhver nöfn, takið það til sín sem eiga... [tautar... að varpa sjálfum kolfinni niður á síðu 4...]

5/12/04 03:02

kolfinnur Kvaran

Annars er það hið besta mál að grunnskólakrakkar með glóru í kollinum sjáist hér.

5/12/04 03:02

Tigra

Það er hið besta mál að grunnskólakrakkar hangi hérna en MH-inga viltu burt?

5/12/04 03:02

kolfinnur Kvaran

Já ég verð að viðurkenna það að mér finnst heldur að mér vegið af MH-ingum. Kynni mín af þeim í raunheimum eru ekki sem best verður á kosið. Annars þá eru þeir eins og ég sagði bestir í hófi.

5/12/04 03:02

Nornin

Ertu MR-ingur Kolfinnur minn? [fær flisskast]

5/12/04 03:02

Tigra

Þar sem að ég er eini MH-ingurinn sem er hátt á Heimavarnarlistanum, þá býst ég við að það sé ég sem þú viljir burt.

5/12/04 03:02

Þarfagreinir

Hvað með þarfagreina? Eru þeir óæskilegir?

5/12/04 03:02

Nornin

Tigra mín... Kolfinnur er örugglega bara pirraður við einhverja MH stúlku sem hefur hryggbrotið hann...

5/12/04 03:02

kolfinnur Kvaran

Nei ekki er ég MR-ingur. En hinsvegar Tigra þá er ég heldur að tala um þá sem eru næst mér á listanum, og ekki að þeir fari burt heldur rói sig í baunasöfnun því ég hef ekki við þeim. Annars myndi ég aldrei fara að ógna tígrisdýri, frændi minn fór illa á því.

5/12/04 03:02

Tigra

Hvernig datt þér í hug að Furðuvera, 14 ára gömul, væri MH-ingur?

5/12/04 04:00

kolfinnur Kvaran

Nefndi ég Furðuveru sem sökudólg? Ég var nú ekki bókstaflega að tala þann sem er alveg upp við mig heldur svona í næsta nágrenni. Annars átti þetta nú mestmegnis að vera spaug sem sumir hafa greinilega tekið inn á sig. Biðst afsökunar Tigra.

5/12/04 04:00

Tigra

Ég ætti kannski að biðjast afsökunar á móti.. Það eru hlutir búnir að vera í gangi í mínu lífi sem valda því að ég tek stundum voðalega ómerkilega hluti óþarflega mikið inn á mig.

5/12/04 04:00

Þarfagreinir

Þetta kallar á GRUPPEKNUS!

[Gruppeknusar alla]

5/12/04 04:00

Tigra

[Knúsar líka]

5/12/04 04:00

kolfinnur Kvaran

[Knúsar á dönsku]

5/12/04 04:00

Steinríkur

Raðaðu bara eftir fjölda félagsrita...
Þá ertu ofarlega á síðu 3 - og bara allir sáttir!

5/12/04 04:00

Ívar Sívertsen

Ég var í MH...

5/12/04 04:00

Galdrameistarinn

Ég var í sjómannaskólanum .......fyrir æfalöngu.

5/12/04 04:00

Litla Laufblaðið

Ég var (hálfpartinn er) í MH

5/12/04 04:00

Berserkur

Ég og mínir kumpánar erum ekki í Emmhá.

5/12/04 04:00

albin

Ég er nálægt þér á listanum... en... er ekki Frá MH [Þurkar kaldan svita af enninu]

5/12/04 04:00

Skabbi skrumari

Menntaskólarígur á ekki heima hér... hreinsum Gestapó af öllu slíku rugli... skál

5/12/04 04:01

Hakuchi

Hjartanlega sammála Skabba. Sérstaklega er allt hjal um lúsuga hippaskóla eins og MH óæskilegt, sem og flórfjós eins og mr.

5/12/04 04:01

Berserkur

Svo ekki sé minnst á hnakkabæli eins og Verzló eða Iðnskólann.

5/12/04 04:01

Hakuchi

[Kastar eggi í Berserk]

5/12/04 04:01

Vestfirðingur

Nú, MH ungar út töluvert af fólki sem endar í afþreyingar- og menningarbransanum. Ekki að það séu skýr mörk þar á milli. MR'ingar eru gjarnan í bönkum og stjórnsýslu. MA'arar eru mikið í kennslu eða kaupa gamlan lager í Tjékkó og reyna að græða á gamaldags braski.

5/12/04 04:02

Goggurinn

Hvaða vitleysa er þetta? Hverjum datt í hug að kalla versló skóla? Haha, kjánaskapur, er það ekki Hakuchi?

5/12/04 04:02

Hakuchi

[Notar Gogginn sem rúbbíbolta og sparkar honum út í hafsauga]

5/12/04 05:00

RokkMús

Ég er í grunnskóla.

5/12/04 05:02

Hexia de Trix

Hvurslags eiginlega er þetta! Erum við ekki öll saman í Skóla Lífsins? [Reynir of mikið á sig við að vera með pollýönnustæla og fellur í yfirlið]

5/12/04 05:02

Skabbi skrumari

Ég er í tíunda bekk í skóla lífsins... sem betur fer eru ekki samræmd próf í þeim skóla... myndi skítfalla...

6/12/04 11:00

Pollýanna

Sæl, Hexia!

kolfinnur Kvaran:
  • Fæðing hér: 9/8/03 17:45
  • Síðast á ferli: 1/6/13 03:05
  • Innlegg: 41
Eðli:
Kolfinnur er í eðli sínu ljúfur og indæll aríi, sem hræðist það mest að verða flekkaður af óæðri kynstofnum. Hans helsta markmið er að finna sér hreina aríastelpu og fjölga kynstofninum.
Fræðasvið:
Guðfræði, sveinspróf í tannstönglasmíðum og mixararéttindi
Æviágrip:
Ættir hans má rekja allt aftur til sænsku konungs­fjölskyldunnar á 13. öld. Sænskur forfaðir hans flúði hins vegar undan bróður sínum konungnum og varð fyrsti frumbygginn á Kvaraneyjum. Þar lifðu aðrir forfeður Kolfinns góðu lífi allt þar til Kvaraneyjar hurfu seint á 17. öld af óskiljanlegum ástæðum. Flutti fjölskyldan sig því næst til Færeyja en komst brátt að því að Færeyjar voru handónýtur og leiðinlegur staður, og fólkið þar var heimskt og ljótt. Fluttist Kvaran ættin því næst til Baggalútíu og varð Kolfinnur fyrsti frumburður Baggalútíu. Öll Kvaranættin að Kolfinni undanskildum þurrkaðist síðan út í dularfullu ákavítisgosi og hefur Kolfinnur síðan lifað einn í Kvaranhöllinni ástamt gæludýrinu Keikó sem ku vera naggrís.