— GESTAPÓ —
Í uppáhaldi:
Félagsrit:
hlewagastiR
Heiđursgestur og  skriffinnur.
Dagbók - 2/12/11
Snilldin viđ rakstur á vöngunum okkar

Hvađan í ósköpunum kemur ţessi krafa á karlmenn ađ fjarlćgja öll hár af andlitinu á sér?

Margir, ađallega geđlćknar, hafa bent á beint samband á milli aukinnar ásóknar kvenna í ađ ganga mönnum sínum í móđur stađ en sćnga međ ţeim í senn og andlitsraksturs hins vegar. Ţađ vill auđvitađ enginn viđurkenna ađ eitthvađ sem ţú gerir, á hverjum degi jafnvel, gerirđu vegna áhrifa barnakláms. Miklu algengara viđhorf er ţađ ađ ţetta sé svo hreinlegt. Ađ ţú rakir hárin af andliti ţínu vegna ţess ađ hárin geri ţađ svo skítugt.

Ţađ er rangt. Ţvert á móti erum viđ međ hár á andlitinu til ţess ađ vernda ţađ gegn sýkingum. Líkamshár okkar eru fyrsta vörn líkamans gegn óćskilegum hlutum. Enn fremur eykur ţessi blessađi rakstur líkur á inngrónum hárum. Svćđiđ í kring um munninn og nefiđ er óhreint og inngróin hár eru sár. Bakteríurnar, sem grassera ţarna viđ munninn og nefiđ, eiga ţví greiđa leiđ í sárin og ţađ geta myndast graftarpollar. Ţeir geta orđiđ svo svćsnir ađ ţađ ţurfi sýklalyf og jafnvel spítalavist vegna ţeirra. Í alvöru.

Ergó. Međ rakstrinum fjarlćgir ţú ekki ađeins ţađ sem ver ţig gegn sýkingu heldur geturđu beinlínis búiđ til sýkingu međ rakstrinum.

Helvítis klámvćđing
Einn vettvangur sem sýnir sléttrakađa vanga karmanna ítrekađ og hefur mikil áhrif, ţađ er klámiđnađurinn. Ţađ er ekkert útúr korti ađ ćtla klámi og klámvćđingu ţessa snöggu viđhorfsbreytingu hins vestrćna samfélags á andlitsrakstri. Ekki bara vegna ţess ađ barnaklám er eftirsótt og ţar af leiđandi mjög ţrautseig tegund kláms heldur líka vegna ţess ađ einmitt um ţetta leyti, međ tilkomu prentfreslis og ódrýrari prentvéla, í kringum aldmótin 1900, varđ til gósentíđ kláms og klámvćđingar.

Tímarit fóru á ţessum árum úr ţví ađ vera prentuđ af fáum í ţađ ađ vera hluti af daglegu lífi allra. Ţetta tímabil markar upphaf ţeirrar kynslóđa sem oft er nefnd klámkynslóđirnar; kynslóđir sem alist hafa upp viđ gríđarleg áhrif kláms. Síđan klám varđ hluti af daglegu lífi ungs fólks hefur klámiđnađurinn mótađ birtingarmynd, ekki bara kynlífs, heldur einnig hlutverka karla í dćgurmenningu samtímans. Sú dćgurmenning hefur síđan gríđarleg áhrif á sjálfsmynd okkar og ţađ hvar viđ stađsetjum okkur í samfélaginu. Oft međ áherslu á hvers kyns viđ erum og hegđun okkar í kynlífi.

Samfélagsábyrgđ vs. klámvćđing
Nú spyr ég mig, sem stađiđ hefur í allskyns viđreynslum viđ umbćtur á samfélaginu, hvernig getur róđurinn ađ ţeim umbótum veriđ svona ţungur á međan klámvćđingunni tekst ţegjandi og hljóđalaust ađ telja flestum, ekki bara körlum, heldur konum einnig, trú um ađ hár á andlitinu sé ógeđslegt?

Ég held ađ svariđ felist í samfélagsmeini, sem ađ einskorđast ekki bara viđ klám og klámvćđingu, heldur helst í hendur viđ öll viđhorf okkar og skođanir. Okkur skortir gagnrýna hugsun. Viđ forđumst ađ gagnrýna og efast um ţađ sem ađ er gerast í samfélaginu en fylgjum um leiđ, eins og hjörđ, ţeim er valdiđ hafa.

Ţađ er ţađ sem er hrikalegast viđ ţetta. Klámiđnađurinn hefur svo mikil völd. Miklu meiri völd en viđ gerum okkur grein fyrir eđa ţorum ađ viđurkenna. Ţađ sem meira er, ţađ tekur hann ekki nema nokkra mánuđi ađ breyta gildismati okkar og viđhorfi til kynheilbrigđis og kynlífs. Ţađ leitar óneitanlega á mann spurningin; Hvar endar ţetta eiginlega?

Ţegar óheilbrigđur rakstur, frostskemmdir í vöngum og kynbundiđ ofbeldi sem birtist iđulega í rakspíraauglýsingum er orđinn hluti af okkar daglega lífi, hluti af ţví sem viđ veitum ekki tiltakanlega athygli, er ţá ekki komiđ gott? Er ekki kominn tími til ađ viđ vöknum af ţessum vćra gagnrýnislausa svefni og spyrjum okkur, hvers konar samfélag viljum viđ ađ komandi kynslóđir búi í?

   (7 af 82)  
2/12/11 00:01

Billi bilađi

<Ber tađ í skeggrótina>

2/12/11 00:01

krossgata

Skál.
[Kýs samfélag međ hári]

2/12/11 00:01

Heimskautafroskur

<Strýkur sléttrakađan skallann og kaunum slegna kjammana međan hann rembist viđ ađ loka rakarastofunni.>
Skál!

2/12/11 01:00

Golíat

<Horfist í augu viđ eigin skeggrótarlausu ásjónu hvar hún speglast í rúđuglerinu>
Ţú ert kjáni Hlebbi.

2/12/11 01:01

Regína

Snilld!

2/12/11 01:02

Kargur

Konan mín hefir aldrei séđ mig sléttrakađan nema á mynd.

2/12/11 03:02

Gísli Eiríkur og Helgi

Sem úngur piltur man ég mín fyrstu kynhár og skömmina ađ
í búningaklefa Réttarholtsskólans láta ţau vaxa og líka hár á fótleggjonum og allir strákarnir vissu um ţađ . Ég hćtti meirasegja ađ strjúka sjálfum mér um stundarsakir . Enn helvítis hárin hjéldu áfram ađ vaxa nú er ég ekki bara lođinn í handarkrikonum heldur líka í eyronum og nefinu og rassinum

2/12/11 04:00

Barbapabbi

Mćltu manna heilastur Hlebbi. Níđinga náttúru manna nú vćri réttast ađ banna ţví sómi er sérhverjum seggi - ađ safna skeggi.
.
Stöndum viđ í stríđi,
sterkir menn á hlýđi
hollráđ bestu hér
Hár er höfuđprýđi
Sneypa fćst af snýđi
snöggur vanga ver.
.
Klámiđnađar klćkir
koma eins og lćkir
fossa bođiđ fer:
Lođnir trauđla tćkir
teljast, burt ok rćkir.
Brodda skafa ber.
.
Klúrir jafnan klifa
kóng ei fćrđ ađ bifa,
ţvćtta heila í ţér.
En lođnan hún skal lifa
letra ég og skrifa.
Augljóst ţetta er

hlewagastiR:
  • Fćđing hér: 2/11/03 22:29
  • Síđast á ferli: 17/2/19 16:40
  • Innlegg: 3684