— GESTAPÓ —
kolfinnur Kvaran
Óbreyttur gestur.
Dagbók - 1/12/04
Hausinn tómur

Djöfull sem maður er andlaus þessa dagana. Manni virkilega langar til að bæta við baunaskammtinn sinn enda orðinn hungraður, samt dettur manni ekki nokkurn skapaðan sniðugan hlut til að segja hérna. Ekki einu sinni í skapinu til að setja saman, þótt ekki væri nema örlítið sálmstetur sér til yndisauka. Þetta blessaða 2005 byrjar ekki eins og best verður á kosið. Maður rekur augun í félagsrit annarra og hugsar: afhverju get ég ekki skrifað eitthvað svona sniðugt. Ætli það sé að koma í ljós núna hversu heimskur maður er í raun og veru. Hef reynt að hilma það eftir bestu getu, en andleysið er slíkt að maður skammast sín fyrir það. Kannski best að hunska sér í rúmið svo maður geti vaknað í skólann á morgun og reynt að læra eitthvað fróðlegt, ef upp á fróðleik er bjóðandi í þessu blessaða menntakerfi.

   (17 af 23)  
1/12/04 14:00

Galdrameistarinn

Þú segir nokkuð. Hef ekki komið frá mér almennilegu félagsriti í langan tíma og öfundast bara út í hina sem geta það. Kanski maður ætti að prófa að huxa aðeins jákvætt og sjá hvort bauninrnar fara ekki að hrannast upp.

1/12/04 14:00

Vímus

Það er líka spurning um hvort er betra.
Að vera tómur eða fullur.
Það vefst ekkert fyrir mér.

1/12/04 14:00

Skabbi skrumari

Það er alltaf góð byrjun ef þú ert í ritstíflu að opna hana með félagsriti um að þú sért með ritstíflu... býst því við mögnuðum skrifum frá þér fljótlega... Skál

1/12/04 14:01

Heiðglyrnir

Það er ákflega gott að höfuðið tæmist svona á stundum, þá er svo gott pláss fyrir nýjar og ferskar hugmyndir.

1/12/04 14:02

Melkorkur

Ég held að svarið sé að finna í því að setjast fyrir framan blað með penna í annari og hvað sem þér sýnist í hinni. Og svo bara læturðu vaða.

kolfinnur Kvaran:
  • Fæðing hér: 9/8/03 17:45
  • Síðast á ferli: 1/6/13 03:05
  • Innlegg: 41
Eðli:
Kolfinnur er í eðli sínu ljúfur og indæll aríi, sem hræðist það mest að verða flekkaður af óæðri kynstofnum. Hans helsta markmið er að finna sér hreina aríastelpu og fjölga kynstofninum.
Fræðasvið:
Guðfræði, sveinspróf í tannstönglasmíðum og mixararéttindi
Æviágrip:
Ættir hans má rekja allt aftur til sænsku konungs­fjölskyldunnar á 13. öld. Sænskur forfaðir hans flúði hins vegar undan bróður sínum konungnum og varð fyrsti frumbygginn á Kvaraneyjum. Þar lifðu aðrir forfeður Kolfinns góðu lífi allt þar til Kvaraneyjar hurfu seint á 17. öld af óskiljanlegum ástæðum. Flutti fjölskyldan sig því næst til Færeyja en komst brátt að því að Færeyjar voru handónýtur og leiðinlegur staður, og fólkið þar var heimskt og ljótt. Fluttist Kvaran ættin því næst til Baggalútíu og varð Kolfinnur fyrsti frumburður Baggalútíu. Öll Kvaranættin að Kolfinni undanskildum þurrkaðist síðan út í dularfullu ákavítisgosi og hefur Kolfinnur síðan lifað einn í Kvaranhöllinni ástamt gæludýrinu Keikó sem ku vera naggrís.